Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 4
SKIMANIR HAFNAR Á LANDAMÆRUNUM4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 Alexander Kristjánsson Ragnhildur Þrastardóttir Átta farþegaflugvélar lentu á Kefla- víkurflugvelli í gær með um 900 far- þega. Skimun fyrir kórónuveirunni meðal ferðamanna hófst á vellinum í gær en nýjar reglur um komur ferða- manna til landsins hafa tekið gildi og þurfa þeir nú ekki að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins ef þeir undirgangast skimun á vell- inum. Skimunin er frí til 1. júlí en eftir það kostar hún 15.000 krónur. Sýnum úr hverri vél er safnað saman og þau send til Reykjavíkur í greiningu. Jórlaug Heimisdóttir, verkefna- stjóri skimunar á Keflavíkurflugvelli, segir að skimunin hafi gengið vel fyrir sig fyrstu tímana. „Farþegarnir voru ótrúlega skilningsríkir og flottir og bjuggust greinilega við þessu,“ segir hún. Almenn ánægja var með fyrir- komulagið meðal ferðamanna, sem mbl.is ræddi við á vellinum. „Þetta var smá súrrealískt en ann- ars bara venjulegt,“ segir Kristján Oddsson, sem búsettur er í London. Hann kom til landsins með fyrstu vél gærdagsins með flugfélaginu Wizz Air og var meðal fyrstu farþega til að fara í skimun. „Skimunin var mjög auðveld. Þetta var bara eitthvert prik sem fór í hálsinn á manni og inn í nefið og tók tvær sekúndur.“ Orla Hendrickson frá Skotlandi var einnig í vélinni, en hún á kærasta hér á landi. Hún segir ferlið hafa gengið vel fyrir sig. Einum meinuð innganga Sigurgeir Sigmundsson, yfirlög- regluþjónn flugstöðvardeildar lög- reglunnar á Suðurnesjum, segir skimunina hafa farið vel fram. Einum Bandaríkjamanni var þó meinuð inn- ganga í landið og vísað aftur til Bret- lands, en hann kom þaðan. Íbúar frá ríkjum utan Evrópusambandsins, Schengen-svæðisins og Bretlands mega enn ekki koma hingað til lands nema þeir hafi hér dvalarleyfi eða séu á undanþágu. Vonast er til að það breytist 1. júlí. „Þetta var ekkert út af sýnatöku eða sóttvarnaráðstöfunum heldur mátti hann bara ekki koma til landsins,“ segir Sigurgeir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Beðið Leigubílstjórar biðu eftir komufarþegum í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun, þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins gerðu sér ferð þangað. Loks var líf yfir Leifsstöð. Skimuðu fyrir veiru í Leifsstöð  Um 900 farþegar komu með átta flugvélum til landsins í gær  Skimun fyrir veiru við komu til lands- ins verður frí til 1. júlí  Einum erlendum ferðamanni vísað frá landi  Almenn ánægja meðal farþega Fagnaðarfundir Sumir farþegar höfðu verið lengi fjarri fjölskyldu sinni. Áform um að senda sýnatökuteymi með aðstoð Landhelgisgæslu frá Reykjavík og Egilsstöðum til móts við Norrænu í gærmorgun gengu ekki eftir sökum slæmra skilyrða til lendingar í Færeyjum. Fyrirhugað var að sýni yrðu tekin úr farþegum um borð í ferjunni á leið hennar til Seyðisfjarðar til að athuga hvort nokkur bæri með sér kórónu- veirusmit,og að sýnatökunni yrði lok- ið við komuna hingað til lands. Í stað þess fyrirkomulags er nú gert ráð fyrir að sýni verði tekin úr farþegum við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar í dag en sýnatakan fari samt sem áður fram þar um borð. Bókanir í ferðir Norrænu til Ís- lands hafa verið að taka við sér eftir heldur daprar vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Von er á 150 farþegum í þessari ferð og í byrj- un júlí, þegar sumaráætlun ferjunnar tekur gildi, eru bókaðir 550 farþegar. Fleiri áttu bókað far en hluti þeirra afbókaði sig í kjölfar tilkynningar stjórnvalda um að greiða þyrfti 15 þúsund króna gjald fyrir skimunina eftir 1. júlí. Sýnin fara með flugi til greiningar hjá Íslenskri erfðagreiningu en á meðan beðið er niðurstöðu geta far- þegarnir farið í náttstað, þar sem þeir eiga pantað. Linda Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, kvaðst í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi ánægð með að ferðaþjón- ustan væri að taka við sér og vonaðist til að hún héldi áfram að glæðast. Náðu ekki að skima á leiðinni  Sýni tekin í Norrænu á Seyðisfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norræna Taka átti sýnin um borð í ferjunni á leiðinni til landsins. Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 9:00-16:30 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600. Breskir fréttamenn frá banda- rísku sjónvarpsstöðinni CNN voru meðal fyrstu farþega sem komu hingað til lands í morgun, eftir að slakað var á ferðatakmörkunum til lands- ins. Fréttamaður og myndatöku- maður stöðvarinnar komu með fyrstu vél frá Lundúnum. Þeir hyggjast verja um viku í land- inu og segja frá viðbrögðum íslenskra heilbrigðisyfirvalda og stjórnvalda við faraldrinum, opnun landsins og hlutverki Íslenskrar erfðagreiningar. Fréttamenn CNN á landinu VEKUR ATHYGLI ERLENDIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.