Gripla - 2020, Qupperneq 108
107
Benedikt Gröndal (1826–1907) minnist Magnúsar í ævisögu sinni
og segir að þeir hafi strax orðið vinir þar sem þeir voru „báðir gefnir
fyrir skáldskap og unnu íslenskri fornöld meir en piltar almennt gerðu.“
Benedikt segir að mynd af Magnúsi sem birtist í sunnanfara sé ekkert lík
honum, en segir að Magnús hafi verið „fremur lítill maður, fríður sýnum
og vel vaxinn, nema hvað annar fóturinn var of stuttur svo hann gekk
haltur og kallaði sig „bægifót“.“ 11
Flestum heimildum ber saman um að Magnús Grímsson hafi verið
gáfu maður og efni í raunvísindamann,12 en víða kemur fram að hugur hans
hafi ekki staðið til þess að verða prestur.13 Hann virðist hafa haft áhuga
á tækni og jafnvel verkfræði og reyndi sig við smíði á ýmsum vélum,
svo sem sláttuvél og róðrarvél, auk þess sem hann reyndi að finna upp
einhvers konar vindvél fyrir skip. Þó að ekkert yrði úr því að uppfinningar
Magnúsar kæmust í notkun sýna þær fjölhæfni hans og eru merkilegar
fyrir að vera fyrstu tilraunir á þessu sviði hér á landi.14 Áhugi hans virð-
ist þó helst hafa beinst að náttúrufræðum, sérstaklega jarðfræði og hefur
því verið haldið fram að hann hafi verið „fróðastur manna í jarðfræði á
íslandi á sínum tíma.“15 Þá þekkingu ávann Magnús sér að mestu á síðustu
skólaárum sínum þegar hann vann fyrir sér á sumrum sem fylgdarmaður
erlendra vísindamanna sem hingað komu til að rannsaka jarðfræði lands-
ins.16 Sumarið 1846 ferðaðist Magnús víða um land með hópi þýskra og
danskra náttúrufræðinga. Einn þessara manna útvegaði Magnúsi síðan
ferðastyrk frá konungi til að skoða fjöll og safna grjóti og í þá ferð fór
hann síðsumars 1848 um Vesturland, allt norður í Bitru.17 Eftir þessar
11 Benedikt Gröndal, Dægradvöl, útg. Ingvar Stefánsson (Reykjavík: Forlagið, 2014), 147–
148.
12 Undantekningin er Benedikt Gröndal sem talar um náttúrufræðikunnáttu Magnúsar af
nokkrum menntahroka (Dægradvöl, 148).
13 Sjá t.d. Hallgrímur Hallgrímsson, „Magnús Grímsson,“ 117.
14 Hallgrímur Hallgrímsson, „Magnús Grímsson,“ 123–124.
15 Sveinn P. Jakobsson, „Steinasafn Magnúsar Grímssonar,“ Land og stund. Afmæliskveðja til
Páls jónssonar á 75 ára afmæli hans 20. júní 1984 (Reykjavík: Lögberg, 1984), 207–229, hér
229.
16 Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðisaga Íslands. Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun
og rannsóknir, fyrr og síðar (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1904), 48.
17 Ferðalýsingar úr báðum þessum ferðum er að finna í Magnús Grímsson, „úr ferðabókum
Magnúsar Grímssonar,“ útg. Einar E. Sæmundsen, Hrakningar og heiðavegir II, ritstj. Pálmi
Hannesson og Jón Eyþórsson (Akureyri: Norðri, 1950), 114–175 og Magnús Grímsson,
Ferðabók Magnúsar Grímssonar fyrir sumarið 1848. Lýsing Kjósarsýslu og Reykholtsdals:
ÞJóÐ SÖ GUR MAGNúSAR GRí MSSONAR