Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 24

Ægir - 2019, Side 24
24 ingarnir og Finnar komu líka. Þeir voru með „fullt“ skip af brennivíni, þegar þeir komu. Þegar þeir lágu í vari var straum­ urinn um borð því þetta var eins og vín­ búð. Það var mikið fjör í þessu og mann­ fjöldinn á Siglufirði margfaldaðist þegar það voru brælur. Svo fór að draga úr síldveiðinni sem færðist stöðugt austar og þá vorum við að veiða innanum Rússana á Rauða Torginu austur af Glettingi. Þeir voru þá með reknet sem skapaði ákveðin vandræði fyrir okkur á nótaskipunum.“ Kvótakerfið það besta Willard segir kvótakerfið það besta sem komið hafi fyrir íslensku þjóðina. „Við vorum að þurrka þorskstofninn upp þegar það var sett á árið 1984. Þá komst betri stjórn á veiðarnar og um­ gengnin um fiskinn varð miklu betri. Þá fóru menn að hugsa meira um verðmæti en magn og fá meira út úr auðlindinni. Þetta skapaði því mikla hagræðingu. Skipunum fækkaði og þau sem eftir voru fengu meiri aflaheimildir og betri rekstr­ argrundvöll. Þeir fengu að veiða sem höfðu verið að því áður og fengu úthlut­ að í samræmi við reynslu. Svo má deila um útfærsluna eftir það, sölu veiðiheim­ ilda, veiðigjald og fleira. En það verður aldrei sátt um fiskveiðistjórnunina, því miður. Kannski ætti það að vera þannig að þegar menn hætti útgerð ættu menn að skila því í einhvern sameiginlegan pott. Þróunin síðustu árin er orðin þannig að það er allt unnið. Roðið er meira að segja orðið verðmætt. Þegar maður var fyrst á vertíðum var fiskurinn ísaður í stíur og við löndun hrúgað upp á vöru­ bílspalla og sturtað inn í vinnsluna. Svo komu körin og kassarnir og meðferðin á fiskinum eins og svart og hvítt. Maður er búinn að lifa tímana tvenna frá árabátum yfir í nýtísku skip. Og bara síðan ég hætti er nánast orðin bylting í öllu, bæði í veiðum og vinnslu. Komnar græjur sem maður hefði ekki einu sinni látið sig dreyma um. Ég efast um að nokkur kynslóð eigi eftir að upplifa eins gríðarlegar breytingar og mín kynslóð,“ segir Willard Fiske Ólason. ■ Willard við málverk af Grindvíkingi. Á þessum bát frysti hann loðnuhrogn um borð fyrstur manna. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.