Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Page 6

Skessuhorn - 09.12.2020, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20206 Smit kom upp í skóla AKRANES: Síðastliðinn föstudag var greint frá því á heimasíðu Grundaskóla á Akranesi að Covid-19 smit hafi verið greint í starfsmanna- og nemendahópi skólans á unglingastigi. Í tilkynningu þá um morguninn sagði m.a.: „Nokkrir starfsmenn og nem- endur skólans þurfa að fara í sóttkví fram á mánudag. Þetta varðar hluta nemenda í sótt- varnarhólfi 9. bekkjar og hluti skólahóps sem sótti æfingu á bókasafni skólans síðastliðinn mánudag. Þessi aðgerð er ör- yggisráðstöfun ef frekara smit kemur upp.“ Samkvæmt frétt á heimasíðu Heilbrigðisstofn- un Vesturlands fyrir helgi átti skimun hópsins að fara fram á mánudag og þriðjudag í þessari viku. Niðurstaða um hvort smit hafi náðst að breið- ast frekar út lá ekki fyrir þeg- ar blaðið fór í prentun í gær. -mm Skemmdir á bíl AKRANES: Þriðjudaginn 1. desember barst lögreglu til- kynning um að unnar hefðu verið skemmdir á bifreið við Vesturgötu 1 á Akranesi. Ekki er vitað hver var að verki. Mál- ið er til rannsóknar og biður lögregla þá sem kunna að hafa orðið varir við eitthvað grun- samlegt að hafa samband við lögreglu. -frg Fag á flugi AKRANES: Um miðjan dag á þriðjudag, 1. des, tók opn- anlegt fag sig til og hóf sig til flugs frá húsi við Garðabraut á Akranesi, sennilega vegna mik- ils vinds. Fagið hafði hreinlega fokið af lömunum. Fagið flaug þó ekki langt og fannst í garð- inum við sama hús. Eigandi fagsins tilkynnti málið til lög- reglu og fékk í staðinn síma- númer hjá smiðum sem gætu aðstoðað við lausn málsins . -frg Slagsmál AKRANES: Síðdegis síðast- liðinn miðvikudag barst lög- reglu tilkynning um unglinga- slagsmál á svæði milli versl- unar Bónuss og Asparskóga á Akranesi. Lögregla brást skjótt við en þegar hún kom á vettvang reyndust „slagsmála- hundarnir“ vera börn sem voru bara að leik. Ekki var að- hafst frekar í málinu. -frg Fastur á Bröttu- brekku VESTURLAND: Að kvöldi miðvikudags fékk Neyðarlína tilkynningu um bíl sem var fastur í snjó í Bröttubrekku. Bíllinn hafði farið út af veg- inum vegna veðurs en var þó við kantlínu vegar. Vegagerð- inni var tilkynnt um málið og björgunarsveit kom ökumanni til aðstoðar. Vegna veðurs var ekki hægt að fjarlægja bifreið- ina fyrr en daginn eftir. -frg Ríkissjóður í stórum tap- rekstri LANDIÐ: Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs liggur fyrir. Rekstrarafkom- an án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 168 millj- arða króna sem er í samræmi við væntingar að teknu tilliti til áhrifa heimsfaraldurs Co- vid-19. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á útgjöld og tekjur ríkisins og afkomu ríkissjóðs á árinu. Brugðist hefur verið við áhrifunum með ýmsum aðgerð- um og leitað eftir heimildum vegna þess með afgreiðslu Al- þingis á fernum fjáraukalögum og er frumvarp að þeim fimmtu til meðferðar. Viðbótarkostnað- ur vegna Covid-19 er að miklu leyti kominn fram og áætlan- ir ríkisstofnana hafa verið upp- færðar. Tekjur voru 536 millj- arðar og lækkuðu um 53 millj- arða, eða 9% á milli ára. Þar af skýrist 11 milljarða króna lækk- un af frestuðum skatttekjum vegna heimsfaraldurs. Tekju- skattur einstaklinga lækkaði um 10 milljarða, virðisaukaskattur um 35 milljarða og trygginga- gjald um 8 milljarða milli ára. -mm Vel lýst hús og sum úr pipar SNÆFELLSBÆR: Leitað er að jólahúsi Snæfellsbæjar 2020. Hægt er að senda inn tillögur á heimasíðu Snæfells- bæjar fyrir 16. desember nk. Þá verða nú í fyrsta sinn einn- ig veittar viðurkenningar fyr- ir fallegasta jólagluggann og best skreytta garðinn. Þá hef- ur einnig verið efnt til pipar- húsakeppni í Snæfellsbæ. Hús- in verða til sýnis í kassanum í Ólafsvík og hægt er að skila þeim þangað til 16. desemb- er. Eftir það verður sett upp rafræn kosning þar sem íbúar geta kosið flottasta piparköku- húsið 2020. -arg Björgunarfélag Akraness er nú komið með nýjan og einkar glæsi- legan Ford F350 björgunarsveita- bíl í bílaflota sinn. Bíllinn er mik- ið breyttur, er m.a. á 54“ dekkjum með 6,7L V8 diesel powerstroke mótor og 6 gíra sjálfskiptingu. Búið er að fara í nokkra prufutúra á bíln- um og að sögn Sigurðar Inga Grét- arssonar er bíllinn svo gott sem klár í útkall hjá sveitinni. arg Vegna 20 ára afmæli Hyrnutorgs 26. nóvember síðastliðinn voru kaupmenn í Hyrnutorgi með af- mælisleik þar sem í boði voru glæsi- legir vinningar. Fólk sem heimsótti verslanirnar, ritaði nafn og síma- númer á blað og setti í kassa. „Þátt- takan var vonum framar, enda eiga íbúar í Borgarbyggð heiður skil- inn fyrir dugnað að versla í heima- byggð. Án ykkar væri lítið um versl- un eða þjónustu í héraðinu,“ skrif- aði Ómar Örn Ragnarsson kaup- maður í Tækniborg þegar hann kynnti úrslitin. Nú er sumsé búið að draga og hafa samband við vinn- ingshafa. Þessir viðskiptavinir voru dregnir út: Kristý: Erna Einarsdóttir Fanney Ólafsdóttir Signý Birna Rafnsdóttir Lyfja: Sigríður Ása Guðmundsdóttir Borgarsport: Hrafnhildur Guðmundsdóttir Sigrún Ögn Sigurðardóttir Jóhanna Þ Björnsdóttir Nettó: Laufey Valsteinsdóttir Ása Helga Halldórsdóttir Ólafur Axelsson Tækniborg ehf: Áslaug Þorvaldsdóttir Kristjana Jónsdóttir Fok: Marta Alexandra Hulda Þorsteinsdóttir Sigurrós Sigurðardóttir Glæsilegur jeppi til Björgunarfélags Akraness Vinningshafar í afmælisleik verslana Hyrnutorgs Glæsilegur bíll í eigu Björg- unarfélags Akraness. Ljósm. HP Tuner Iceland

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.