Morgunblaðið - 16.06.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
Margir hafahorft á það
undarandi, hversu
ístöðusmáir, vinstri-
sinnaðir stjórn-
málamenn misstu
fljótt fótanna og
sneru baki við lög-
gæslumönnunum sem sýna fórnfýsi
og gæta fáliðaðir öryggis borg-
aranna. Páll Vilhjálmsson skrifar:
Það sem hét vestræn menningfyrir fáeinum dögum heitir
núna „kerfið“. Og kerfið er rasískt
hvort heldur í Bretlandi, Banda-
ríkjunum, Kanada, Frakklandi eða
á öðru byggðu bóli vestrænnar
menningar.
Leiðari Telegraph í Bretlandisegir yfirvöld án myndugleika
og lögreglu ekki tryggja almanna-
frið. Frjálslyndir vinstrimenn í
Bandaríkjunum vilja ganga lengra
og afnema lögregludeildir stór-
borga – enda eru þær vörn kerf-
isins.
Kerfið, sem til skamms tíma hétvestræn menning, þarf að
hrynja. Í hruni endurnýjast menn-
ing. Óhjákvæmilega fylgir ofbeldi
og eignatjón. Hruni kerfismenn-
ingar fylgja öfgar sem aðeins
skammtur af ofbeldi læknar. Evr-
ópa þurfti stóran skammt ofbeldis
1914-1918 en Bandaríkin öllu
smærri í Víetnamstríðinu.
Enginn mannlegur máttur finn-ur réttan skammt ofbeldis.
Síkvikar aðstæður skrifa lyfseð-
ilinn. Þegar óöldin er um garð
gengin og dauðir komnir í
frostfría jörð klóra menn sér í
kollinum og spyrja: til hvers vor-
um við að þessu?
Hmm, jú, til að skapa okkurbetri menningu.“
Páll Vilhjálmsson
Kikna í hnjáliðum
STAKSTEINAR
Toyrun-rúnturinn 2020 fer af stað á
morgun, 17. júní, frá N1 við Ártúns-
höfða. Toyrun Iceland eru góðgerð-
arsamtök sem ferðast um á mótor-
hjólum og styrkja í leiðinni góð
málefni.
Að þessu sinni verður hjólað um
landið til styrktar Píeta samtök-
unum sem sinna forvarnarstarfi
gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og
styðja við aðstandendur. Til sam-
takanna geta leitað einstaklingar
og aðstandendur sem vilja fá hjálp
og viðtalsmeðferð hjá fagfólki sér
að kostnaðarlausu.
Samtökin opnuðu fyrir þjónustu
sína vorið 2018 og eru með starf-
semina á Baldursgötu 7 í Reykja-
vík. Starfsemin er rekin að fyr-
irmynd og eftir hugmyndafræði
Pieta House á Írlandi.
Þetta er fimmta árið sem ToyRun
Iceland er starfrækt. Í upphafi var
það svo að einn úr upphafshópnum
ætlaði sér að hjóla hringinn um
landið og fékk hann nokkra félaga
með sér í að skipuleggja ferðina.
Snemma kom það upp að vilji var
til að ferðin hefði tilgang. Úr því
varð það að hjóla til styrktar ein-
hverju góðgerðarfélagi sem myndi
njóta góðs af hringferð þeirra og
varð verkefnið Blátt áfram sam-
starfsaðili þeirra til að byrja með.
Það samstarf varði í tvö ár en núna
síðustu ár hefur ToyRun Iceland
styrkt starfsemi Píeta-samtakanna.
Toyrun-rúnturinn af stað um landið
Hjóla um landið til styrktar Píeta-
samtökunum og starfsemi þeirra
Ljósmynd/Toyrun
Rúntur Frá fyrri hringferð Toyrun
til styrktar Píeta-samtökunum.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Snorri Másson
snorri@mbl.is
Konur voru í miklum meirihluta í
hópi þeirra sem þreyttu inntökupróf
við læknadeild Háskóla Íslands
þetta vorið. Samtals voru 314 sem
greiddu prófgjaldið en 225 þeirra
voru konur.
Það gerir hlutfall kvenna um 71%,
en karlar sem sóttu um voru 89 tals-
ins. Ekki er öruggt að nákvæmlega
þessi fjöldi fólks hafi síðan tekið
prófið þótt líklegt sé að á milli
þeirra sem greiddu gjaldið og tóku
endanlega prófið sé nokkurt sam-
ræmi.
Nokkuð hefur kvarnast úr hópn-
um sem var upphaflega skráður til
leiks en hann taldi um 344. Það er
þó metfjöldi í skráningu.
Kynjahlutföll voru öllu jafnari í
inntökuprófum í sjúkraþjálfun, sem
52 karlar og 47 konur tóku þátt í.
Þessar upplýsingar fengust úr svari
háskólans við fyrirspurn mbl.is.
Þessi próf fóru fram fyrir helgi og
niðurstaðna er að vænta eftir nokkr-
ar vikur. 60 verða teknir inn í lækn-
isfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði.
Miklu fleiri konur
þreyttu prófið
225 konur vildu inn í læknadeild HÍ
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Háskóli Íslands Kynjahlutföll voru öllu jafnari í prófum í sjúkraþjálfun