Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 10

Ægir - 2019, Síða 10
10 „Við trúum því að hægt sé að búa til verðmætari vöru með því að svara spurn- ingum sístækkandi hóps neytenda um það hvaðan fiskurinn kemur og hvort veið- arnar séu stundaðar með sjálfbærum hætti. Í þessu skyni höfum við þróað not- endavæna netlausn sem gerir fólki kleift að nálgast allar upplýsingar og tímalínu allt frá því fiskurinn er dreginn úr sjó þar til hann er kominn í kæliborð verslun- ar eða veitingahúss. Það er nefnilega ekki nóg að segja kröfuhörðum neytendum að fiskurinn sé frá Íslandi og þess vegna fyrsta flokks heldur þarf að vera hægt að sýna fram á það með óyggjandi hætti,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir fram- kvæmdastjóri Niceland Seafood. Niceland Seafood hlaut á dögunum Svifölduna, hvatningarverðlaun Sjávar­ útvegsráðstefnunnar og TM 2019. Verð­ launin hreppti Niceland fyrir nýstárleg­ ar leiðir í sölu og markaðssetningu á ís­ lenskum fiski en fyrirtækið hefur und­ anfarið eitt og hálft ár markaðssett ferskan fisk af Íslandsmiðum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna með góðum ár­ angri. Félagið rekur söluskrifstofu í Den­ ver í Coloradofylki. Við spyrjum Heiðu Kristínu fyrst út í tildrög þessa verkefn­ is. Samstarf þriggja fyrirtækja „Niceland er sprottið upp úr samstarfi þriggja fyrirtækja. Ég og Oliver Luckett stofnuðum á sínum tíma fyrirtækið Efni sem fæst við að þróa nýjar markaðs­ og söluleiðir fyrir íslenskar vörur og hugvit sem eru að framleiða hágæða vörur og þjónustu. Ein hugmyndin var að búa til verkefnið Niceland sem myndi fara nýjar leiðir í sölu og markaðssetningu á ís­ lenskum fiski í Bandaríkjunum. Mark­  Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland Seafood. „Sannleikurinn er sá að á Íslandi búum við að mörgu leyti við einstök skilyrði hvað varðar upplýsingar um okkar fiskveiðar. Þær er hægt að nýta við markaðssetningu afurðanna.“ Rekjanleikinn skiptir öllu

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.