Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 39

Ægir - 2019, Side 39
39 og síldin er búin að dreifa sér út um allt,“ segir Guðlaugur Óli sem segir því líkast að þegar komi fram á haustið haldi síld­ artorfurnar austur eftir og út úr lögsög­ unni. „Og þá fer stóri þorskurinn á eftir og kemur ekki aftur fyrr en komið er fram yfir áramót,“ bætir hann við og hvetur Hafrannsóknastofnun til að leggja meiri áherslu á þann þátt rann­ sókna sem hægt væri að stunda með því að rannsóknarmenn stofnunarinnar fari með fiskiskipunum út á miðin. „Með þessu væri þá nóg að mínu mati að vera með eitt hafrannsóknaskip en stofnunin væri líka meira í tengslum við það sem er að gerast á hverjum tíma á miðunum.“ Ástand lífríkisins mjög gott Guðlaugur Óli býr að langri reynslu í sjó­ mennskunni og er þeirrar skoðunar að margt sé jákvætt að sjá í lífríkinu. „Ég hef róið hér fyrir norðan land síð­ an ég var 6­7 ára gamall og miðað við langa reynslu þá finnst mér ástandið í sjónum fyrir norðan landið mjög gott um þessar mundir. Ég minnist þess í gamla daga þegar ég var á færum á sumrin með pabba að við vorum að elta fugla­ gerið sem gjarnan sveimaði yfir þar sem fiskurinn var í smáloðnu og öðru æti. Þetta breyttist eftir að sumarveiðar hóf­ ust á loðnunni og miklu minna sem gekk af loðnu upp á landgrunnið. En ef tekið er mið af viðgangi fuglastofnanna, t.d. lundans, þá er sá stofn margfalt stærri í Grímsey en var fyrir um 30 árum eða svo. Og það á við um fleiri sjófuglateg­ undir. Þó að sumarið í sumar hafi verið votviðrasamt, kalt og leiðinlegt þá sáum við mikið af kríum með tvo unga sem komust á legg. Það er fjöldi ára síðan ég hef séð svo góða viðkomu hjá kríunni en þetta er afar áhugaverður fugl. Krían er harður uppaldandi og við sáum oft dæmi um það að kríurnar komu með ungana úr Grímsey alveg norður að Kolbeinsey þegar við vorum þar að fiska. Komu með ungana fljúgandi að morgni og fóru svo til baka aftur á kvöldin. Þetta eru ótrú­ legir fuglar því þessi vegalengd er hátt í 150 mílur og það er langt flug fyrir þessi litlu ungagrey. En þetta flug á kríunni og góð viðkoma er enn ein vísbendingin sem mér finnst sýnileg í náttúrunni um að nóg er af æti og lífríkið gott,“ segir Guðlaugur Óli. Aldrei séð annað eins af hnúfubak Og í þessu sambandi hvarflar hugurinn til hvalanna sem aldrei láta hafsvæði með miklu æti framhjá sér fara. „Þegar við vorum á grálúðunni í sum­ ar í Eyjafjarðarálnum og norður undir Kolbeinsey þá sá ég meira magn af hnúfubak en ég hef áður séð á sjó. Þeir skiptu hundruðum, ef ekki þúsundum. Sem dæmi þá hafði ég ekki séð nema tvo hvali stærri en hrefnur þegar ég var 25 ára gamall og búinn að vera í mörg ár á sjó. Og hvorugur þeirra var hnúfubakur. En núna sér maður mörg hundruð á hverju einasta sumri. Sem bendir einmitt líka til þess að ekki sé ætisskortur í efstu lögum sjávarins heldur þvert á móti. Hvalurinn leitar þar ætis, nákvæmlega eins og lundinn gerir. Þess vegna held ég að það sé ekki ætisskortur sem er að hafa áhrif á lundann fyrir sunnan held­ ur eitthvað annað sem veldur því að hann er að færa sig norðar. Ef ætisskort­ ur væri fyrir sunnan landið þá kæmi makríllinn heldur ekki á suðursvæðið,“ segir Guðlaugur Óli. Miklar áhyggjur eru í sjávarútvegin­ um af ástandi loðnustofnsins, ekki að­ eins veiðanna vegna heildur líka vegna þess að hún er lykilfæða þorsksins. „Ég held að það sé deginum ljósara að það er og hefur verið minna af loðnu hér fyrir norðan land en undanfarin ár. En hún er líka að sama skapi miklu dreifðari en áð­ ur var. Göngumunstur loðnunnar er breytt en hennar verður vart mjög víða,“ segir hann. ■ Hafborg EA 152 kom ný til landsins frá Danmörku snemma árs 2018. Myndir: Þorgeir Baldursson ■ Skipstjórinn að hífa. Veiðar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.