Gripla - 2020, Side 312
311
um álfuna í kaþólskum sið og einnig á íslandi því að nótur og texti standa í
kveri með Maríusöngvum frá fyrri hluta 16. aldar (AM 461 12mo). Seinni
línum þessa kvæðis hefur þó verið breytt nokkuð og þeim snúið upp í lof-
söng til Krists í stað Maríu svo að útkoman hefur heildstæðan svip þótt
versin séu tekin úr tveimur áttum.32
Fleiri handrit frá 17. öld geyma sléttsöngva sem hvergi annars staðar
eru varðveittir í íslenskum heimildum. í grallarahandritinu Sloane 503 frá
um 1600, sem var uppfært seint á 17. öld, er að finna (með yngri hend-
inni) sléttsöng sem aðeins er varðveittur hér við íslenskan texta: svo sann-
arlega sem ég lifi, sem er þýðing á andstefi fyrir lönguföstu, vivo ego dicit
Dominus (Esekíel 33:11). Þessi söngur er raunar hvorki varðveittur í öðrum
íslenskum bókum né dönsku sálmabókinni eða grallaranum. Seinni hluta
yfirskriftarinnar vantar í handritið, þar stendur aðeins „Huggunar vers af“
og virðist nafn þýðanda vanta. Varla hefur andstef úr tíðasöng kaþólskra
heyrt til hinni eiginlegu lúthersku guðsþjónustu, en um hlutverk þessa
söngs í öðru samhengi verður ekki fullyrt.
Þessi sami skrifari, sem uppfærði messusöngsbók frá um 1600 allt
að öld síðar, jók einnig við handritið tveimur blöðum (fol. 81 og 98) með
íslenskum þýðingum hinna föstu messuliða í sléttsöng, en sömu messuliðir
voru ritaðir við latínutexta í eldri hluta handritsins: tróperað Kyrie, tveir
dýrðarsöngvar, tveir trúarjátningasöngvar, Sanctus og Agnus Dei, og voru
lögin flest sótt í fimmtu og sjöttu prentun grallarans.33 Þýðing annars dýrð-
arsöngsins (Dýrð, lof og heiður sé Guði í upphæðum, 81r) hefur ekki fundist
annars staðar, en lagið sjálft (þ.e. Gloria in excelsis Deo) var kunnugt allt frá
fyrstu prentun grallarans. Þetta sýnir að undir lok 17. aldar tíðkaðist enn að
syngja messuliði við sléttsöng í íslenskum þýðingum, einnig þá messuliði
sem samkvæmt boði Lúthers mátti fella burt fyrir nýrri sálma (Alleinasta
Guði í himnaríki í stað Gloria og vér trúum allir á einn Guð í stað Credo), og
jafnvel efni sem fór aðeins um í handritum en komst ekki á prent.
í öðrum tilvikum hefur leit að meintri fyrirmynd engan árangur borið.
í íslensku grallarahandriti frá því um 1600 (Thott 154 fol.) eru fjórar síðari
tíma viðbætur tengdar sléttsöng, líklega allar verk ólíkra skrifara. Tvö lög
32 Sjá nánar Svanhildur óskarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson, „Dýrlingar og daglegt brauð
í Langadal. Efni og samhengi í AM 461 12mo,“ Gripla 30 (2019): 134–135; Árni Heimir
Ingólfsson, tónlist liðinna alda, 125.
33 Sjá nánar Árni Heimir Ingólfsson, „Copying the Icelandic Graduale,“ 30–34.
SLÉTTSÖ NGUR í LúTHERSKUM SIÐ Á í SLANDI