Gripla - 2020, Page 51
GRIPLA50
hjálpsamar vættir er víða að finna í riddarasögum og sama má segja um
óvinina berserki og blámenn.7
í báðum sögum er raunar að finna töfra og hluti sem hafa galdramátt
en það er ákveðinn eðlismunur milli sagnanna. í eldri sögunni eru Busla og
hofgyðjan Kolfrosta göldróttar og flest allt í hofinu er göldrum blandað. Þá
eru nýttar nágrímur sem dulargervi og drekar og aðrar furðuverur birtast.
í yngri sögunni eru hins vegar mun fleiri munir sem hafa töframátt, til að
mynda bæði herklæði og vopn sem ekki birtast í eldri sögunni, enda fylgja
dvergum í sögum oft haglega smíðaðir töfragripir en engir dvergar taka
þátt í eldri sögunni.8
í upphafi er strax ljóst að um ólíkar sögur er að ræða. Konungurinn
sem í eldri sögu er Hringur heitir nú Hrólfur. úlfur sterki í Rússía, faðir
Brynhildar, og bróðir hans Hrafnsteinn eru ekki þekktir af eldri gerð.
Forsagan að aðdraganda hjónabands Brynþvara og Brynhildar er langtum
rækilegri í yngri gerð þó að í báðum sögunum sé hún skjaldmey og sigruð
í bardaga. Viðurnefni hennar „baga“ er dregið af fötlun í eldri sögunni en í
yngri sögunni af því að hún hefur enga kvenlega kosti. Bardaga Herrauðs
og Bósa við berserki er að engu getið í eldri sögunni en er líklega að hluta
til ættaður úr Bósa rímum og viktors sögu eins og betur verður vikið að hér
að neðan.
Með sanni má segja að Bósi í yngri sögunni sé vart nema skugginn af
þeirri persónu sem hann er í eldri sögunni því að þar er hann bæði mælskur
og útsjónarsamur en í yngri sögunni er hann fyrst og fremst fylgdarmaður
Herrauðs og hreystimenni mikið. Þennan áherslumun má meðal ann-
ars merkja í varðveislunni því að ef litið er á titil sögunnar í handritum,
nefna sex handrit yngri sögunnar hann „Bósa hinn sterka“ en í titilorðum
handrita eldri sögunnar er hann ýmist nefndur Bögu-Bósi, Bósi hinn kven-
7 Um þetta sjá t.d. Ármann Jakobsson, „Enabling Love: Dwarfs in Old Norse-Icelandic
Romances,“ Romance and Love in Late Medieval and Early Modern Iceland, ritstj. Kirsten
Wolf og Johanna Denzin (Ithaca: Cornell University Library, 2008).
8 Um galdragripi og dverga í riddarasögum sjá t.d. W. Schäfke, „Was ist eigentlich ein
Zwerg? Eine prototypensemantische Figurenanalyse der “dvergar” in der Sagaliteratur,“
Mediaevistik 23 (2010): 247–257 og Inna Matyushina, „Magic mirrors, monsters, maiden-
kings: (the fantastic in riddarasögur),“ the fantastic in Old norse/Icelandic literature. sagas
and the British isles preprint papers of the 13th International saga Conference Durham and
York, 6th–12th August, 2006, ritstj. John McKinnell, David Ashurst og Donata Kick
(Durham: The Centre for Medieval and Renaissance Studies, Durham University, 2006),
660–662.