Mosfellingur - 17.12.2020, Síða 18

Mosfellingur - 17.12.2020, Síða 18
 - Bæjarblað allra Mosfellinga18 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag Aðalskipulagsbreyting landbúnaðarlands við Dalland Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að stækka landbúnaðarland Dalland 527-L um 6,1 ha. til austurs. Landið er skilgreind sem „óbyggt svæði“ í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Skilgreint svæði stækkar úr 16,6 í 22,7 ha. Engar breytingar eru gerðar á almennum skilmálum aðalskipulags er varða landbúnað. Áætlun er í samræmi við verkáætlun og auglýsta skipulagslýsingu. Umrætt svæði er utan hverfis- og eða vatnsverndar. Deiliskipulag fyrir Helgadalsveg 60 Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulag, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga deiliskipulags nær yfir landbúnaðarland að Helgadalsvegi 60 L229080, utan þéttbýlisins suður af Mosfellsdal. Landið er skilgreind sem „landbúnaðarsvæði“ 222-L í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Deiliskipulagið sýnir tvo byggingarreiti, heimilt verður að byggja íbúðarhús, gróðurhús og áhaldageymslu. Byggingarheimild er fyrir 1.100 fermetrum en ekki er krafa um nýtingarhlutfall á landbúnaðarsvæðum skv. aðalskipulagi. Landið er um 4,9 ha. að stærð og er aðkoma þess um Helgadalsveg 4345. ... Tillögurnar tvær verða aðgengilegar á vef Mosfellsbæjar, mos.is/skipulagsauglysingar, og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2, svo þeir sem vilja geta kynnt sér þær og gert athugasemdir. Aðalskipulagstillagan verður einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og senda skal þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag@mos.is. Athugasemdafrestur er frá 17. desember 2020 til og með 8. febrúar 2021. Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar 17. desember 2020 Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári - fagleg og persónuleg þjónusta s. 897-1533 | david@fastborg.is davíð Ólafsson lög. fast. david@fastborg.is Tilraunaverkefni Strætó • Liprari bílar í fámennari leiðir Smárútur aka leið 7 Félagsstarfið í Mosfellsbæ, sem staðsett er í húsnæði Eirhamra, hefur alltaf verið vel sótt af áhugasömum eldri borgurum og hafa allt að 300 manns verið að sækja starfið þegar mest hefur verið um að vera. Vissulega hefur þó orðið breyting á þessu ári vegna samkomutakmarkana, enda mörg skipulögð námskeið legið niðri. Ein af af- urðum félagsstarfsins eru munir sem þátt- takendur félagsstarfsins hafa útbúið, svo sem prjónaður fatnaður, teppi og tuskur, skrautmunir eins og skálar og glerlistaverk og margt fleira. Munirnir hafa hingað til verið seldir á jólabasar en þetta árið voru þeir seldir á Facebook-síðu félagsstarfsins. Sú nýbreytni virtist hafa farið vel í Mos- fellinga og sala munanna var síst verri þetta árið en önnur ár. Þátttakendur félagsstarfs- ins hafa þetta árið, sem og áður, óskað eftir því að hagnaður af sölu hlutanna fari til aðstoðar við þá sem eiga um sárt að binda um jólin. Það var gleðistund þegar Hrafnhildur Ól- afsdóttir, fulltrúi félagsstarfsins afhenti séra Arndísi G. Bernhardsdóttur Linn frá Lága- fellskirkju söfnunarféð þann 9. desember. Með á myndinni eru Haraldur Sverr- isson bæjarstjóri og Sigurbjörg Fjölnis- dóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar. Sérstakar þakkir eru færðar þátttakendum félagsstarfsins fyrir þeirra óeigingjarna starf og ljóst er að söfnunarféð mun verða kærkomið á mörgum heimilum fyrir þessi jólin. Félagsstarfið í Mosfellsbæ lætur gott af sér leiða Ágóði jólabasarsins afhentur í kirkjunni Strætó er að taka í notkun smárútur sem munu sinna akstri á leið 7 í stað hefðbund- inna gulra strætisvagna. Breytingin er hluti af tilraunaverkefni hjá Strætó til þess að auka hagkvæmni með því að þjónusta fámennari leiðir með smærri og liprari bíl- um. Smárúta á vegum Strætó er nú þegar í notkun á leið 22 í Urriðaholti og hefur hún reynst vel. Leið 7 ekur frá Leirvogstungu, um Helga- fellshverfi, Staðahverfi, í Spöng og til baka. Smárúturnar á leið 7 geta tekið 29 farþega. Smárúturnar á leiðum 7 og 22 geta ekki tekið við viðskiptavinum í hjólastól. Við- skiptavinum sem nota hjólastól gefst kostur á nota strætóleiðina í pöntunarþjónustu. Það er gert með því að hringja í aksturs- þjónustuna Pant í síma 540-2727 minnst 30 mínútum fyrir brottför samkvæmt tímatöflu og bíll verður sendur á viðkomandi biðstöð. Aðeins er hægt að greiða fyrir ferð í pöntun- arþjónustu með strætókorti, strætóappinu eða skiptimiða.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.