Ægir - 2020, Qupperneq 16
16
Fiskistofa hefur látið smíða, í sam-
starfi við Hafrannsóknastofnun og
hugbúnaðarfyrirtækið Stokk, smáfor-
ritið Afladagbókina. Innleiðing á notk-
un smáforritsins fyrir snjalltæki í stað
afladagbóka á pappír hefst á næstunni.
Stærri skip skila rafrænum afladag-
bókum til Fiskistofu en flestallir smábátar
hafa skilað afladagbókum á pappír.
Hægt er að sækja forritið í App Store
og Play Store í snjalltækjum en beðið er
eftir reglugerð frá atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytinu um notkun smáfor-
ritsins áður en hún getur hafist.
Afladagbókin virkar þannig að ein-
göngu þarf að vera í síma- eða netsam-
bandi við upphaf og lok veiðiferðar. Afla-
dagbókin skráir sjálfkrafa staðsetningu
bátsins við veiðar og skipstjórnarmenn
skrá afla, ástand hans og meðafla með
einföldum hætti í forritinu.
Fáum blandast hugur um að með til-
komu appsins er stigið stórt framfara-
skref sem felur í sér bætta yfirsýn og
vinnusparnað fyrir útgerðir, skipstjórn-
armenn sem og stjórnsýslu.
Ný tækni kynnt
Afladagbókin í snjallsímann
■ Einfalt er að slá inn aflaupplýsingar í nýja snjallforritið og senda afladagbókina
til Fiskistofu.
Nú um mánaðamótin flytur fyrirtækið
Markus Lifenet, sem sérhæfir sig í
framleiðslu á svokölluðum „maður
fyrir borð“ björgunarvörum, alla
starfsemi sína í nýtt húsnæði í Hafn-
arfirði. Fyrirtækið hefur verið til húsa
að Gjáhellu 13 en flytur nú að Hval-
eyrarbraut 27.
„Við tvöfölduðum húsnæðið þegar
við fluttum í Gjáhelluna á sínum tíma
og gerum það aftur við þennan flutn-
ing. Öll okkar starfsemi verður hér á
einum vinnustað þar sem eingöngu
vinna nú konur. Þetta er því sannkall-
aður kvennavinnustaður,“ segir Rakel
Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri
Markus Lifenet.
Markus Lifenet í nýtt húsnæði
Fréttir