Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 9

Ægir - 2019, Blaðsíða 9
9 rannsóknir á sjó en útboð á nýju haf­ rannsóknaskipi er á næsta leiti. Við horfum því bjartsýn fram á veginn og vonum að nýr heimur muni opnast okk­ ur með stórbættri aðstöðu til rannsókna á næstu misserum.“ Súrnun hafsins er alvarleg ógnun Hafrannsóknastofnunin hin eldri starf­ aði um hálfrar aldar skeið við margvís­ legar rannsóknir og veiðiráðgjöf til stjórnvalda. Sigurður segir að þessir þættir verði áfram meginverkefni Hafró en stöðugt bætist við ný verkefni. „Já, ég get nefnt tvennt í þessu sambandi. Kort­ lagning á hafsbotninum og efstu jarðlög­ um innan efnahagslögsögu Íslands er gríðarlega stórt og umfangsmikið verk en það hófst formlega fyrir tveimur ár­ um. Efnahagslögsagan er sem kunnugt er sjö sinnum stærri en Ísland og við höfum enn sem komið er aðeins kortlagt um fjórðung þessa flæmis. Hitt stóra verkefnið okkar, sem er til­ tölulega nýtt af nálinni, eru rannsóknir sem lúta að þeim gríðarlegu breytingum sem hafa orðið á skömmum tíma í lífríki vatns og sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Þessar breytingar hafa og munu hafa mikil áhrif á vistkerfi hafsins svo og í ám og vötnum landsins. Við Ís­ lendingar eigum langa sögu rannsókna á sýrustigi hafsins og eigum auðvelt með samanburð en áhrif þess á t.d. skeldýr og þörunga þarf að rannsaka miklu bet­ ur. Við vitum að súrnun sjávar er hrað­ ari í norðurhöfum vegna meiri uppleys­ anleika í svalari sjó. Áhrifin eru m.a. þau að sumir fiskar, t.d. blessuð loðnan, eru að færast æ norðar. Og það er ekki bara alvarlegt út frá aflabrestinum sem slík­ um heldur höfum við meiri áhyggjur af afleiðingum þessarar þróunar á þorsk­ stofninn enda loðnan hans aðalfæða. Þarna þarf að stórauka rannsóknir til að reyna að sjá fyrir breytingar á komandi árum og jafnframt gera okkur í stakk búin sem fiskveiðiþjóð að bregðast við breytingunum og aðlaga samfélagið þeim.“ Engin hætta á verkefnaskorti Við spyrjum Sigurð um stöðu hafrann­ sókna Íslands í samanburði við önnur lönd. „Við erum sannarlega framarlega á sumum sviðum hafrannsókna og erum einnig framarlega hvað varðar sjálf­ bærni veiðanna og nýtingu á stofnum. Hins vegar þurfum við að spýta í lófana til að átta okkur betur á því hvaða áhrif þessar hnattrænu breytingar í hafinu kunna að hafa á efnahag okkar Íslend­ inga. Þar þurfum við enn að auka sam­ starf við erlendar rannsóknastofnanir og erum að hefja nokkur slík verkefni á næstunni. Og hér á heimaslóð eru verk­ efnin víða, t.d. rannsóknir á burðarþoli fjarða vegna laxeldis, áhættumat og vöktun laxveiðiáa svo dæmi séu tekin. Það er engin hætta á verkefnaskorti hér á Hafrannsóknastofnun.“ Hafrannsóknir ■ Nýtt hús Hafró við Fornubúðir í Hafnarfirði mun gjörbreyta aðstöðu til rannsókna. Hafrannsóknaskipin munu liggja þar við bryggjuna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.