Ægir - 2019, Page 8
„Flestir hljóta að vera sammála því að
nú á dögum hnattrænnar hlýnunar og
súrnunar sjávar er mikilvægara en
nokkru sinni fyrr að standa vel að
hafrannsóknum. Miklar breytingar
eru að verða í vistkerfi hafsins og við
þurfum að nota alla okkar þekkingu
og reynslu til að kortleggja þróunina
og bregðast við ef hægt er. Við höfum
sérstaklega áhyggjur af loðnunni en
hún er ein helsta fæða þorsksins sem
stór hluti lífsafkomu Íslendinga byggir
á. Hafrannsóknastofnun er reiðubúin
að leggja sitt af mörkum enda mikið í
húfi,“ segir Sigurður Guðjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknarstofnunar í sam-
tali við Ægi.
Nýr heimur mun opnast
Hafrannsóknastofnun, rannsókna og
ráðgjafarstofnun hafs og vatna, varð til
með sameiningu Hafrannsóknastofnunar
og Veiðimálastofnunar og tók hún til
starfa 1. júlí árið 2016. Strax um haustið
völdu starfsmenn gildi fyrir stofnunina
en þau eru: þekking, samvinna og þor.
„Við vorum sammála um að þessi hugtök
lýsi vel því sem stofnunin og starfsmenn
vilja standa fyrir. Með sameiningu
tveggja stofnana varð auðvitað að
stokka spilin upp og breyta verklagi á
ýmsum sviðum og get ég fullyrt að starf
semin hafi gengið vel. Nú í haust tókum
við aftur til við aðlögun rekstrarins að
þeim fjárhagsstakki sem okkur er snið
inn auk þess sem við unnum að skipu
lagi stofnunarinnar á nýjum stað. Því
miður þurftum við að segja upp góðu
starfsfólki en stundum verður ekki hjá
slíku komist ef við viljum sýna ábyrgð í
verki,“ segir Sigurður.
Sigurður segir að fljótlega eftir að ný
stofnun komst á fót hafi verið auglýst
eftir húsnæði til leigu þar sem starfsem
in hefði fyrsta flokks aðstöðu til að þró
ast inn í framtíðina. „Niðurstaðan varð
sú að við tókum á leigu húsnæði til
næsta aldarfjórðungs við Fornubúðir 5 í
Hafnarfirði og munum ljúka flutningum
þangað undir næsta vor. Þarna verður
öll aðstaða á einum stað, bæði rann
sóknaaðstaða og útgerð skipanna sem
munu liggja í Hafnarfjarðarhöfn, rétt ut
an við nýja húsið. Þetta er stórglæsileg
bygging þar sem hugsað er fyrir öllum
þörfum stofnunarinnar og verður mikil
framför fyrir starfsemina. Þá sjáum við
líka fram á mikla breytingu hvað varðar
Það er mikið í húfi
Rætt við Sigurð Guðjónsson, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar
8
■ Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofn-
unar. „Aflabrestur í loðnuveiðum er alvarlegt mál en
við höfum þó meiri áhyggjur af afleiðingum þeirrar
þróunar á þorskstofninn.“