Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 40

Ægir - 2019, Qupperneq 40
40 Í janúar taka Faxaflóahafnir á móti nýjum dráttarbát sem verður sá öfl- ugasti hér á landi. Báturinn var smíð- aður í Víetnam og hélt af stað til Evr- ópu þann 19. október og er áætlað að hann komi til Rotterdam í Hollandi þann 14. desember. Þar verður höfð viðdvöl fram yfir nýár áður en lagt verður upp í síðasta áfanga ferðar- innar, siglinguna til Reykjavíkur. Í heild er siglingaleiðin frá Víetnam til Íslands hátt í 11.000 sjómílur. Dráttar- báturinn hefur fengið nafnið Magni og verður sá fimmti með því nafni í þjónustu Reykjavíkurhafnar og síðan Faxaflóahafna sf. Báturinn kostar um 1.100 milljónir króna. Tvöföldun á togkrafti Smíði nýs Magna var boðin út haustið 2018 og samið við hollenska fyrirtækið Damen Shipyard sem er eitt stærsta fyr­ irtæki í heimi í smíði dráttarbáta. Fyrir­ tækið á skipasmíðastöðvar víðs vegar um heim, m.a. stöðina í Víetnam þaðan sem Magni kemur. Báturinn er 32 metra langur og 12 metra breiður. Hann er bú­ inn tveimur Caterpillar aðalvélum sem eru samanlagt 5050 kW. „Tilkoma þessa öfluga dráttarbáts verður mikill áfangi fyrir okkur hjá Faxaflóahöfnum og í reynd talsverð áskorun að taka hann í notkun því öll stjórnun bátsins er mjög tæknivædd. Við höfum þegar sent starfsmenn frá okkur á námskeið erlendis í stjórnun bátsins og komum til með að taka okkur góðan tíma í að þjálfa starfsmenn í notkun hans en ég geri ráð fyrir að Magni verði kominn í fulla notkun þegar líður á febrúar,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumað­ ur hjá Faxaflóahöfnum. Togkraftur nýja Magna er 85 tonn sem er meira en tvöföldun á hámarks­ togkrafti núverandi Magna. Báturinn er líka með öflugan spilbúnað að framan og getur því togað afturábak af nánast sama afli. Gísli Jóhann segir að mikill meirihluti togverkefnanna á bátnum komi til með að verða leystur með spil­ inu fyrir framan brú þannig að vinnan verður talsvert frábrugðin því sem menn hafa átt að venjast á dráttarbát­ unum hingað til. Nýi Magni kemur einnig til með að verða mjög snar og lipur í snúningum því á bátnum eru tvær öflugar snún­ ingsskrúfur en ekki hefðbundið stýri. Gísli Jóhann segir mjög sveiflukennt hversu mikil verkefni séu fyrir dráttar­ báta Faxaflóahafna. „Auk verkefna í höfnum Faxaflóahafna fara bátarnir í verkefni í Straumsvík og Helguvík. Flest verkefni dráttarbátanna snúast um að draga skip og báta, ýta eða flytja hafn­ sögumenn,“ segir hann en á árinu 2018 voru dráttarbátar Faxaflóahafna í verk­ efnum í samtals 1600 klukkustundir. Hægt að þjónusta stærri skip Dráttarbátar Faxaflóahafna eru í dag fjórir. Nýjastur er Jötunn sem smíðaður var árið 2008 og hefur 27 tonna togkraft. Núverandi Magni var smíðaður árið 2006 og er með 40 tonna togkraft. Leynir var smíðaður árið 2000 og er með 14 tonna togkraft og minnsti báturinn er Þjótur með 6 tonna togkraft. „Þegar frá líður komum við til með að fækka aftur niður í fjóra báta þegar nýi Magni verður kominn í fulla notkun en höfum ekki tekið ákvörðun um hvaða bátur víkur í stað hans. Með öflugri dráttarbát erum við hjá Faxaflóahöfnum að fylgja eftir þróun í stærð skipanna, bæði skemmtiferðaskipum og einnig gámaskipum en þau skip sem Eimskip er t.d. með í smíðum núna eru mun stærri en núverandi flutningaskip þeirra. En til viðbótar við aflið getum við með nýja Magna aðstoðað skip á meiri ferð en hægt hefur verið til þessa, sem eykur ör­ yggi til muna“ segir Gísli Jóhann. Öflugt slökkvitæki Þessu til viðbótar má segja að tilkoma nýja Magna sé fengur fyrir slökkvistarf því báturinn er búinn mjög öflugum dælubúnaði og er vottaður af flokkunar­ félagi sem brunabátur. Á honum eru tvær slökkvidælur og stútakerfi. Í bátn­ um eru einnig tankar fyrir slökkvifroðu og felliefni en það síðarnefnda er notað þegar mengunar óhöpp verða. „Við erum með slökkvibyssur á nú­ verandi Magna en þær sem við fáum á nýja bátnum eru til muna öflugri. Við höfum verið í sambandi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vegna tilkomu bátsins enda opnast með honum mögu­ leiki til að dæla sjó frá höfninni ef t.d. verður stór bruni í miðborginni og þörf er á aukinni slökkvigetu. Það má því segja að nýjum Magna fylgi framfarir bæði á sjó og landi,“ segir Gísli Jóhann. Bylting í dráttarbátaþjónust­ unni með nýjum Magna báturinn væntanlegur til Faxaflóahafna í janúar ■  Toggeta nýja dráttarbátsins Magna er tvöfalt meiri en núverandi Magna sem Faxaflóahafnir eru með í þjónustu sinni. Hafnaþjónusta

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.