Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Síða 14

Skessuhorn - 09.12.2020, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 202014 Vestast á Vesturgötu á Akranesi er hús sem lætur lítið yfir sér en á skilti utan á húsinu stendur „Kistan – Flokkunarstöð“. Kistan var form- lega opnuð í mars 2017 en í stöð- inni er allt sorp sem fellur til við rekstur Brims flokkað, bæði sorp í landi og af skipum félagsins. Þá tekur flokkunarstöðin jafnframt við efni frá Norðanfiski. Það er Guð- jón Finnbogason sem þarna ræður ríkjum en Guðjón hefur starfað hjá Brimi og þar áður HB Granda og HB og Co síðan 1984, eða í 36 ár. Í ávarpi sem þáverandi forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálms- son, flutti við vígslu sorpflokkun- arstöðvarinnar sagði hann með- al annars: „Af fenginni reynslu á Vopnafirði og í Reykjavík var okkur ljóst að við gátum með flokkunar- stöð sem þessari komist hjá því að urða tugi tonna af alls kyns endur- nýtanlegu efni. Við viljum einfald- lega sýna viljann í verki og því er þessi starfsemi hér komin.“ Hann bætti því við í samtali við Skessu- horn að peningalega myndi starf- semi sem þessi seint standa undir sér, en virðing við sorpflokkun og aukin umhverfisvitund væri sam- félagsverkefni sem allir ættu að hafa í hávegum. Að sögn Guðjóns kemur frauð- plast til stöðvarinnar í miklu magni. Meðal annars er lax víða að af land- inu og frá Færeyjum fluttur til verk- unar á Akranesi í frauðplastkössum sem enda síðan hjá Guðjóni. Áður var frauðplastinu fargað með til- heyrandi kostnaði. Brim fjárfesti í vél til þess að tæta, hita og pressa frauðplastið þannig að allt loft er pressað úr plastinu. Út úr vélinni kemur plastið í eins konar stöng- um sem síðan eru sendar til frekari endurvinnslu. Meðal annars sagði Guðjón að myndarammar hjá Ikea verði til úr plastinu frá stöðinni. Guðjón tekur einnig á móti slétt- um pappa sem hann pressar og bindur fyrir flutning. Þá tekur hann við kopar en koparinn kemur aðal- lega úr rafmótorum sem verið er að endurnýja. Allt efni sem er unn- ið og flokkað í móttökustöðinni er síðan skráð mjög nákvæmlega í um- hverfisbókhald Brims. Að lokum tók Guðjón fram að honum berist mikið af pappaköss- um sem af mörgum eru taldir vera langbestu kassarnir til búslóða- flutninga. Kassana hefur fólk feng- ið endurgjaldslaust, það kostar að farga þeim og því allra hagur ef fólk getur nýtt kassana. frg Trésmiðja Akraness var stofnuð í desember 2000 af húsgagnasmíða- meistaranum Kristjáni Einarssyni, Didda. Hann hafði þá búið í Kan- ada um árabil en flutti til Íslands árið 1999. Hann fór að vinna hjá Trésmiðjunni Birki en þegar hún hætti starfsemi ákvað Diddi að kaupa Trésmiðjuna Birki og stofna sitt eigið fyrirtæki. Það gekk hálf erfiðlega í upphafi að finna nafn á fyrirtækið. Ýmsar hugmyndir voru á borðinu. Trésmiðja Íslands og Innréttingar Kristjáns Einarsson- ar Akranesi, skammstafað I.K.E.A. en það hefði sennilega kostað mála- ferli. Að endingu var ákveðið að fyrirtækið skyldi heita Trésmiðja Akraness ehf. Í september 2013 varð fyrirtæk- ið fyrir miklu áfalli þegar húsnæði þess að Smiðjuvöllum 3 eyðilagðist í eldsvoða. Einnig eyðilagðist allur tækjabúnaður. Mörg verkefni voru í gangi sem þurfti að klára og end- ursmíða og hljóp Trésmiðjan Akur undir bagga og útvegaði þeim að- stöðu í sínu húsnæði að Smiðju- völlum 9. Um tíma leit út fyrir að fyrirtækið flytti starfsemi sína til Keflavíkur en af því varð ekki. Í dag er rekstur fyrirtækisins á tveimur stöðum við Smiðjuvelli á Akranesi. Framleiðslan er staðsett að Smiðju- völlum 3 og samsetningarverk- stæði og skrifstofa að Smiðjuvöll- um 17. Starfsmenn eru tveir auk Didda, Eiríkur Karlsson og og Ja- rek Bielski. Eiríkur og Diddi hafa starfað saman frá 1975 og stofnuðu Tréhúsið árið 1978 ásamt öðrum. Eiríkur hefur verið hjá Trésmiðju Akraness frá byrjun og Jarek Bielski frá 2007. Fyrirtækið sérhæfir sig í sérsmíði og innréttingum, sem sagt allt inn í húsin að sólbekkjum, fara ekki lengra. Það hefur tekið að sér ýmis stór verkefni í smíði innréttinga auk breytingaverkefna. Þá hefur fyrir- tækið séð um breytingar á húsnæði einkaaðila þar sem miklar kröf- ur eru gerðar til vandaðra vinnu- bragða. Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar bogadregnar ofnagrindur og hins vegar loftbita yfir stórum stigauppgangi í gömlu einbýlishúsi að Hofsvallagötu 1 en húsið var gert upp frá A til Ö. Að sögn Didda voru mörg handtökin í því húsi þar sem nostra þurfti við smíði. Þegar Skessuhorn bar að garði var Diddi á fullu við að setja sam- an skápa og tregur til þess að setj- ast að spjalli enda er hann hlaðinn verkefnum og mikið að gera. Diddi verður 67 ára í janúar 2021 þó ekki megi merkja aldurinn á úthaldinu né útliti. Diddi segjast vera farinn að huga að því að minnka við sig vinnu en ekki hætta henni alveg enda stórvarasamt að hætta alveg að vinna, þá verði maður gamall alltof fljótt. frg Föstudaginn 4. desember síðast- liðinn, á afmæl- isdegi Hannesar Hafstein voru úr- slit í Lagakeppni Hannesarholts, Leynist lag í þér? kunngjörð. Þar kom sá og sigraði Valgerður Jóns- dóttir á Akranesi með lagið sitt við ljóðið „Áraskiptin 1901-1902.“ F y r i r k o m u - lag keppninnar var að keppend- ur sömdu lög við ljóð Hannesar Hafstein. Þátttaka í keppninni fór fram úr björtustu vonum en 205 lög frá 175 tónlist- armönnum skiluðu sér í keppnina. Dómnefnd valdi lög til sigurs í þrjú efstu sætin en dómnefndin var skip- uð Kristjönu Stefánsdóttur, Þórði Magnússyni og Tryggva Kolbeins- syni. Alls voru send inn lög við 48 ljóða Hannesar, sem eru afar ólík að efni. Tónlistin spannaði fjölbreytt svið, þar á meðal ballöður, kórverk, rapp og einsöngslög. Lagahöfundar höfðu frjálst val um ljóð og nokkrir sendu inn fleiri en eitt. Fyrstu verðlaun hlaut eins og áður sagði Valgerður Jónsdóttir fyr- ir lag við ljóðið Áraskiptin 1901-2, önnur verðlaun hlaut ЯÚN Guð- rún Ólafsdóttir með lag við ljóðið Vísur á sjó og þriðju verðlaun hlaut Fransisco Javier Jáuregui með lag við ljóðið Blessuð sólin elskar allt. Loks hlutu sérstök húsverðlaun Silkikettirnir, þær Guðrún Hulda og Bergþóra Einarsdóttir með lag sem þær nefna Andans dóttir við ljóðið Strikum yfir stóru orðin. Í samtali við Valgerði sagðist hún verað ótrúlega glöð og stolt og finnst þetta mikill heiður. „Ég valdi þetta ljóð því mér fannst það eiga ótrúlega vel við í dag, þó það sé samið um áramótin 1901-1902. Það er hvetjandi og fyllir mann bjartsýni sem mikil þörf er á núna. Valgerður setti saman myndband fyrir afhendingu verðlaunanna, sem var rafræn. Í því getur að líta fallegar landslagsmyndir sem hún fékk að láni hjá nokkrum góðum ljósmyndurum. frg Kistan – flokkunarstöð. Frauðplast verður að Ikea myndarömmum Guðjón Finnbogason við pressað frauðplast. Frauðplastkassar, þar á meðal frá Færeyjum. Valgerður er sigur- vegari í Lagakeppni Hannesarholts Sex metra langur loftbiti að Hofsvallagötu í Reykjavík. Ljósm. ke. Trésmiðja Akraness tuttugu ára Starfsmenn Trésmiðju Akraness; Jarek Bielski, Eiríkur Karlsson og Kristján Einars- son. Ljósm. frg. Bogadregnar ofnagrindur að Hofsvallagötu í Reykjavík. Ljósm. ke.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.