Gripla - 2020, Page 308
307
fyrir 1590, en yngsta handritið er frá 1764.27 Fjórtán sléttsöngvar til viðbótar
standa í handritum við latneska texta og er stærstur hluti þeirra, níu
söngvar, í Rask 98 eða Melódíu.
Efninu má skipta í þrjá flokka:
– Sléttsöngur við latneska texta. Þetta efni er fengið víða að, úr hinu
danska Graduale en einnig úr öðrum handritum og prentuðum
bókum. Rask 98 er helsta heimildin í þessum flokki; handritið
geymir viðamikla söngva eins og Fulgens praeclara og Discubuit
jesus auk þriggja sléttsöngva í tvísöng, til dæmis páskasekvens-
inn victimae paschali laudes sem er í öllum gröllurum en tvíradda
gerð hans er aðeins í þessu eina handriti. Einnig má nefna tvíradda
Sanctus úr handriti frá 18. öld, lag sem er varðveitt við latneska
frumtextann í einu handriti (íB 323 8vo) en barst víðar um landið
við íslenskt kvæði ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði, Heyr þú
oss himnum á.
– Sléttsöngur við íslenskar þýðingar. Hér er efni meðal annars sótt í
hið danska Graduale og sálmabók Thomissøns, en einnig er að finna
efni sem virðist lítt tengjast söngbókum lútherskra og ætla má að
hafi varðveist allt frá því fyrir siðbreytingu, til dæmis stóð álengdar
staðlaus að gá (AM 102 8vo) og svo sannarlega sem ég lifi (Sloane MS
503), auk söngva sem voru prentaðir í íslenska grallaranum og síðan
skrifaðir upp í handritum, til dæmis Guðdómsins hæsta náð og Hátíð
þessa heimsins þjóð.
– Sléttsöngur sem ekki hefur tekist að finna fyrirmyndir að í þeirri
gerð sem birtist í handritum. Ekki er óhugsandi að þeir hafi verið
settir saman af íslendingum, hvað varðar tóna, texta eða hvort
tveggja. Dæmi um þetta eru ó jesú Christe (Thott 154 fol.) og text-
inn við O jesu dulcissime í þeirri mynd sem birtist í handriti frá 17.
öld (AM 102 8vo).
Allnokkur handrit rituð á 17. öld hafa að geyma sléttsöng, alls fjórtán lög.
Níu til viðbótar eru í handritum frá 18. öld. Engin skörun er milli þessara
handrita, hvert einasta lag og texti hefur aðeins varðveist í einni heimild.
Geymd sönghandrita frá 17. öld er raunar afleit og varasamt að draga álykt-
27 Um handritin Holm perg 8vo nr. 10, I b og S. 252 a sjá nánar Árni Heimir Ingólfsson, „Tvö
íslensk söngbókarbrot,“ 9–23.
SLÉTTSÖ NGUR í LúTHERSKUM SIÐ Á í SLANDI