Ægir - 2019, Page 36
36
og sagði að auðvitað væri engin spurn
ing að ég tæki þessu boði. Ég fór svo síð
asta túrinn með Hjalteyrinni í byrjun
september, við lönduðum þann 6. sept
ember og daginn eftir flaug ég til Nor
egs. Og um miðjan nóvember komum við
heim með skipið. Þetta hefur því verið
nokkuð viðburðaríkt ár. Stefnan var sú
hjá mér að fara í sveinsprófið í rafvirkj
uninni núna í febrúar en ég læt það bíða
um sinn. Núna gengur Harðbakur fyrir,“
segir Friðrik og brosir.
Fjölbreytileiki
starfsins heillar
Harðbakur er búinn tveimur aðalvélum,
ljósavél, rafölum og öðrum þeim vélbún
aði og stjórnbúnaði sem best gerist í
fiskiskipum í dag. En hvað er það við
starf vélstjóra á skipi sem heillar Friðrik
öðru fremur?
„Fyrst og fremst sú fjölbreytni sem
fylgir starfinu í skipum. Ég er í eðli mínu
mjög fróðleiksfús en mér finnst heillandi
að þurfa að takast á við allan vélbúnað
um borð, sama hvort það snýr að því
sem er hér í vélarrúminu, tækjunum á
millidekkinu eða öðrum búnaði. Vélstjóri
á skipi getur líka þurft að leysa mál sem
snúa að lögnum eða þá einhverju sem
tengist rafeindatækjunum í brúnni. Þess
vegna tel ég að það sé mjög gott að hafa
líka menntun og reynslu í rafvirkjun
samhliða. Rafmagnsframleiðsla er til
dæmis einn af lykilþáttum í skipum en
hér framleiðum við rafmagn, spennum
það niður, dreifum því og notum það.
Svo er viðamikið netkerfi um borð í skip
inu, lagnir sem skipta tugum eða hundr
uðum kílómetra og þar fram eftir götun
um. Fyrir svo utan alla pappírsvinnuna,
vottunarmál og margt annað sem að
starfinu snýr. Þannig að í stuttu máli má
segja að starfssvið vélstjóra á skipi nái
langt út fyrir vélarrúmið sjálft. Sem er
að mínu mati líka það sem gerir starfið
ennþá skemmtilegra fyrir vikið,“ segir
Friðrik og nefnir að það hafi verið mjög
lærdómsríkt að hafa fylgt smíðinni og
lokafrágangi í skipinu eftir síðustu mán
uðina og vita þannig hvernig öllum hlut
um er fyrir komið um borð. Viðamikil
skjámyndakerfi eru í skipinu sem skip
stjórnendur og vélstjórar nota í sinni
daglegu vinnu og því er ekki úr vegi að
spyrja Friðrik hvort það komi honum
ekki til góða að vera af þeirri kynslóð
sem þekkir ekki annað en tölvur séu
snar þáttur í bæði leik og starfi.
„Sjálfur hef ég reyndar aldrei verið
mikið í tölvum, eins og sagt er. Hef lítið
sem ekkert gert af því að spila tölvuleiki
eða slíkt en er samt vanur tölvuum
hverfinu og slíkri vinnu. Þetta er snar
þáttur í umhverfinu í dag og tengist vél
stjórnarstarfinu mjög náið. Tölvukerfið í
skipinu er eitt af því sem ég kem til með
að leggjast enn betur yfir þar til við för
um að róa en stóri kosturinn er sá að
það kerfi er hannað innan Samherja og
besta þekkingin á því er þar af leiðandi
innahúss, ef svo má segja,“ segir Friðrik
um leið og hann sýnir hluta af þeim
stjórnbúnaði sem hann hefur á skjánum
í stjórnherbergi vélstjórans. Það sýnist
harla einfalt að kalla fram nánasta
hvaða upplýsingar sem er um skipið og
búnað þess.
Best að halda ró sinni
Friðrik viðurkennir að hann hafi fengið
þá spurningu hvers vegna hann velji að
nýta sína menntun og þekkingu til að
fara á sjó.
„Já, sú spurning hefur komið. Svarið
er að mér þykir þetta einfaldlega spenn
andi starf, víðtækt og gefur mikla
reynslu. Ég geri mér grein fyrir því að
það geta komið upp alls kyns verkefni
sem vélstjórinn þarf að leysa úr og þá er
bara að lykilatriði að halda ró sinni þó
allt virðist vera að fara í bál og brand!
Vélstjórinn er maðurinn um borð sem
verður bara að redda málunum en mér
hefur lærst á þeim tíma sem ég hef verið
á sjónum að þá er besta leiðin að taka
sér tíma í rólegheitunum og nálgast mál
in af yfirvegun. En þetta mun vafalítið
bara lærast eins og annað,“ segir Friðrik
sem mun á næstu vikum vinna um borð
í alls kyns verkefnum sem snúa að starf
inu, jafnframt því að fylgjast með upp
setningu vinnslubúnaðarins.
„Vonandi verður ekki langt liðið á
veturinn þegar við getum komist í fyrsta
túr. Ég hlakka mikið til,“ segir hann.
■ Friðrik á togdekkinu.