Gripla - 2020, Page 50
49
Geirríði. Þau halda svo öll til Gautlands, Geirríður og Herrauður bindast
heitum og Bósi afhendir kóngi gammseggið.
Áður en að brúðkaupi Herrauðs og Geirríðar verður þurfa Bósi og
Herrauður að veita Haraldi hilditönn liðsinni í bardaga og í þeirra fjarveru
uppgötvar Goðmundur konungur að systir hans hefur verið tekin og sendir
menn sína, Hárek og Hrærek, að leita hennar. Vegna þess að Hrólfur kon-
ungur er fámennur fella þeir hann fljótt og taka Geirríði með sér aftur til
Glæsisvalla. Goðmundur blæs þá til brúðkaups Geirríðar og Háreks. Bósi
og Herrauður halda þá strax til Glæsisvalla og koma í brúðkaupið í fínum
dularklæðum og þykjast bjóða konungi þjónustu sína. Með hljóðfæraslætti
og ótæpilegri drykkju svæfir Herrauður brúðgumann og rænir brúðinni
en Goðmundur sigar á eftir þeim tólf hundum sem þeir með naumindum
og göldrum komast undan og halda heim þar sem Herrauður og Geirríður
halda brúðkaup.
Goðmundur er þó enn ekki af baki dottinn og dregur saman mik-
inn her, meðal annars úr Risalandi og Jötunheimum, og býður Herrauði
bardaga. Eftir mikla orrustu lýtur lið Goðmundar í lægra haldi og hann
sjálfur handtekinn en fyrir orð Geirríðar gefur Herrauður honum grið og
bindast þeir vináttuböndum. Að lokum sendir Herrauður eftir bóndadótt-
urinni sem veitt hafði Bósa upplýsingar um gammseggið og biður Bósa
um að giftast henni. Bósi er mjög tregur til þess en fyrir fortölur Herrauðs
lætur hann til leiðast og hlýtur síðan jarlsnafn.
Þeir sem á annað borð þekkja Bósa sögu hafa yfirleitt aðeins lesið eldri
söguna. Af samantektinni hér að ofan má sjá að ákveðinn meginþráður
er gerðunum sameiginlegur, persónur eru flestar hinar sömu og hvati
atburðarásarinnar er leit að gammseggi og frelsun Geirríðar – sem raunar
heitir Hleiður í eldri gerð – en þó ætti að vera ljóst að yngri gerð víkur
um margt frá þeirri eldri. Þetta sést bæði í frásagnartækni, efnistökum og
lýsingum. Yngri sagan hefur ýmsar viðbætur eins og hjálpsama dverga,
bergbúa, risa, jötna, berserki og blámenn sem ekki leika neitt hlutverk
í eldri gerð. Þessa þróun má væntanlega rekja til aldursmunar sagnanna
tveggja og útbreiðslu rómönsunnar, en uppskriftum þeirra fjölgar jafnt og
þétt frá fimmtándu öld til þeirrar nítjándu.6 Hjálpsamir dvergar eða aðrar
„HUGBLAUÐ HORMEGÐARBIKKJA“
6 Sjá t.d. Matthew James Driscoll, the Unwashed Children of Eve: the Production, Dis-
semination and Reception of Popular Literature in Post-reformation Iceland (Enfield Lock,
Middlesex: Hisarlik Press, 1997), 1–10.