Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 26

Ægir - 2019, Page 26
26 „Staðan er allt önnur, betri yfirsýn og aðstaða fyrir menn og fisk. Við verð- um samt sennilega ekkert að róa í verri veðrum þó þessi bátur sé fimm sinnum stærri en sá gamli,“ segir Pét- ur Pétursson, útgerðarmaður og skip- stjóri í nýjum Bárði SH 81 sem kom nýsmíðaður til Hafnarfjarðar um síð- ustu mánaðamót. Í Hafnarfirði var sett um borð línuspil frá K.N. vél- smiðju, auk krapavélar frá Kælingu og var stefnt að því að báturinn kæmi til hafnar í Ólafsvík nú fyrir jólin. Nýi Bárður SH var smíðaður hjá Brede gaard bátasmiðju í Danmörku. Hann er ekki aðeins sá stærsti sem danska fyrirtækið hefur smíðað heldur líka langstærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið til fiskveiða við Ísland. Hann mælist 24 metra langur, sjö metra breið­ ur og leysir af hólmi bát sem er 30 tonn. Nýr Bárður SH 81 kominn til landsins Stærsti plastbátur fiskiskipaflotans ■ Pétur Pétursson útgerðarmaður við nýja bátinn. Hann er fimm sinnum stærri en sá gamli. ■ Aðbúnaður um borð er mjög góður og fer vel um bæði menn og fisk um borð.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.