Gripla - 2020, Side 60
59
kunna munnleg áhrif að leika eitthvert hlutverk í breytileikanum en í ljósi
ýmissa sameiginlegra smáatriða milli gerða verður að gera ráð fyrir rit-
tengslum á einhverju stigi.
Hér gegnir allt öðru máli um Bósa sögu því að bein rittengsl milli eldri
sögunnar og þeirrar yngri eru hvergi sjáanleg. í formála að útgáfu sinni
telur Jiriczek að yngri sagan eigi mögulega rætur í aldagamalli hefð en að
hún hafi síðan verið endursamin í munnlegri geymd.24 Ljóst er að inn í
myndina af þróuninni milli eldri og yngri sögu vantar marga búta. Þetta
kemur berlega í ljós þegar litið er í Bósa rímur. Líkt og oft gildir um rímur
eru þær ortar upp úr sögugerð, í þessu tilviki eldri sögunni af Bósa. í rím-
unum eru þó viðbætur miðað við eldri söguna og þessar viðbætur birtast
einnig í yngri sögunni en þar virðist þó ekki heldur um rittengsl að ræða.
Bósa rímur eru taldar ortar um 1500. Jiriczek taldi þær ortar eftir glöt-
uðu handriti eldri sögunnar sem hafi staðið AM 510 4to næst og undir þetta
tók ólafur Halldórsson sem gaf rímurnar út í undirstöðuútgáfu 1974.25 Á
sautjándu öld orti Guðmundur Bergþórsson (d. 1705) einnig Bósa rímur sem
fylgja eldri sögunni nokkuð nákvæmlega. Ekki er að sjá að Guðmundur
hafi nýtt eldri rímur né þekkt yngri söguna því að þar eru engin merki um
viðbæturnar sem birtast í eldri rímunum og yngri sögunni.26
Allar líkur eru á að Bósa rímur byggi á ritaðri Bósa sögu eldri, efnið fylgir
henni að mestu leyti og auk þess vitna um það fjölmörg orðalagslíkindi.27
Má sem dæmi taka þegar Bósi og Herrauður hreppa óveður á heimsigl-
ingu skömmu áður en Bósi drepur Sjóð. í sögunni segir þá: „Þeir fengu
veðr svá mikil, at skip þeira skildust, ok týndust þau öll, sem Herrauðr
hafði heiman haft, en hann komst með tvö skip í Elfarsker, en Bósa rak til
Vindlands einskipa.“28
„HUGBLAUÐ HORMEGÐARBIKKJA“
saga, útg. Guðni Jónsson, íslenzk fornrit 7 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1936),
Ǫrvar-Odds Saga, útg. Richard C. Boer, Altnordische Saga-Bibliothek 2 (Halle a.S.:
Niemeyer, 1892).
24 Otto Luitpold Jiriczek, „Einleitung,“ Die Bosa saga in Zwei Fassungen, útg. Otto Luitpold
Jiriczek (Strassburg: Verlag von Karl J. Trübner 1893), lxxiv–lxxv.
25 ólafur Halldórsson, „Inngangur,“ Bósa rímur, útg. ólafur Halldórsson (Reykjavík: Stofnun
Árna Magnússonar á íslandi, 1974) 21; Jiriczek, Einleitung, xxviii-xxxi.
26 Bósa rímur Guðmundar eru ekki til á prenti, hér styðst ég við uppskrift þeirra í Lbs 2527
8vo.
27 Sjá nánar: ólafur Halldórsson, „Inngangur,“ 20–23.
28 Bósa saga, útg. Bjarni Vilhjálmsson og Guðni Jónsson, 469.