Gripla - 2020, Page 111
GRIPLA110
Þjóðsagnasöfnun
Eins og áður sagði ákváðu þeir Magnús og Jón Árnason árið 1845 að safna
öllum þjóðlegum fróðleik sem þeir gætu náð í. Þetta sama ár lagði George
Stephens (1813–1895), breskur fræðimaður sem þá var búsettur í Svíþjóð,
einnig fram tillögu um að hafist yrði handa við að safna alþýðusögum
og kvæðum á íslandi. Tillagan var samþykkt á fundi Hins konunglega
norræna fornfræðafélags 17. júlí 1845. Félagið starfaði í Kaupmannahöfn
í nánum tengslum við Fornleifanefndina (Den Kongelige Commission
for Oldsagers Opbevaring) og lagði aðaláherslu á rannsóknir fornleifa og
útgáfu íslenskra fornrita. Innan þess voru íslenskir lærdómsmenn búsettir
bæði í Kaupmannahöfn og á íslandi.31 Tillögu Stephens var vel tekið, strax
var hafist handa við undirbúning og árið eftir gaf Fornleifanefndin út
„Boðsbréf til íslendinga um fornritaskýrslur og fornsögur“ sem prentað
var í Antiquarisk tidsskrift.32 Boðsbréfið var einnig sent til „allra presta og
sýslumanna, og ymsra annara fróðleiksvina“33 og gaf nokkurn afrakstur
því ýmsar uppskriftir fornsagna, kvæða og þjóðsagna bárust félaginu á
næstu árum, eins og hægt er að lesa um í skýrslum um handrit félagsins í
Antiquarisk tidsskrift. Einn þeirra sem svaraði kallinu var einmitt Magnús
Grímsson. Nokkur umræða hefur orðið um það meðal fræðimanna á
ýmsum tímum hvort tillaga Stephens hafi orðið til þess að þeir Magnús
og Jón ákváðu að hefja sína söfnun.34 Sjálfur segir Jón að þeir hafi tekið
ákvörðun sína ári áður en boðsbréfið var gefið út og Konrad Maurer rifjar
það upp í bréfi til Jóns Árnasonar að Magnús hafi sagt honum að kynni
þeirra af ævintýrasafni Grimmsbræðra (Kinder- und Hausmärchen) hafi
verið kveikjan að verkinu.35 Benedikt Gröndal skrifar Magnúsi 10. ágúst
31 Ögmundur Helgason, „Upphaf að söfnun íslenzkra þjóðfræða fyrir áhrif frá Grimms-
bræðrum,“ Árbók Landsbókasafns Íslands 15 (1989): 112–124, hér 117.
32 George Stephens, „Forslag til Islændernes uudgiven folkesagn og sanges optegnelse og
bevaring,“ Antiquarisk tidsskrift (1843–1845): 191–192.
33 „Den oldnordisk-islandske afdeling,“ Antiquarisk tidsskrift (1846–1848): 39–44, hér 39.
34 Sjá t.d. Hallfreður Örn Eiríksson, „Þjóðsagnasöfnun og þjóðfrelsishreyfing,“ Gripla 4
(1980): 186–197, hér 189; Ögmundur Helgason, „Upphaf að söfnun,“ 119–120; Terry
Gunnell, „Clerics as Collectors of Folklore in Nineteenth-Century Iceland,“ Arv 68 (2012):
45–66, hér 50; Terry Gunnell, „From Daisies to Oak Trees. The Politics of Early Folktale
Collection,“ Folklore 121 (2010): 12–37, hér 22.
35 NKS 3009 4to, bréf frá Konrad Maurer til Jóns Árnasonar, skrifað 29. desember 1859 í
München.