Gripla - 2020, Side 316
315
sekvensar felldir brott úr helgihaldinu nema þrír: Grates nunc omnes (frá
jólum til kyndilmessu), victimae paschali laudes (frá páskum til hvítasunnu)
og veni sancte spiritus (á hvítasunnu).36 Þessir söngvar voru prentaðir í grall-
aranum og má gera ráð fyrir að þeir hafi hljómað í kirkjum hér á landi.
óvæntara er að fimm sekvensar sem ekki er getið um í kirkjuskipan inni
skuli standa með nótum í íslenskum heimildum eftir siðbreytingu, fjórir
í íslenskri þýðingu og tveir þeirra í prentuðum bókum. Þessir sekvensar
eru: Að óbrugðnum, óskertum (í tveimur handritsbrotum frá miðri 16.
öld); Hátíð þessa heimsins þjóð (í Hólabók 1619 og grallara frá og með
6. útgáfu 1691); Guðdómsins hæsta náð (í grallara frá og með 4. útgáfu
1649); Fulgens praeclara (í Rask 98); og stóð álengdar staðlaus að gá (í
AM 102 8vo).37 Sekvensar eru með lengstu söngvum kaþólskunnar en
eru þó fremur auðveldir til söngs; þeir eru oftast syllabískir og lítið um
langar samkveður.38 Bragarháttur er fremur hrynbundinn, stundum með
endarími en oftar hálfrími eða hljóðlíkingum. íslensku skáldin nota aftur á
móti heilrím og einnig ljóðstafi. Sem dæmi má taka upphafshendingar úr
þremur sekvensum sem sungnir voru á 17. öld, Hátíð þessa heimsins þjóð,
Guðdómsins hæsta náð og stóð álengdar staðlaus að gá:
36 Kirkjuskipanin leyfir tvo valfrjálsa sekvensa til viðbótar, Psallite regi á Jónsmessu og
Laus tibi Christe á Maríu Magdalenu dag. Hvorugur finnst í íslenskum heimildum eftir
siðaskipti. Sjá Arngrímur Jónsson, Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót (Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1992), 136, og Árni Heimir Ingólfsson, „Tvö íslensk söngbókarbrot frá 16.
öld í Stokkhólmi,“ 24.
37 Sekvensarnir Celeste organum, In sapientia, Fulgens praeclara og stans a longe eru í Orðubók
(sjá Ordo nidrosiensis Ecclesiae, 431–439), en Inviolata (sem í íslensku handritsbrotunum
er þýddur „Að óbrugðnum, óskertum“) er ekki þar. Fulgens praeclara var vinsæll páska-
söngur og er talinn með elstu sekvensum, sjá Denis Stevens, „Further Light on “Fulgens
praeclara”,“ journal of the American Musicological society 9 (1956): 3, og Heinrich Husmann,
„Notre-Dame und Saint-Victor. Repertoire-Studien zur Geschichte der gereimten Prosen,“
Acta Musicologica 36 2/3 (1964): 110. Jólasekvensinn Celeste organum er talinn frá 11. öld,
á uppruna sinn í Picardie en sú gerð hans sem sungin var í biskupsdæmi Niðaróss virðist
hafa borist frá Englandi; sjá Lori Kruckenberg, „Two sequentiae novae at Nidaros: Celeste
organum and stola iocunditatis,“ the sequences of nidaros. A nordic Repertory & Its European
Context, ritstj. Lori Kruckenberg og Andreas Haug (Þrándheimi: Tapir Academic Press,
2006), 297–342, og Kruckenberg, „The Relationship Between the Festal Office and the
New Sequence: Evidence from Medieval Picardy,“ journal of the Alamire Foundation 5
(2013): 201–233.
38 David Hiley, Western Plainchant. A Handbook (Oxford: Clarendon Press, 1993), 172–
195; Richard L. Crocker, „The Sequence,“ Gattungen der Musik in Einzeldarstellungen:
Gedenkschrift Leo schrade, ritstj. Wulf Arlt, Ernst Lichtenhahn og Hans Oesch (Tübingen/
Basel: A. Francke, 1973): 269–322.
SLÉTTSÖ NGUR í LúTHERSKUM SIÐ Á í SLANDI