Gripla - 2020, Page 324
323
ist meiri útbreiðslu við annan texta, Heyr þú oss himnum á eftir séra ólaf
Jónsson á Söndum, en í íB 323 8vo stendur upprunaleg gerð lagsins. Eins
og Róbert A. Ottósson benti á er þetta lag, við Sanctus-lið messunnar, í all-
nokkrum fjölda handrita sem rituð voru á meginlandi Evrópu frá því síðla
á 14. öld þar til snemma á 16. öld.55 Líklegt má telja að Sanctus-lagið hafi
verið sungið við latínuskólana um langt skeið, jafnvel nokkrar aldir, en að
kvæði ólafs á Söndum hafi notið hylli hjá breiðari hópi.56
***
Af ofangreindu er ljóst að á 17. og 18. öld naut sléttsöngur hylli meðal
íslenskra klerka, söngvara og skrifara langt umfram það sem ætla mætti af
því takmarkaða hlutverki sem honum var ætlað í hinni lúthersku guðsþjón-
ustu í Danaveldi. Prestar og menntamenn sóttu í arfleifð sléttsöngsins og
beittu jafnvel ímyndunarafli sínu og sköpunargáfu á lögin með umbreyt-
ingum og aðlögunum, til dæmis ó jesú Christe í Thott 154 fol. og O jesu
dulcissime í AM 102 8vo. Þá var meira um það á íslandi en í Danmörku að
sléttsöngur væri þýddur og sunginn á móðurmáli. Lúther hafði ekki gert
ráð fyrir því í sínu regluverki og var það næsta sjaldgæft þótt dæmi um slíkt
finnist einnig í öðrum löndum.
Hvati þess að viðhalda sléttsöngnum var líklega margvíslegur. Kannski
hafði fornmenntastefna og fortíðarþrá kirkjuleiðtoga áhrif á það hve lengi
hann lifði. Þá hlýtur sjálf tónlistin einnig að hafa haft aðdráttarafl. íslenskar
þýðingar söngtextanna eru áhugaverðar í bókmenntalegu tilliti og má líta
á þær sem metnaðarfullt verkefni til að varðveita sönginn og jafnvel auka
útbreiðslu hans. Af samhengi efnisins í handritum má ráða að stundum hafi
sléttsöngur tengst menningarlegu auðmagni; að með því að syngja hann,
þýða og skrifa upp í handrit hafi fólk staðfest stöðu sína innan valda- og
menntastéttar.
að staðfesta það með vissu (skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins 3, 75; sjá einnig Íslenskar
æviskrár 2, 252–253).
55 „Ein føgur Saung Vijsa…,“ Afmælisrit jóns Helgasonar 30. júní 1969 (Reykjavík: Heims-
kringla, 1969), 251–259; Thannabaur, Das einstimmige sanctus, 112–113.
56 Lagið er í sjö íslenskum handritum við texta ólafs (NKS 139 b 4to, Rask 98, íBR 86 4to,
JS 385 8vo, JS 385 8vo, íB 70 4to, Lbs 837 4to og JS 643 4to) og textinn í a.m.k. þremur
til viðbótar; auk þess er lagið við textann „Kannist við kristnir menn“ í Lbs 1927 4to
(Hymnodia sacra) og afbrigði lagsins er við textann „ó Kriste hinn krossfesti, klár faðir
ljóss“ eftir Stefán ólafsson í Vallanesi í íB 669 8vo. Sjá Árni Heimir Ingólfsson, tónlist
liðinna alda, 141.
SLÉTTSÖ NGUR í LúTHERSKUM SIÐ Á í SLANDI