Gripla - 2020, Side 114
113
Borgarfirði, oft „eftir vanalegri sögn í Borgarfirði“, en einnig nánar tiltekið
svo sem „eftir sögn Hvítsíðunga“ eða „eftir sögn Síðumúlamanna“ eða
jafnvel „eftir sögn gamallar konu í Borgarfirði.“ Þá finnast sögur hafðar
eftir Hrútfirðingum og „eftir sögn gamallar konu úr Rangárþingi.“ Nokkuð
margar sögur eru hafðar eftir skólapiltum sem Magnús hefur þá líklega
skrifað upp eftir skólabræðrum sínum í Bessastaðaskóla, en allar þær
sögur eru tímasettar til ársins 1845. Þetta eru „skólapiltar úr Múlasýslu“
eða „skólapiltar að austan“; einnig „skagfirzkir“ eða „norðlenskir“ og „að
vestan.“ Nafngreindir heimildarmenn Magnúsar eru séra Búi Jónsson,
sem kenndi honum undir skóla, Halldór Guðmundsson (1826–1904) frá
Ferjukoti í Borgarfirði, Þorfinnur Jónatansson (1823–1883) og Arnljótur
ólafsson (1823–1904), en þeir þrír voru allir teknir í Bessastaðaskóla
árið 1845. Nokkrar sögur tekur Magnús síðan eftir handritum annarra,
þrjár eftir handriti fyrrnefnds Arnljóts og aðrar þrjár eftir „blöðum frá
Guðmundi í Gegnishólum er Jón Sigurðsson alþm. léði mér“, skrifar
Magnús. Þessi blöð eru hluti þess efnis sem barst Fornfræðafélaginu og
líklegast er að Jón Sigurðsson hafi fengið þau afhent hér á íslandi og lánað
Magnúsi áður en hann fór með þau til Kaupmannahafnar. Guðmundur
Sigurðsson (1808–1874) sendi félaginu ýmislegt þjóðfræðaefni á árunum
1847 til 1851, þjóðsögurnar tilheyra nú handritinu AM 969 4to og voru
gefnar út fyrir nokkrum árum.44 Undir lok Lbs 415 8vo eru síðan nokkrar
sögur tímasettar til ársins 1847, greinilega sögur sem Magnús hefur safnað
á ferð sinni um landið með lækninum Schleisner. Þær sögur eru sagðar úr
Hornafirði, Álftafirði eystra, Lóni og Múlasýslum.
Eina sögu úr þeirri sömu ferð, sem höfð er eftir Öxndælingum, er
síðan að finna á blöðum í Lbs 417 8to en þar eru bl. 213–222 með hendi
Magnúsar með u.þ.b. 20 sögum. Þar eru einnig tvær sem hafðar eru „eftir
sögn skólapilta að austan“ og tímasettar til ársins 1847. Annars eru flestar
(nema það sé einhverr eldri og dáinn merkismaðr)“ (NKS 3010 4to, bréf frá Benedikt
Gröndal til Jóns Árnasonar skrifað 22. júlí 1865 í Kaupmannahöfn (pr. í Úr fórum jóns
Árnasonar, II 82–86 og í Benedikt Gröndal, Ritsafn V, 134–137)), en eins og sjá má liggja
allt aðrar ástæður að baki skoðana Benedikts og Maurers. Sjá einnig ólína Þorvarðardóttir,
„Þjóðsögur Jóns Árnasonar? Tilraun til heimildarýni.“ Þjóðlíf og þjóðtrú. Ritgerðir helgaðar
jóni Hnefli Aðalsteinssyni, ritstj. Jón Jónsson et al. (Reykjavík: Þjóðsaga, 1998), 245–269,
hér 262–263.
44 Ögmundur Helgason, „Guðmundur Sigurðsson og þjóðfræðaskrif hans,“ Þjóðsögur
Guðmundar sigurðssonar frá Gegnishólum, útg. Kristján Eiríksson og Sjöfn Kristjánsdóttir,
Ritröð Sögufélags Árnesinga II (Selfossi: Sögufélag Árnesinga, 2013), 15–42, hér 28–33.
ÞJóÐ SÖ GUR MAGNúSAR GRí MSSONAR