Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 31

Ægir - 2019, Blaðsíða 31
31 Ritröðin Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson kom út í 19 bindum á árunum 1969-1988 og naut fádæma vinsælda. Nú hefur bókaútgáfan Veröld ráðist í að end- urútgefa nokkrar sögur úr ritröð- inni og eru þegar komin út tvö bindi af þeim fjórum sem áformuð eru. Þegar útgáfa bókanna hófst var Steinar blaðamaður á Morgunblað- inu og við spurðum hann um tildrög þess að hann réðst í að taka saman baráttusögu íslenskra sjómanna. „Þetta hófst allt með því að Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi hafði sam­ band við mig og bað mig að skrásetja nokkra atburði þar sem sjómenn höfðu háð baráttuna við náttúruöflin. Ég stökk á þetta verkefni en óraði ekki fyrir því í byrjun að bindin yrðu svona mörg. Hins vegar var því miður af nógu að taka enda voru sjóslys allt of tíð fyrr á árum og ótrúlega margir sjómenn hurfu í haf­ ið. Sem betur fer eru slys á sjó nú orðin fátíð og öryggi manna allt annað á nú­ tíma fiskiskipum en áður var.“ Í febrúar 1925 gekk fárviðri yfir á svokölluðum Halamiðum norðvestur af Vestfjarðakjálka en þar var þá fjöldi tog­ ara að veiðum. Vaskir sjómenn börðust við hamslaust óveðrið í sólarhring en tveir togarar fórust á miðunum, Leifur heppni frá Reykjavík og Fieldmarshall Robertson frá Hafnarfirði. Þá fórst einn­ ig vélbáturinn Sólveig sem hafði verið að veiðum út af Stafnesi. Með þessum skipum fórust 74 menn og 91 barn varð föðurlaust. Frásögn af þessum harmleik er átakanleg en hana var að finna í einu bindanna. Steinar segir að sú bók sem kom út á dögunum sé unnin upp úr þeirri frásögn en fjölmörgum nýjum upp­ lýsingum bætt við. „Halaveðrið hefur mikla sérstöðu og þegar ég hófst handa við að taka saman efni í 3ja bindi Þrautgóðra á raunastund fyrir Veröld stakk Bjarni Þorsteinsson útgáfustjóri hjá Bjarti­Veröld upp á því að ég tæki saman sérstaka bók um þessa ægilegu atburði. Ég átti mikið efni af­ gangs og lagðist að auki í nokkra rann­ sóknarvinnu til viðbótar þannig að þessi frásögn nú er mun ítarlegri en sú eldri. Áfram verður svo haldið með útgáfu úr­ vals frásagna úr gömlu ritröðinni eins og til stóð,“ segir Steinar í samtali. „Allt of margir hurfu í hafið“  Togarinn Hilmir var eitt þeirra skipa sem lentu í raunum á Halamiðum í febrúar 1925. Má furðu telja að tekist hafi að koma skipinu til hafnar.  Bókin Halaveðrið mikla er gefin út af Bjarti-Veröld. staðan sú að Jónas beið í ganginum og fylgdist þaðan með sjónum en Jón og Einar réðust í það erfiða verkefni að ná dræsunum. Þegar brot stefndu á skipið öskraði Jónas aðvörun til félaga sinni sem forðuðu sér þá inn í ganginn. Eftir mikla baráttu tókst mönnunum að ganga þannig frá að ekki átti að vera hætta á því að fá dræsurnar í skrúfuna. Ný hætta steðjar að Hilmir rétti sig fljótlega eftir áfallið og þegar Pétur hringdi á fulla ferð tókst að koma skipinu upp í veðrið. Ísing var mikil og klakahella lagðist yfir yfirbygg­ inguna, frammastrið og hvalbakinn. Engin leið var að kalla mannskapinn út til þess að höggva ísinn, enda virtist hann ekki hafa teljandi áhrif á siglingu og stöðugleika Hilmis. Hins vegar kom ný hætta til sögunn­ ar. Skipið lét ekki að stjórn. Athugun leiddi í ljós að stýristaumurinn hafði slitnað og ekki var mögulegt að koma viðgerð við. Fyrst var ætlunin að ná stjórn á skipinu með því að setja út troll­ hlerana og strekkja á þeim eða gefa eftir svo sem þurfa þætti. Það ekki ekki. Í ljós kom að frostið hafði sprengt gufustrokk­ ana að togvindunum og sömu sögu var að segja um akkerisvindurnar. Þær voru báðar óvirkar. Ekki var um annað að ræða en að stöðva vélina og sló þá skip­ inu strax flötu sem vitanlega stórjók hættuna á því að það yrði fyrir áföllum. Þrautaráðið var að nota bobbinga til að stýra. Þeir voru bundnir í trausta kaðla sem síðan voru festir í framgálg­ ann og talíur notaðar til þess að slaka þeim eða draga upp að skipinu. Þannig tókst að ná Hilmi á stefnu. Þegar hér var komið sögu var mesti ofsinn úr veðrinu þótt enn væri slæmt í sjóinn. Var það ekki fyrr en skipið var komið fyrir Snæfellsnes að sjólag skán­ aði og þótt Hilmir væri flaki líkastur og með hinn óvenjulega stýrisbúnað heppn­ aðist að koma honum til Reykjavíkur­ hafnar.“ Sagan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.