Gripla - 2020, Side 309
GRIPLA308
anir af henni, en vera má að lögin hafi hlotið fremur takmarkaða dreifingu;
einnig er líklegt að allnokkuð af slíkum söng hafi glatast. Sjaldan er vitað
með vissu um skrifara eða uppruna þeirra handrita sem geyma sléttsöng.
Almennt virðast skrifarar þeirra hafa kunnað góð skil bæði á nótnaskrift og
latínu. Tvær heimildir sem geyma sléttsöngs-unica eru grallarahandrit frá
því um 1600; annað þeirra uppfærði einn skrifari á 17. öld (Sloane 503), en
við hitt var efni aukið smám saman og voru margir skrifarar þar að verki
(Thott 154 fol.). í tveimur öðrum handritum frá því um 1670–1680 eru all-
nokkrir sléttsöngvar ýmist á latínu eða skrifaðir upp í tvísöng, nema hvort
tveggja sé, og má vera að sé vísbending um það umhverfi sem slíkur söngur
þreifst í (Rask 98 og AM 102 8vo).
Handritið Rask 98, eða Melódía, virðist ritað um 1660–1670 og geymir
223 lög, flest við íslenska texta. Meðal efnis eru tíu lög sem telja má
til sléttsöngva, öll á latínu nema hið síðasta sem sótt er í grallaraprent.
Fáein lög til viðbótar eru latneskir trúarsöngvar en þau ber að flokka sem
cantio (þ.e. einradda trúarsöngva við latneska texta, sem stóðu utan hins
eiginlega helgihalds) og voru þeir hugsanlega sungnir hrynbundið þótt
nótnaskriftin í Rask 98 gefi slíkt ekki til kynna.28 Sléttsöngvarnir standa
aftarlega í handritinu, þeir eru stærstur hluti laga á bilinu 191–202 og virð-
ast hafa myndað nokkurn veginn heildstætt safn í huga skrifarans. Lög nr.
204–224 eru sótt í sálmabókina 1619 en að lokum koma tveir sléttsöngvar
til viðbótar, án númers, sem gefur til kynna að skrifarinn hafi bætt þeim við
síðar eða til uppfyllingar. Af fjölbreytilegu efni handritsins má ráða að það
hafi verið skrifað í Skálholti eða tengist þeim stað með einhverju móti.
Næstsíðasta lag í Rask 98, Discubuit jesus (nr. 225), hefur hvergi varð-
veist í íslenskri heimild nema hér. Lagið er talið ættað úr rómversk-
kaþólskum tíðasöng; textinn er meðal annars byggður á innsetningarorðum
altarisgöngunnar (Lúk 22:19–20 og víðar) en í helgihaldi Lúthers var
því fundinn staður sem altarisgöngulag og samkvæmt elstu heimildum
var það ætlað til söngs af skólapiltum við messugjörð. Það var prentað í
Psalmodia Lossiusar 1553 og var einnig algengt í lúthersku helgihaldi á
Norðurlöndum. Heimildin hér er án efa hið danska Graduale, þar sem
lagið á sinn stað sem Tractus á skírdag, þ.e.a.s. sem staðgönguliður fyrir
28 Sjá John Caldwell, „Cantio,“ the new Grove Dictionary of Music and Musicians, ritstj.
Stanley Sadie og John Tyrell, 2. útgáfa (London: Macmillan, 2001), 5:58–59.