Gripla - 2020, Blaðsíða 120
119
Af því eg þykist nú fá vissa ferð sendi eg þér okkar dýrmæta bréf
frá dr. Maurer. Þú getur nærri hvað vænt mér þykir um það, og eg
fel þér að öllu leyti að svara því; það stendur þér næst. Eg tala kann
ske við þig fyr en við vitum báðir. Þú notar mig ef þú þarft og getur
til að hreinskrifa eitthvað af sögum, því sögurnar ættu víst að vera
fyrstar, eins og Maurer segir. … Ef þú létir mig hreinskrifa nokkuð,
þá þarftu að senda mér með hreinskrifaða sögu frá þér, svo handritið
yrði allt í sem líkustu lagi. – Pappír á eg ekki til nema af þeirri gerð,
sem þetta bréf er. – En því ætla eg 3 bindi okkur hentari en 2 að við
gætum þá líklega fyllt 1. b. með sögur, og bætt svo við því, sem þarf í
3. bindið. – Fyrir formála og titilblaði verður þú að hugsa, að nokkru
leyti strax við 1. bindi. Þar ætti að standa í Æfisaga Æfintýra þessara
og kvæða á meðan við höfum haft þær á brjósti, að ógleymdum styrk
dr. Maurers og hans manna. Eg óska af alhuga að verkið blessist
okkur báðum og öllum, sem að því styðja.65
Magnús gerir sem sagt ekki ráð fyrir því að þáttur hans í söfnuninni verði
það mikill að þeir félagar munu skrifa formála fyrir útgáfunni saman. í for-
mála sínum66 talar Jón fallega um Magnús og segir:
Svo var sumsé til ætlazt að við séra Magnús værum báðir útgefendur
safns þessa. En þegar hann var búinn að skrifa upp rúmlega það sem
hann hafði safnað sjálfur kvaddist hann héðan 18. janúar 1860, og
má nærri geta hvað það hefur bæði tafið og bagað safnið að missa
þess manns sem svo margt var vel gefið, auk þess sem ég missti þar
ástfólginn skólabróður og tryggan vin.67
Eins og áður sagði birtist efni frá Magnúsi um 150 sinnum í frum-
útgáfu þjóðsagnasafnsins en það getur ekki talist stór hluti af safninu sem
inniheldur yfir 1200 atriði. Hann tók heldur hvorki mikinn þátt í þeirri
þjóðsagnasöfnun sem Jón Árnason setti af stað með „Hugvekju“ sinni né
65 NKS 3010 4to, bréf frá Magnúsi Grímssyni til Jóns Árnasonar, skrifað 30. maí 1859 á
Mosfelli. Bréfið er pr. í Úr fórum jóns Árnasonar, I 119–120.
66 Reyndar fór það svo að formáli Jóns birtist fyrst á prenti 1939 vegna þess að Guðbrandur
Vigfússon og Konrad Maurer voru ekki ánægðir með hvernig hann hljóðaði. Um þetta má
lesa í ýmsum heimildum, en nýjast er Rósa Þorsteinsdóttir, „Jón Árnason, ævi og störf,“
Andvari (2019): 87–101, helst 92–93.
67 Jón Árnason, „Formáli Jóns Árnasonar,“ xxi.
ÞJóÐ SÖ GUR MAGNúSAR GRí MSSONAR