Gripla - 2020, Page 52
51
sami, eða einfaldlega Bósi. Önnur ástæða þess að persónusköpun Bósa
breytist liggur í frásagnartækninni því að í yngri sögunni mælir Bósi mun
sjaldnar í beinni ræðu og fremur sagt frá honum í óbeinni ræðu. Munar þar
mest um samræður Bósa við bændadæturnar þrjár í eldri sögunni þar sem
mælskubrögð hans komast í hámæli. Má hér líta til samanburðar á fund
hans og fyrstu bóndadótturinnar í eldri sögunni:
En er fólk var sofnat, stóð Bósi upp ok gekk til sængr bóndadóttur
ok lypti klæðum af henni. Hún spyrr, hverr þar væri. Bósi sagði til
sín. „Hví ferr þú hingat?“ sagði hún „Því, at mér var eigi hægt þar,
sem um mik var búit,“ ok kveðst því vilja undir klæðin hjá henni.
„Hvat viltu hér gera?“ sagði hún. „Ek vil herða jarl minn hjá þér,“
segir Bögu-Bósi. „Hvat jarli er þat?“ sagði hún. „Hann er ungr ok
hefir aldri í aflinn komit fyrri, en ungan skal jarlinn herða.“9
í yngri sögunni er þessu lýst á nokkuð annan veg:
Stóð nú Bósi á fætur mjög hljótt og gekk nú til þess að hann hitti á
rúm bóndadóttur, háttaði síðan hjá henni og breiddi á sig klæði; hún
mælti hljótt til hans: Ærið ertu djarfur, eður hvör bauð þjer hingað?
Bósi mælti: Hvört veistu ei forlög þín, því er nú sú stund komin,
að þú átt að missa meydóm þinn; en hún mælti. Ei kann eg það að
skilja, hvörnin það muni takast, en Bósi mælti: Nú skaltu það fá að
vita.10
Þó að fundur þeirra sé sviðsettur með beinni ræðu er mál Bósa fjarri því að
vera jafn skrautmikið og blæbrigðaríkt og í eldri sögunni. Þvert á móti eru
orð hans skrautlaus og jafnvel ruddaleg.
Þetta atvik dregur einnig fram reginmun á mynd Bósa í sögunum
tveimur því að ef frá er talin þessi stutta frásögn gerir yngri sagan mjög
lítið úr kvensemi Bósa. Frægðarorð hans á síðari tímum er þannig að engu
orðið: hann er ekki lengur kvennabósi. í söguna vantar tvær bændadætur
af þeim þremur sem Bósi rekkir hjá og auk þess vantar alfarið frásögnina
„HUGBLAUÐ HORMEGÐARBIKKJA“
9 Bósa saga, útg. Bjarni Vilhjálmsson og Guðni Jónsson, Fornaldarsögur Norðurlanda 1–3
(Reykjavík: Forni, 1943–1944), II: 476–477.
10 Die Bosa saga in Zwei Fassungen, útg. Otto Luitpold Jiriczek (Strassburg, 1893), 106. Héðan
í frá er vitnað til þessarar útgáfu með blaðsíðutali einu í svigum aftan við tilvitnanir.