Gripla - 2020, Page 109
GRIPLA108
ferðir ritaði hann töluvert um náttúru og staðhætti á íslandi en fæst af því
var birt fyrr en áratugum seinna.18 Þetta sama sumar, 1848, fékk Magnús
einnig styrk frá Hinu konunglega norræna fornfræðafélagi og samdi þá
„Athugasemdir við Egils sögu Skallagrímssonar.“19 Sumarið þar á undan,
1847, var Magnús aftur á móti fylgdarmaður danska læknisins Peter Anton
Schleisners (1818–1900) sem með konunglegri tilskipun var sendur til að
kynna sér heilbrigðisástand hér á landi. Ekki er vitað til að Magnús hafi
ritað nokkra ferðadagbók eða lýsingu á þeirri ferð, en fjöldi ljóða og vísna
sem hann orti það sumar hefur varðveist og af fyrirsögnum og dagsetn-
ingum þess skáldskapar má ráða í hvert leiðin lá.20 í þessari ferð safnaði
Magnús einnig þjóðsögum, eins og getið verður seinna, en af þeim má
einnig fá hugmynd um ferðina. Ljóst er að hugur Magnúsar stóð til þess
að stunda frekara nám í náttúruvísindum en fjárráð hans leyfðu það ekki.21
Hann reyndi árangurslaust að sækja um styrki til frekari rannsóknarferða
um landið eins og sést á bréfum hans til Jóns Sigurðssonar frá árunum á
milli skólaútskriftar og prestsvígslu. í þeim kemur fram töluverð örvænt-
ing Magnúsar vegna peningaleysis, atvinnuleysis og ónógrar menntunar
á þeim sviðum sem hugur hans stóð til.22 Hallgrímur Hallgrímsson telur
að vegna fátæktar hafi Magnús tekið að sér að ritstýra tímaritinu ný
tíðindi sem var málgagn landsstjórnarinnar, en í samningi lofar hann að
birta aðeins stjórnmálagreinar sem stiftsyfirvöld vilja láta birta eða hafi
samþykkt.23 Blaðamennska átti ekki við Magnús og hann gerði sér fulla
grein fyrir því eins og sést á yfirlýsingu hans í lokatölublaði nýrra tíðinda,
þann 16. desember 1852:
Vegna þess að jeg hef enn ekki getað samið svo við forstöðumenn
prentsmiðju landsins nje við hin háu stiptsyfirvöld íslands, og eink-
Ferðadagbók, útg. Sveinn Jakobsson og Ögmundur Helgason (Reykjavík: Ferðafélag
íslands, 1988). Steinasafn Magnúsar er nú varðveitt á Náttúruminjasafni íslands.
18 Yfirlit yfir „ritsmíðar Magnúsar Grímssonar á sviði náttúrufræða og skyldra greina“ er
að finna í Sveinn Jakobsson og Ögmundur Helgason, „Inngangur,“ í Magnús Grímsson,
Ferðabók Magnúsar Grímssonar fyrir sumarið 1848, xvii–liii, hér xxxiii–xxxv.
19 Hallgrímur Hallgrímsson, „Magnús Grímsson,“ 124.
20 Sjá Magnús Grímsson, „úr ferðabókum,“ 170.
21 Sveinn Jakobsson og Ögmundur Helgason, „Inngangur,“ xxvii.
22 Þjsk E 10/9, bréf frá Magnúsi Grímssyni til Jóns Sigurðssonar, skrifuð í Reykjavík 1849–
1854.
23 Hallgrímur Hallgrímsson, „Magnús Grímsson,“ 124–125.