Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 11

Ægir - 2019, Side 11
11 miðið var að búa til sterkt vörumerki sem aflaði sér alþjóðlegs trausts meðal neytenda. Aukinn kraftur færðist í þessa hugmynd þegar Eyrir Invest gerðist meðeigandi í Efni en það félag hefur mikla reynslu af stuðningi við nýsköp­ unarfyrirtæki. Í framhaldi af því tengd­ umst við fyrirtækinu Nastar sem er út­ flutningsfyrirtæki á fiskmeti en í gegn­ um það fáum við fiskafurðir frá sjálf­ bærum og traustum aðilum alls staðar að af landinu. Þessi þrjú fyrirtæki koma úr ólíkum áttum en búa öll yfir reynslu og hugviti sem við trúum að skapi þann árangur sem við sækjumst eftir.“ Upplýsingar í farsímann „Sannleikurinn er sá að á Íslandi búum við að mörgu leyti við einstök skilyrði hvað varðar upplýsingar um okkar fisk­ veiðar. Fyrir liggur gríðarlegt samsafn gagna frá eftirlits­ og vísindastofnunum eins og Hafrannsóknastofnun og Fiski­ stofu en einnig frá útgerðum og flutn­ ingsaðilum. Þessi gögn tökum við og matreiðum þannig að þau séu neytenda­ væn og birtum, en í þeim er m.a. hægt að sjá hvernig Íslendingar hafa byggt upp sína fiskistofna og gert veiðarnar sjálf­ bærar, við sjáum hvar og hvenær fiskur­ inn er veiddur og hvernig hann er flutt­ ur á markaði. Þá eru líka til upplýsingar um næringargildi og ferskleika auk upp­ skrifta að fiskiréttum. Þannig má áfram telja. Öllu þessu söfnum við saman og gefum neytandanum í versluninni eða á veitingahúsinu tækifæri til að nálgast kjarna upplýsinganna á myndrænan hátt með því að skanna QR kóðann á umbúðunum eða á matseðlinum með símanum sínum. Þetta er hluti af okkar markaðssetningu ásamt hefðbundnari leiðum í gegnum auglýsingar á sam­ félagsmiðlum og prentmiðlum auk sam­ vinnuverkefna í kynningarstarfi við okkar samstarfsaðila víða um Bandarík­ in,“ segir Heiða Kristín. Erum á góðum stað Heiða Kristín segir að nýstárleg markaðssetn­ ing af þessu tagi taki tíma á markaði þar sem grimm samkeppni ríki. „Miðað við það að nú er rétt rúmt ár frá því við fórum að keyra þetta prógramm í Bandaríkj­ unum þá erum við sátt við árangurinn og teljum okkur vera á góðri leið í dag. En verkefnið er rétt að byrja og við ætlum okkur að ná langtum lengra. Við erum stöðugt að bæta við verslunum og veitingahúsum og styrkja sambandið við okkar samstarfs­ aðila sem selja fisk undir merki Nice land. Okkar verkefni er svo að útvega gæða­ fisk og tryggja áreiðanlega afhendingu. Við veljum okkar samstarfsaðila af kost­ gæfni og gerum ríkar kröfur til þeirra því hugmyndin er jú að selja íslenskan fisk sem hágæða vöru fyrir sem hæst verð.“ Heiða Kristín bætir við: „Sjávarafurðirnar eru auðvit­ að okkar mikilvægasta út­ flutningsvara og við búum yf­ ir mikilli reynslu þegar kemur að veiðum og vinnslu en það eru tækifæri til að gera betur í flutningi og markaðssetn­ ingu erlendis og í raun nauð­ synlegt ef við eigum að geta keppt við aðrar sjávarútvegsþjóðir og viðhaldið lífsgæðum á Íslandi til framtíð­ ar.“ QR kóðinn skannaður. Með einföldum hætti fær neytandinn allar upplýs- ingar um feril fisksins frá því hann er veiddur. Það er nefnilega ekki nóg að segja kröfuhörðum neytendum að fiskurinn sé frá Íslandi ...“ Sölumál  Samstarfsaðilum Niceland í Bandaríkjunum fer fjölgandi en söluskrifstofan þar er í Denver í Coloradofylki.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.