Gripla - 2020, Side 301
GRIPLA300
Þegar 2. prentun grallarans kom út þrettán árum síðar var latínusöngnum
gefið meira vægi, því þótt litúrgían héldist óbreytt voru allir sléttsöngvar
skrifaðir út með nótum og bættust þannig við 104 lög sem áður var aðeins
getið með upphafsorðum. Hinir „nýju“ sléttsöngvar í grallaranum 1607
einskorðast að mestu við tvo messuliði, Introitus og Haleluia, og nær
öll þessi lög og textar eru fengin úr bók Jesperssøns þar sem þau standa
einnig með nótum.18 Segja má að íslensk kirkjuyfirvöld hafi með 2. útgáfu
grallarans fært sig nær dönsku fyrirmyndinni en áður hafði verið. Jafnvel
nótnamyndin sjálf tók á sig fornlegri blæ. Bæði í hinu danska Graduale og
íslenska grallaranum frá 1594 eru öll lög rituð á nótnastrengi með fimm
línum, en í útgáfunni 1607 eru aðeins fjórar línur við sléttsöngslög, rétt
eins og í söngbókum hins gamla siðar.
Á nokkrum stöðum er ósamræmi milli lagavals í dönsku forskriftinni
og prentun grallarans 1607 (og fram til 1679). í sex tilvikum eru aðrir
söngvar settir við Introitus og Haleluia í íslenska prentinu eins og sjá má á
töflu 1 (bls. 301). Tveir þessara söngva eru í Graduale 1573 en ekki á sama
messudegi. í báðum bókum er Puer natus est nobis Introitus á jólum en í
dönsku litúrgíunni er hann ekki endurtekinn á annan eða þriðja jóladag
heldur koma nýir söngvar sem ekki eru í íslenska prentinu. Hér er því um
einfaldað fyrirkomulag að ræða. Jesperssøn tilgreinir Domine non secundum
á fyrsta sunnudag í föstu en lagið er notað viku fyrr í íslenska grallaranum
en hitt skólanum. í afhendingarskrá frá árinu 1657 er getið um „tvenn Gradualia latino-
danica, annað í vakt prestsins en annað skólans“. Árið 1674 voru taldir upp í bókaskrá þar
„kirkjugrallarar í latínu og dönsku“ og 24 árum síðar voru þar tveir „sönggrallarar danskir,
prentað í folio“ (AM 271 fol., bl. 137; Hörður Ágústsson, „Bækur,“ skálholt, skrúði og áhöld,
ritstj. Kristján Eldjárn og Hörður Ágústsson [Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1992], 98). í bókaskrá Hóladómkirkju frá árinu 1685 er talinn upp „Danskur Grallare i litlu
folio“ og í bókaskrá skólans er getið um „Graduale Danicum“ (Bréfabók Þórðar biskups
Þorlákssonar, IV. bindi, 1684–1689, Þí Bps A IV, 3, 158). Vera má að þetta sé eintakið sem
Páll Madsen Sjálandsbiskup sendi Guðbrandi Hólabiskupi („Graduale cum papyro“) og
Guðbrandur þakkar honum fyrir í bréfi árið 1574 (sjá Finnur Jónsson, Historia ecclesiastica
Islandiæ 3, 389). Eitt eintak grallarans danska er varðveitt á Landsbókasafni íslands –
Háskólabókasafni en óvíst er um uppruna þess, sjá Pétur Sigurðsson, „Niels Jespersen,
Gradual 1573,“ Árbók Landsbókasafns Íslands 22 (1965): 137.
18 Rannsaka þarf nánar frávik í nótum þar sem um sömu lög er að ræða í báðum heim-
ildum. Þótt grallarinn 1607 fari yfirleitt mjög nálægt forskriftinni eru frávik frá Graduale
Jesperssøns stundum töluverð. Þetta virðist helst eiga við um upphafshendingar söngvanna,
ekki síst Halelúja-vers. Sum lög eru jafnvel í annarri tóntegund en í danska prentinu, til
dæmis Memento nostri Domine, á fjórða sunnudag í jólaföstu.