Gripla - 2020, Síða 295
GRIPLA294
á latínu og flestir í óbundnu máli, gjarnan biblíuvers, en einnig yngri kvæði,
sum í bundnu máli og eftir nafngreinda höfunda.3
Fræðimenn hafa fremur lítt fjallað um áhrif kaþólskunnar í lútherskum
sið á íslandi. Þó hefur Hjalti Hugason nýlega lýst þeirri túlkun sinni
að siðbreytingin hafi falist í seigfljótandi þróun sem spannaði áratugi,
jafnvel aldir, og megi skipta í tvö stig. Hið fyrra hafi staðið fram undir
aldamótin 1600, en hið síðara í einhverjar aldir eftir það og hafi sú hæga
þróun helst stafað af „einsleitni og kyrrstöðu íslenska samfélagsins miðað
við mörg önnur“.4 Hjalti nefnir að líklega hafi töluverður fjöldi presta úr
kaþólskum sið „þvælst fyrir helgisiðaskiptum í sóknum sínum og þar með
aukið teygjuna í siðaskiptaþróuninni“.5 íhaldssemi eða fortíðarþrá varðandi
tiltekna þætti hins gamla siðar var þó ekki bundin við presta 16. aldar. í
vísnabók Guðbrands frá 1612 birtust Maríuljóð eftir tvö lúthersk skáld úr
prestastétt, séra Einar Sigurðsson í Eydölum og séra ólaf Guðmundsson
í Sauðanesi.6 Finnur Jónsson segir um Brynjólf biskup Sveinsson (1605–
1675) í kirkjusögu sinni að þótt hann hafi metið Lúther mikils hafi honum
stundum þótt hann ganga full langt í vandlætingu sinni. Sagt hafi verið
að Brynjólfur hafi haft um hönd talnabönd, notað dýrlingamyndir og
lesið tíðir að rómverskum hætti. Finnur kvað þetta vera ósannindi, þótt
Brynjólfur hafi vissulega viljað gæta þess að góðum og gagnlegum siðum
frá fyrri tímum yrði ekki varpað fyrir róða.7 Einar Sigurbjörnsson komst að
þeirri niðurstöðu að í hinu mikla Maríukvæði sem Brynjólfur orti á latínu,
3 Hymnar (sungnir við tíðasöng) hafa nokkra sérstöðu hvað texta og tóna snertir. Þar er
sungið undir reglulegum bragarháttum, oftast ambrósíönskum hætti í stígandi tvíliðum.
Hymnar féllu vel að kirkjusöng lútherskra og náðu ekki síður útbreiðslu í hinum nýrri sið
en hinum eldri. Páll Eggert ólason gerði í riti sínu Upptök sálma og sálmalaga í lútherskum
sið á Íslandi (Reykjavík: Árbók Háskóla íslands, 1924) grein fyrir uppruna lútherskra
sálmalaga en gat einnig um latneska hymna þar sem það átti við. Hér verður því látið hjá líða
að taka þá til frekari skoðunar og einblínt á aðrar greinar sléttsöngs.
4 Hjalti Hugason, „Seigfljótandi siðaskipti,“ Ritið 18/1 (2018): 176 og 195.
5 Sama heimild, 189.
6 Einar Sigurbjörnsson, „Maríukveðskapur á mótum kaþólsku og lúthersku,“ til heiðurs
og hugbótar. Greinar um trúarkveðskap fyrri alda, ritstj. Svanhildur óskarsdóttir og Anna
Guðmundsdóttir (Reykholt: Snorrastofa, 2003), 120.
7 Einar Sigurbjörnsson, „Ad beatam virginem,“ Brynjólfur biskup. Kirkjuhöfðingi, fræðimaður
og skáld, ritstj. Jón Pálsson, Sigurður Pétursson og Torfi H. Tulinius (Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 2006), 64.