Gripla - 2020, Page 319
GRIPLA318
í þessu sambandi ber einnig að nefna nokkra texta latneskra sekvensa
sem varðveittir eru í íslensku handriti en án nótna. í Kvæðabók úr Vigur
(AM 148 8vo, líklega rituð á árunum 1676–1677) standa textar fjögurra
sekvensa: Laudes crucis attollamus (á krossmessu), Lauda sion salvatorem
(á Dýradag/Corpus Christi), verbum bonum atque suave (á Maríuhátíð) og
Hodierna lux dei (á páskum). Sekvensar voru alla jafna sungnir og er líklegt
að svo hafi einnig verið ætlunin hér þótt nóturnar væru ekki festar á blað.45
Kvæðabókin frá Vigur var rituð undir handarjaðri Magnúsar Jónssonar
digra, sýslumanns í Vigur, bróður Guðbrands sem hafði hönd í bagga
með ritun AM 102 8vo. Þetta sýnir hvernig tiltekin valdamikil fjölskylda
menntafólks ræktaði sléttsöngshefðina og líklega þótti menningarlegt
auðmagn fólgið í slíkum söng eins og áður er getið.
Sléttsöngvar úr dönskum bókum í íslenskum
handritum frá 18. öld
Sléttsöngvar úr sálmabók Thomissøns og Graduale Jesperssøns voru
sungnir á íslandi langt fram á 18. öld, einnig lög úr þessum bókum sem
aldrei voru prentuð hér á landi heldur ferðuðust eingöngu í handritum. Þá
voru liðin um 200 ár frá því að dönsku ritin komu út og í Kaupmannahöfn
höfðu nýjar söngbækur leyst hinar eldri af hólmi.
Handritið íB 171 8vo er líklega skrifað um 1720. Það telur alls 247
blöð og hefur að geyma trúarlegt efni af ýmsum toga, til dæmis Andlega
keðju eftir Hans Jacobsen Hvalsøe (De Bedendes aandelige Kiæde, fyrst
prentuð í Kaupmannahöfn árið 1700), jesú Christi blóðskírn (1653) eftir
Erik Pontoppidan eldri, sem var þýdd á íslensku 1714 og er handritið því
ekki eldra en svo, og soteria Animæ eða „Andvarpanir sálarinnar á hverjum
degi“, vikubænir eftir séra Árna Halldórsson í Hruna (d. um 1689).46 Hér
er því efni sem ber blæ af lútherskri guðfræði og virðist fyrst og fremst
45 Kvæðabók úr vigur, útg. Jón Helgason (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1955), 1:
311r–315r; 2: 62–63. Tveir þessara sekvensa, Laudes crucis attollamus og Lauda sion salva-
torem, voru raunar sungnir við sama lag, þar sem Tómas af Akvínó orti síðari textann til að
falla að lagi hins fyrri (Hiley, Western Plainchant, 190).
46 Páll Eggert ólason segir að handritið sé skrifað 1714 (skrá um handrit Landsbókasafns 3, 41),
en ekkert bendir til þess að þetta sé frumrit af þýðingunni á Pontoppidan (220r: „Enn a vort
mal utsett 1714“) eða að handritið sé skrifað um leið og bókin kom út. Líklegra má telja að
það sé ritað á bilinu 1715–1730.