Gripla - 2020, Page 298
297
að skuli syngja „Paa Lands byer effter Predicken“, og þrjú tróperuð Kyrie
eða miskunnarbænir (þ.e. með viðbættum texta og tónum miðað við hina
hefðbundnu gerð).12 Þó má telja til nokkur fleiri dæmi þar sem skilin milli
gamla og nýja söngsins voru ekki ávallt skýr, til dæmis var jólasekvensinn
Grates nunc omnes prentaður á latínu með sléttsöngsnótum en einnig í
danskri þýðingu (nu lader oss alle tacke), með sama lagi en í hrynbundinni
gerð (bls. 46–47).
íslensk útgáfa grallarans 1594 var allfrábrugðin hinu danska Graduale
eins og bent hefur verið á.13 Sléttsöngur í íslenska prentinu er að mestu
sóttur í dönsku bókina en þó eru á því nokkur frávik. Þau helstu eru
eftirfarandi:
– Sanctus á íslensku á jólum (Heilagur, heilagur) er ekki sami söngur
og hafður er við latínutextann fáeinum blaðsíðum framar; í hinu
danska Graduale er engin móðurmálsþýðing á Sanctus. Einnig er
Kyrie á móðurmáli á jólum (Kyrie Guð faðir himna ríkja) ekki í hinu
danska Graduale, en það er sótt í sálmabók Thomissøns.
– Halelúja á sunnudegi í föstuinngang er á íslensku (Drottinn Guð gjör
ei við oss) en á latínu hjá Jesperssøn (Domine non secundum), en hann
býður að á móðurmáli sé sunginn einfaldari lútherskur sálmur. Þá
er tónarunan á orðinu „Halelúja“ önnur en fylgir sama lagi í danska
prentinu (Graduale 1573, bls. 138), og óvenjumörg frávik eru um
tónefni í meginhluta söngsins. í grallaranum 1607 er lagið bæði á
íslensku og latínu.
– Kyrie á páskum er mjög breytt hvað tónefni snertir.
– Gloria á páskum er mjög breytt hvað tónefni snertir og liggur
heilum tóni neðar en í hinu danska Graduale.
– Introitus á hvítasunnudag er við íslenskan texta (Kom þú góði heilagi
andi) en er sungið á latínu í hinu danska Graduale. Þar er móður-
málsþýðing höfð á annan í hvítasunnu.
12 Þau eru: Kyrie Gud Fader allsom höyeste tröst (sungið fyrsta og annan sunnudag í aðventu og
3. í hvítasunnu, einnig í íslenskum gröllurum en þar aðeins á 1. sunnudag í aðventu); Kyrie
Gud Fader aff Himmerig (annan jóladag, en á jólanótt í íslenska grallaranum); og Kyrie Gud
Fader forbarme dig (annan og þriðja páskadag, en á páskadag í íslensku gerðinni).
13 Smári ólason, „Grallari Þórðar Þorlákssonar 1691,“ Frumkvöðull vísinda og mennta. Þórður
Þorláksson biskup í skálholti, ritstj. Jón Pálsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998), 226–227.
Þegar hið danska Graduale gefur tvo valkosti, annan fyrir kaupstaði en hinn fyrir sveita-
kirkjur, fylgir íslenski grallarinn almennt síðarnefndu fyrirmælunum.
SLÉTTSÖ NGUR í LúTHERSKUM SIÐ Á í SLANDI