Gripla - 2020, Page 118
117
að þjóðsagnasöfnun þeirra Magnúsar og Jóns hófst fyrir áhrif frá þjóðern-
isrómantík og Terry Gunnell hefur bent á að í upphafi hafi hugmyndin
verið sú að munnmælasögurnar ættu rætur langt aftur í aldir, en síðar hafi
menn áttað sig á því að einnig væri hægt að benda á sögurnar sem dæmi um
sköpunarkraft hinnar „nýju“ þjóðar.59
útgáfa þjóðsagnasafnsins
Þegar Jón Árnason fékk bréf frá Konrad Maurer sem færði honum þær
fréttir að hann hefði gert samning um útgáfu þjóðsagnasafnsins varð Jóni
það fyrst fyrir að senda bréfið áfram til Magnúsar Grímssonar, enda segir
Maurer í bréfinu að hann telji sjálfsagt að Magnúsar sé getið sem með-
útgefanda:
Ich habe im Bisherigen der Vereinfachung wegen immer nur von
Ihnen und zu Ihnen gesprochen, es versteht sich übrigens von
selbst, dass dem Verleger Séra Magnús als Mitherausgeber genannt
ist, und dass er als solcher auf dem Titel mit erscheinen wird. Wie
Sie sich, unter sich, in Bezug auf Honorar etc. auseinandersetzen
werden, geht weder mich noch den Verleger an.60
Jón svarar bréfinu 20. júní sama ár og segir að hann hafi sent Magnúsi
bréfið og jafnframt að það sé sjálfsagt „að hann á að standa á titilblaðinu
á safni þessu, ef og þegar að því kemur, að það verði prentað.“ Hann lýsir
einnig yfir ánægju þeirra beggja með samninginn við forleggjarann, en
kemur síðan að því að þeir verði ekki tilbúnir með fullbúið handrit fyrr
en vorið eftir. Um Magnús segir hann: „Mér þykir gott, ef Síra Magnús
hreinskrifar sitt safn, sem þér sáuð hjá mér í haust; en það hossar ekki hátt
upp í 30 arkir.“61 Hið sama er uppi á teningnum seinna á árinu þegar Jón
þarf að afsaka að hann hafi ekki sent neitt ennþá:
59 Terry Gunnell, „From Daisies to Oak Trees,“ 26; sjá einnig ólína Þorvarðardóttir, „Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar?“ 261–262.
60 NKS 3009 4to, bréf frá Konrad Maurer til Jóns Árnasonar, skrifað 25. mars 1859 í
München.
61 Lbs 2655 8vo, bréf frá Jóni Árnasyni til Konrad Maurers skrifað 20. júní 1859 í Reykjavík.
Bréfið er pr. í Úr fórum jóns Árnasonar, I 125–129.
ÞJóÐ SÖ GUR MAGNúSAR GRí MSSONAR