Gripla - 2020, Page 59
GRIPLA58
eingöngu í fjölmörgum orðalagsbreytingum en ekki efnislegum breyt-
ingum, er hægt að halda því fram að um ólíkar gerðir sé að ræða?21
í umræðu um varðveitt handrit Brennu-njáls sögu komast Svanhildur
óskarsdóttir og Emily Lethbridge að skynsamlegri niðurstöðu um breyti-
leika handritanna sem þær flokka í greinar handrita sama verks en ekki
ólíkar gerðir og útskýra þannig:
[T]he Njáls saga texts tend to diverge from each other at the micro-
rather than macro-level which is to say that for the most part
the texts run in parallel with differences at the word or sentence
level, rather than that of the paragraph or bigger, structural, textual
division. Although they are on a more self-contained scale, these
variants can still exert influence on a reader’s impression of the
action and characters presented in any part of the narrative as a
whole.22
Þessi orð mætti vel nýta sem skilgreiningu á breytileika milli handrita
sama verks. Þar sem breytileikinn er bundinn við einstök orð og einstakar
setningar er ekki um aðra sögugerð að ræða en þegar breytileikinn nær yfir
efnislegar breytingar, eins og viðbætur eða styttingar, breytingu á byggingu,
og svo framvegis, þurfi að gera ráð fyrir ólíkum gerðum.
Af þeim textum sem nefndir eru hér að framan sem dæmi um fulltrúa
þekktra sagna sem varðveittar eru í ólíkum gerðum er þó ljóst að breyti-
leikinn virðist liggja í þróun á ritunarstigi fremur en munnlegu. Um þetta
er vissulega erfitt að fullyrða nokkuð án nákvæmra samanburðarrannsókna
en þó er ljóst að í öllum tilvikum má finna dæmi þess að texti tveggja gerða
fylgist að hér og hvar, og það jafnvel nokkuð nákvæmlega. Breytileikinn
nær ekki til hvers einasta orðs þegar til dæmis eru bornar saman ólíkar
gerðir jómsvíkinga sögu, Bandamanna sögu eða Örvar-Odds sögu.23 Vissulega
21 Ég þakka Guðvarði Má Gunnlaugssyni fyrir góðar ábendingar í samræðum okkar um
skilgreiningar á ólíkum gerðum sagna.
22 Svanhildur óskarsdóttir og Emily Lethbridge, „Whose Njála? Njáls saga Editions and
Textual Variance in the Older Manuscripts,“ new studies in the Manuscript tradition of njáls
saga, ritstj. Emily Lethbridge og Svanhildur óskarsdóttir (Kalamazoo: Medieval Institute
Publications, 2018), 10.
23 Þennan samanburð er auðvelt að gera í eftirfarandi útgáfum þar sem tvær gerðir hverrar
sögu hafa verið prentaðar saman: jómsvíkinga saga, útg. Þorleifur Hauksson og Marteinn H.
Sigurðsson, íslenzk fornrit 33 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2018), Bandamanna