Gripla - 2020, Page 113
GRIPLA112
er síðasta sagan í bókinni.41 Allar aðrar sögur í bókinni finnast í handritum
með hendi Magnúsar Grímssonar og allar, nema tvær sagnir um Sæmund
fróða, er að finna í handritinu Lbs 415 8to.
Handritið er 223 blöð og er nær eingöngu sögur og þjóðtrúaratriði
skrifað af Magnúsi Grímssyni, undantekning eru bl. 120–122 sem virð-
ast vera innskot í handritið og eru merkt (með hendi Jóns Árnasonar)
„frá Brynj. Jonssyni“ með sögum af Eiríki í Vogsósum og bl. 212–213
með hendi Þórðar Árnasonar á Bjarnastöðum í Hvítársíðu með sögu af
Oddi biskupi. Á bl. 214–215 er listi yfir sögur Magnúsar með hendi Jóns
Árnasonar þar sem hann flokkar þær eftir efni og á 216–222r er þýðing á
listaævintýrinu „Álfarnir“ eftir Ludwig Tieck líklega með hendi Benedikts
Gröndal (bl. 223 er autt).42 Allt efnið í AM 968 4to, handritinu sem
Magnús sendi Fornfræðafélaginu, er einnig að finna í Lbs 415 8vo, svo það
er handritið sem frést hafði af til Kaupmannahafnar árið 1847. Stundum er
erfitt að afmarka atriði í stakar sögur og stundum eru í handritinu klasar
af þjóðtrúaratriðum en gróft reiknað má segja að í því séu um 180 atriði og
þarna sé um að ræða það þjóðfræðaefni sem Magnús safnaði allra fyrst. í
handritinu er yfirleitt ekki getið um hvaðan sögurnar koma eða hvenær þær
voru uppskrifaðar en þeim upplýsingum er í mörgum tilfellum bætt við í
afskriftum og hlýtur þá Magnús að hafa þurft að reiða sig á minnið.
Sú viðbót að nefna uppruna sagnanna hefur komið til sögunnar eftir
að ákveðið var að láta þess getið í útgáfunni 1862. Umræðu um þetta má
sjá í bréfum sem fara á milli Jóns Árnasonar og Konrad Maurers eftir að
útgáfan hefur verið ákveðin árið 1859. Sú aðferð Magnúsar að nefna upp-
runastaði sagnanna frekar en að nafngreina ákveðna einstaklinga kemur
heim og saman við skoðun Maurers hvort sem Jón Árnason hefur miðlað
þeirri skoðun til Magnúsar eða ekki.43 Margar sagna Magnúsar koma úr
41 Sjá Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Ný útg. 6 bindi, útg. Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (Reykjavík: Þjóðsaga, 1954–1961), II 572.
42 Sjá Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, VI 51.
43 NKS 3009 4to, bréf frá Konrad Maurer til Jóns Árnasonar skrifað 15. ágúst 1859 í
München og Lbs 2655 8vo, bréf frá Jóni Árnasyni til Konrad Maurers skrifað 17. septem-
ber 1859 í Reykjavík (pr. í Úr fórum jóns Árnasonar, útg. Finnur Sigmundsson (Reykjavík:
Hlaðbúð, 1950), I 141–144). Maurer taldi (og Jón tekur undir) að þegar mörgum tilbrigðum
væri steypt saman gæti verið erfitt að nafngreina heimildarmenn, en jafnframt að e.t.v.
vildi fólk ekki láta geta nafns síns við ýmsar þjóðtrúarsagnir, s.s. draugasögur. Eftir að
safnið kom út fundu ýmsir að meðferð sagnanna, m.a. Benedikt Gröndal sem þótti einnig
óþarfi að hafa „nafn hvers durgs [...] prentað við söguna, sem hana hefr sagt eða skrifað