Gripla - 2020, Side 115
GRIPLA114
sögur með hendi Magnúsar í 417 uppskriftir hans úr AM 970 IV 4to,
einu handriti enn sem sent var til Fornfræðafélagsins og inniheldur mest
örnefnasögur skrifaðar af Jóni Þórðarsyni (1826–1885). Jón Þórðarson var
bróðursonur Jóns Árnasonar og skólabróðir Magnúsar Grímssonar.
Allt frá því að ólafur Davíðsson (1864–1903) setti fram þá skoðun sína
að Magnús Grímsson og Jón Árnason hefðu haft mismunandi skoðanir á
hvernig ætti að skrá þjóðsögur hafa ýmsir fræðimenn fjallað um málið og
venjulega borið blak af Magnúsi.45 ólafur hélt því fram að „Jón vildi segja
sögurnar sem líkast því sem þær væru sagðar manna á millum, ... Magnús
vildi aptur skreyta þær með náttúrulýsingum og íburðarmiklu orðaskrauti
...“.46 Dæmin sem ólafur notar máli sínu til stuðnings eru tvær sögur sem
hann telur komnar frá Magnúsi, „Hornafjarðarfljót“ og „Selið.“ Báðar sög-
urnar eru upphaflega skrifaðar í „Bræðrablaðið,“ skólablað Bessastaða- og
síðar Reykjavíkurskóla og má segja að þær séu „eins konar listrænar stílæf-
ingar í meðferð þjóðsagnalegs efnis á þessum árum, er sýna ljóslega, að
hin stranga aðgreining listævintýra og alþýðufrásagna er enn ekki komin á
hreint í hugum hinna ungu skólapilta.“47 „Hornafjarðarfljót“ er sannarlega
runnin úr penna Magnúsar og þó að hann hafi skrifað hana sem nokkurs
konar listævintýri í skólablaðið hefur hann ekki gert það þegar hann skrif-
aði hana í handrit sitt sem hluta af þjóðsagnasafni, hvort svo sem hann
hefur skrifað á undan.48 Aðrar sögur sem Magnús safnaði bera ekki vott
um annað en að hann hafi haft í heiðri það sem hann og Jón hafa einsett sér
„að aflaga ekkert í meðferðinni, heldur segja það með sömu orðunum, og
tíðast er manna á meðal.“49 Strax eftir þessa yfirlýsingu afsaka þeir einmitt
að fyrsta sagan, „Selið“ sé prentuð með öðru sniði en hún sé sögð en þeir
hafi ekki viljað breyta henni frá því sem þeir hafi fengið hana. ólafur
Davíðsson hefur ekki vitað að höfundur þessarar sögu var ekki Magnús
45 Einar ól. Sveinsson, Um íslenzkar þjóðsögur (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1940), 117; Sigurður Nordal, síra Magnús Grímsson og Þjóðsögurnar, 16 o.áfr.; Ögmundur
Helgason, „Upphaf að söfnun,“ 121–122.
46 ólafur Davíðsson, „Magnús Grímsson,“ sunnanfari 5/8 (1896): 57–59, hér 57.
47 Ögmundur Helgason, „Upphaf að söfnun,“ 121.
48 Sagan birtist í Bræðrablaðinu 5. desember 1847 (Lbs 3317 4to, bls. 120–121) og er sú gerð
sögunnar prentuð af ólafi Davíðssyni í sunnanfara 1896 (þó með orðamun), sjá Gunnar
Sveinsson, „íslenzkur skólaskáldskapur 1846–1882,“ 129. í Lbs 415 8vo er sagan höfð eftir
Hornfirðingum 1847.
49 Magnús Grímsson og Jón Árnason, „Formáli,“ iv; sjá þó ólína Þorvarðardóttir, „Þjóðsögur
Jóns Árnasonar?,“ 245–269.