Ægir - 2019, Page 20
20
Willard Fiske Ólason fæddist í Grímsey árið 1936 þegar allt byggðist á sjálfsþurft-
arbúskap. Allir voru með búskap, kindur og kýr, og lifðu svo auk þess á fiski og
fugli. „Það voru held ég 30 kýr í eynni þá og svo voru menn með 20 upp í 60-70
kindur á fóðrum. Það var í alltaf nægur matur til. Það sem vantar á eyjuna núna
eru skepnur því hún er mjög grösug og það er auðvitað fuglinn sem sér svolítið
um það. Nú er helmingi meira af fugli í eynni en þegar ég var að alast upp. Þá
var hann mikið nytjaður, miklu meira en nú. Áður var sigið í öll björg og eggin
hreinsuð upp en fuglinn verpir alltaf aftur. Þeir fullyrða í dag að ekki sé pláss
fyrir fleiri fugla í bjarginu. Þeir bíði bara í röð til að komast á syllu til að verpa,“
segir Willard Fiske fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður.
Við höldum okkur í Grímsey og við
uppvaxtarár Willards. „Ég byrjaði á ára
báti með Matthíasi Jakobssyni þegar við
vorum sjö ára, báðir ósyntir en enginn
var hræddur um mann. Við vorum nærri
eyjunni svo alltaf sást til okkar. Þá var
rekið frystihús í eyjunni og við reyndum
að leggja upp hjá því. Fiskurinn var þá
frystur með roðinu en þar sem við vor
um svo nálægt eyjunni vorum við mest
með rauðlitaðan þarafisk sem þeir vildu
ekki svo hann fór bara til heimilisbrúks.
En við reyndum samt að smygla einum
og einum inn á milli. Við fengum svo
borgað út í peningum, sem reyndar
sáust varla í eyjunni fyrst þegar ég var
að alast upp. Þá var nýlega komið útibú
frá Kaupfélagi Eyfirðinga en áður sóttu
menn mest til Húsavíkur í verslunar
ferðir. Með kaupfélaginu var verslun op
in á hverjum degi og þar var bara skrif
að hjá hverjum og einum. Svo fór kaup
félagsstjórinn yfir reikninga þegar gert
var upp og ef einhverjir áttu inni, færði
hann frá þeim til þeirra sem voru skuld
ugir það sem þurfti til að jafna reikning
inn fyrir bókhaldið í einn dag. Svo var
það fært til baka daginn eftir.“
Frí frameftir páskadegi
Fyrstu sjómennskuárin réri Willard á
trillu við eyjuna og byrjaði svo 19 ára
Keyptum ekkert
nema eiga
nokkurn veginn
fyrir því
Willard Fiske Ólason segir frá fiskveiðum á fyrri tíð og rekstri
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Fiskaness
■ Fyrsti bátur þeirra félaga í Fiskanesi hét Geirfugl. Hann var keyptur frá
Húsavík og hét áður Héðinn.