Gripla - 2020, Page 55
GRIPLA54
Busla mælti: Aldri má mjer ver fara heldur en þjer, þar þú liggur nú
heima sem hugblauð hormegðabikkja og bannsett þý (99–100).
Hér liggur þú, Hrólfur, Gauta kóngur, þig veit eg vera hrak allra
manna á jörðunni af þinni allri breytni, af því þú vilt myrða og af
dögum ráða þinn eiginn son, og munu allir segja þig hinn versta níð-
ing og fordæðufól, falsara fordæmdan og fúlasta gauð, leiðan lygara,
sem löstum er bundinn, væri rjettast þjer kólnaði í kjapti, fyr en
þinn flærðarsaman vilja hefðir í þessu (100).
Loks má nefna að hin svo kallaða Buslubæn virðist hafa átt einhvers konar
sjálfstætt framhaldslíf á sautjándu öld og síðar. Buslubæn er særingarþula
sem Busla kveður yfir konungi í framhaldi af tilvitnuðum svívirðingum hér
að ofan. í eldri sögunni er þulan kynnt til sögunnar svo:
Þetta kveld it sama kom Busla í þat herbergi, sem Hringr konungr
svaf í, ok hóf upp bæn þá, er síðan er kölluð Buslubæn, ok hefir hún
víðfræg orðit síðan, ok eru þar í mörg orð ok ill, þau sem kristnum
mönnum er þarfleysa í munni at hafa, en þó er þetta upphaf á
henni.14
Þó nokkur erindi eru tilfærð í kjölfarið og að lokum ein vísa úr svo köll-
uðu syrpuversi sem „mestr galdr er í fólginn“. í yngri sögunni eru einnig
tilfærðir hlutar Buslubænar og syrpuvers en fyrri titillinn ekki nefndur
heldur segist Busla ætla að syngja konungi „Syrpuvers hið gamla“ (100).
Aftan við yngri söguna prentar Jiriczek síðan tvö „apókrýf“ syrpuvers sem
hann segist annars vegar hafa fengið í handriti í eigu Jóns Þorkelssonar og
sé skrifað um 1870 og hins vegar í AM 247 8vo sem varðveitir samanbland
af þulum, galdrastöfum, lækningum og villuletur. 15 Bæði apókrýfu versin
sem og kvæðið í yngri sögunni eiga lítið sem ekkert sameiginlegt við bæn-
ina eins og hún birtist í eldri sögunni.
Athyglisverð uppskrift bænarinnar í Lbs 423 fol. styður einnig að versin
hafi átt sér sjálfstætt líf. Handritið er stórt sagnahandrit frá átjándu öld og
varðveitir eldri söguna en þegar kemur að Buslubæn er skipt um texta og
14 Bósa saga, útg. Bjarni Vilhjálmsson og Guðni Jónsson, 472.
15 Ég hef ekki fundið þetta handrit Jóns í handritaskrám en mörg handrit sem voru í hans eigu
eru á Landsbókasafni og hafa hvorki verið mynduð né allt efni þeirra skráð nákvæmlega.