Gripla - 2020, Page 323
GRIPLA322
virginis) og hann er að finna í heild sinni í Psalmodia Lossiusar, en í
sálmabók Thomissøns var aðeins prentaður hluti hans, strófur 7–9, við texta
eftir Hans Tausen. í Lbs 1239 8vo er þessi texti íslenskaður og yfirskriftin
gefur upprunann til kynna: „Ein Sequentia Aue præclara. fra versenu Audi
nos.“51 Eins og getið var að framan er talið að latínusöngvar hafi almennt
ekki verið langlífir í dönsku siðbótarkirkjunni og því er enn óvæntara að
þessir söngvar úr sálmabók dönsku kirkjunnar 1569 skuli koma fram hjá
íslenskum handritaskrifara tæpum tveimur öldum síðar.
Tilvist söngvanna í íslenskri þýðingu, og í svo ungu handriti, vekur
spurningar. Hverjir sungu þá, og hvar? Varla hefur það verið í kirkju nema
gengið væri gegn fyrirmælum grallarans en kannski hefur efnið þótt hæfa
við guðræknisiðkanir í heimahúsum. Hver stundaði það að snara textum
þeirra á móðurmálið? Ekkert er um það vitað, né heldur hver skrifaði
handritið. Sá eða sú hlýtur að hafa verið vel að sér bæði í söng og lat-
ínu.52 Annað efni síðar í handritinu bendir til þess að það sé ekki hugsað
til notkunar við guðsþjónustur; þar er að finna vikusálma en einnig ó ég
manneskjan auma úr Kvæðabók ólafs Jónssonar á Söndum og lagið Rís
upp, Drottni dýrð í tvísöng.53 Þetta handrit er því enn ein vísbendingin um
að tvísöngur og sléttsöngur hafi að einhverju leyti verið skyld fyrirbæri,
iðkuð af sama þjóðfélagshópi lærðra manna. Um leið er tilvist þessara
söngva til vitnis um það að sumir landsmenn héldu enn á 18. öld í arf gamla
latínusöngsins.
í enn einu handriti frá 18. öld, íB 323 8vo, er vísbending um að tiltek-
inn sléttsöngur í tveimur röddum hafi lifað hér um langt skeið. Á nokkrum
blöðum kvers sem líklega var eitt sinn í eigu skólapilts standa tvíradda
söngvar af ýmsum toga, meðal annars Sanctus.54 Það lag hlaut að því er virð-
51 Sjá Analecta hymnica 50, 313–315.
52 Páll Eggert ólason segir að handritið „virðist munu vera af Snæfellsnesi“ (skrá um handrita-
söfn Landsbókasafnsins 2, 240), hugsanlega vegna þess að á síðu 190 er krotað „Scheving
Ingaldshóli“. Stefán Vigfússon Scheving sat á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi á árunum 1790–
1830 og má vera að handritið hafi eitt sinn verið í eigu hans, en ekki er hann skrifarinn.
53 Um þessi lög sjá Árni Heimir Ingólfsson, tónlist liðinna alda, 92, 136, 193.
54 Handritið er allnokkuð skemmt og að minnsta kosti eitt blað með nótnaskrift hefur
verið rifið burt og ekki varðveist. Fyrstu tíu síður handritsins í núverandi mynd hafa að
geyma nótur, og á þremur næstu síðum standa auðir nótnastrengir. Aftar í handritinu eru
guðfræðiglósur á íslensku og latínu, listi yfir bragarhætti á latínu og annað efni sem varla
getur verið upprunnið annars staðar en í Skálholti eða á Hólum. Páll Eggert ólason getur
þess að handritið sé með hendi Halldórs Finnssonar í Hítardal (1736–1814) en ekki er unnt