Mosfellingur - 17.12.2020, Side 42

Mosfellingur - 17.12.2020, Side 42
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2020 Sundkona Aftureldingar er Birta Rún Smáradóttir. Hún keppti á Íslands- meistarmótinu í 50 metra laug í júlí og náði þar að komast í úrslit í 50 metra skriðsundi. Hún hefur staðið sig mjög vel á æfingum og hefur bætt sig mikið á þessu ári. Hún hefur verið virkilega dugleg í Covid að gera allar æfingar og halda sér við efnið. Birta Rún Smáradóttir sund Cecilía Rán, 17 ára, var valin í öll verkefni A-landsliðs kvenna í knattspyrnu 2020 og komin á EM 2022 í Englandi. Varð í mars yngsti markvörður í sögu landsliðanna (16 ára) til að spila A-landsleik. Einnig spilaði hún með U19 sem vann m.a. Þýskaland 2-0 í fyrsta skipti. Cecilía spil- aði alla leikina með Fylki í úrvalsdeildinni og náði með þeim besta árangri í sögu félagsins, (3. sæti) ásamt því að hafa fyrr um veturinn orðið Reykjavíkurmeistarar einnig í fyrsta skipti. Cecilía var kosin efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi Max deildinni af leikmönnum deildarinnar og á Fótbolta.net. Einnig var hún valin besti ungi leikmaðurinn á Stöð 2 sport og í lið ársins hjá Morgunblaðinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrna Árið 2020 lék Hafrún með Breiðabliki í efstu deild í stöðu bakvarðar. Liðið fékk einungis á sig 3 mörk og varð Íslands- meistari með glæsibrag. Liðið var komið í undanúrslit bikarkeppni KSÍ og var útlit fyrir að Hafrún myndi vinna tvöfalt á sínu fyrsta ári með Breiðabliki. Hafrún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á árinu 2020 sigraði U19 m.a. Þjóðverja í fyrsta sinn í þessum aldurshópi og var Hafrún valin maður leiksins í þeim leik. Hafrún kórónaði góða frammistöðu sína á árinu með því að vera valin í æfingahóp A-landsliðsins í nóvember. Hafrún er metnaðargjörn, einbeitt, góður liðsfélagi og fyrirmynd yngri iðkenda. Hafrún Rakel Halldórsdóttir knattspyrna María hefur spilað með Aftureldingu síðan 2017. Áður hafði hún verið máttarstólpi í blakliði Þróttar Nes. frá unglingsaldri. María hefur spilað með öllum unglingalandsliðum Íslands sem og A-landsliði kvenna. Haustið 2017 varð María fyrir meiðslum sem héldu henni frá keppni í 15 mánuði. Hún mætti á æfingar og leiki með liðinu allan þann tíma og hvatti þær áfram. Hún hefur verið ungu leikmönnum okkar fyrir- mynd með jákvæðni og þrautseigju. Liðsmenn völdu hana sem fyrirliða haustið 2019. María var valin í úrvalslið Mizuno-deildarinnar eftir fyrri hluta Íslandsmótsins 2019. Einnig valin í A-landslið kvenna og var útnefnd í lið ársins sem besti kantsmassari í upphafi árs. María Rún Karlsdóttir blak Karen Axelsdóttir er löngu orðin vel þekkt kempa í sundheiminum. Karen æfir með íþróttafélaginu Ösp. Þessi unga kona hefur keppt á Íslandi sem og erlendis í fjölmörg ár en ferill hennar í sundinu er orðin ansi langur þrátt fyrir að vera ekki eldri en þetta. Það er alltaf líf og fjör í kringum þessa skemmtilegu, hörkuduglegu og flottu ungu konu sem lætur þó félagslífið aldrei stoppa sig af í að mæta á æfingu. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur lítið verið um mót en Karen keppti samt á Malmö Open sem er stórt alþjóð- legt mót fyrir fatlaða og er haldið í Malmö í Svíþjóð á hverju ári. Karen vann sinn flokk á Malmö Open í öllum þeim greinum sem hún keppti í. Karen Axelsdóttir sund Elsa Björg hlýtur nafnbótina frjáls- íþróttakona ársins. Elsa Björg hefur stundað frjálsar íþróttir af alúð mörg undanfarin ár og sýnt gott fordæmi sem íþróttamaður. Elsa Björg keppti á helstu mótum sem haldin voru á árinu fyrir hönd Aftureld- ingar sl. ár og náði flottum árangri. Helst er að nefna 2. sæti í þrístökki á meistaramóti Íslands utanhúss, 3. sæti í þrístökki á meistarmóti Íslands inn- anhúss , 3. sæti í hástökki á stórmóti ÍR, 2. sæti í hástökki á stökkmóti Ármanns. Elsa Björg hefur sýnt elju við æfingar og er góð fyrirmynd ungra og upprennandi íþróttastúlkna. Elsa Björg Pálsdóttir frjálsar Aðalheiður er fædd 1989 og hefur verið í hestamannafélaginu Herði alla tíð. Árið 2020 var mjög gott hjá Aðalheiði, hún átti hæstu einkunnir ársins í tölti T1, Tölti T2 og átti 2. hæstu einkunn í fjórgangi V1. Einnig varð hún saman- lagður Reykjavíkurmeistari í fjórgangs- greinum. Ekki voru haldin fleiri mót í ár vegna Covid. Aðalheiður stóð sig einnig frábærlega á kynbótabrautinni, en þar sýndi hún 30 hross og fóru 27 í fyrstu verðlaun. Einnig má til gamans geta að dóttir hennar, Eydís Líf, er fædd í febrúará þessu ári. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hestaíþróttir Arna er 22 ára Mosfellingur og leikur fyrir Grand Valley State í bandaríska há- skólagolfinu. Arna lék gott golf í sumar en hún var m.a. í 5. sæti á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Hlíðavelli. Þar lék hún frábært golf og sýndi hvers megnug hún er. Arna var eins og undanfarin ár lykilmaður í kvennasveit GM sem hafnaði í 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Arna er frábær íþróttamaður, skipulögð, dugleg og metnaðarfull. Hún leggur hart að sér við æfingar og er frábær fulltrúi GM. Arna Rún Kristjánsdóttir golf

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.