Gripla - 2020, Page 49
GRIPLA48
í Rússía ræður úlfur jarl, bróðir hans er Hrafnsteinn svarti, og eru þeir
óvildarmenn Hrólfs konungs. Dóttir úlfs, Brynhildur, gat „öngva list þá
lært sem kvenmann mátti prýða“ og var þess vegna kölluð Brynhildur baga.
Af þessum sökum fer hún í nám í riddaraskap og verður öllum köppum
harðfengari, nýtur velgengni í hernaði allt þar til hún kemur til Gautlands
og lendir í hörðum bardaga við Brynþvara sem drepur alla menn hennar,
handtekur hana en eftir samningaviðræður, burtreiðar og skylmingar, neyð-
ist hún til þess að giftast Brynþvara, þvert á vilja úlfs. Þeirra sonur er Bósi,
jafnaldri Herrauðs konungssonar og þeir verða nánir vinir. Bósi kemur
sér í vandræði við hirðina með því að limlesta, beinbrjóta og drepa nokkra
menn konungs í leikum. Steininn tekur úr þegar hann tekur þátt í leik þar
sem fimmtán deyja en tíu lamast og er útlægur ger úr ríkinu ellegar rétt-
dræpur.
Bósi og Herrauður fara í herför og lenda meðal annars í miklum
bardaga við berserkina Surt og Sám og hljóta á leiðinni aðstoð frá hjálp-
sama dvergnum Lit. Bardaganum er lýst í nokkuð löngu máli og ásamt
berserkjum og blámönnum mæta fóstbræðurnir einnig fílum, gammi, ljóni
og dreka en þeir hrósa sigri að lokum. Þeir halda þá aftur til Gautlands en
í millitíðinni hafði Sjóður rænt fé Brynþvara svo að Bósi drepur Sjóð og
lendir að nýju í ónáð konungs.
Þá slær í bardaga milli konungs liðs og Bósa og Herrauðs sem endar
með því að þeir fóstbræður eru hnepptir í varðhald. Busla, fóstra Bósa,
kemur þá til sögunnar og þylur sína særingabæn yfir konungi en texti
bænarinnar er þó ekki hinn sami og í eldri sögunni. Fyrir bæn Buslu
sleppa Bósi og Herrauður en þurfa að færa konungi dýrmætt gammsegg
að launum fyrir lífgjöfina. Þeir halda því af stað á ný, fara til Bjarmalands
og koma þar að kotbæ. Þar fá þeir gistingu og Bósi eyðir nótt með
bóndadóttur en lýsingar á fundi þeirra eru þó mun hófstilltari en í eldri
gerð. Bóndadóttirin segir síðan Bósa hvar og hvernig þeir geta fundið
gammseggið sem er geymt í hofi gyðju og þar er einnig fangi Geirríður
dóttir Goðmundar konungs á Glæsisvöllum.
Bósi og Herrauður halda af stað í átt að hofinu en á leiðinni bjarga þeir
fagurri jómfrú úr klóm bjargbúa sem er um það bil að fara að nauðga henni.
Mærin reynist dóttir dvergs sem launar þeim með göldróttum hundsrakka,
herklæðum og töfrasverði. Þeir ná gammsegginu í hofinu með aðstoð
tveggja hjálpsamra dverga áður en þeir ráða niðurlögum gyðjunnar og frelsa