Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 15
málið varða. Tillagan gengur út á að finna sameiginlegan vettvang þar sem hægt að er að draga fram sérþekkingu ólíkra aðila, fjöl- breyttan áhuga og sérstaka hags- muni. Græna hagkerfið Þetta er ekkert nýtt, margir þekkja klasasamstarf og þekking- arsetur, en allir þekkja íslenska sjávarklasann og hvernig þar hef- ur tekist til, það orðspor nær langt útfyrir landsteinana. Í bláa hag- kerfi sjávarklasans eru sköpuð ný verðmæti. Í þekkingarsetri í úrgangsmálum má leiða saman fjöldann allan af aðilum til að skapa verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Til dæmis mátti sameina meira en aldalanga reynslu og þekkingu landgræðslufélaga við ný- sköpunarhugmyndir framsækinna frumkvöðla. Nú er lag að leggja af stað og Reykjavíkurborg einmitt rétti aðilinn til að vera leiðandi í þeirri Málefni úrgangsstjórnunar hafa verið ofarlega á baugi síð- ustu misserin. Áhugi almennings á umhverfismálum og endur- vinnslu hefur vaxið stórkostlega á sama tíma. Nú er lag segi ég. Mikið hefur verið rætt um vandamál en nú vil ég koma með tillögu að lausn. Tillagan er um stofnun þekkingarseturs, eða ný- sköpunar- og frumkvöðlasetur í umhverfis- og úrgangsstjórn- unarmálum, og verður hún lögð fram í borgarstjórn í dag. Það mega allir eigna sér þessa tillögu, allir sem áhuga hafa. En í til- lögunni er gert ráð fyrir að Reykjavík taki ákveðið frumkvæði í að leiða saman alla þá að- ila sem að málinu koma og áhuga hafa á því. Þessir aðilar eru ansi margir, stofnanir, félög, fyrirtæki og áhugaaðilar, allt frá stærstu sveit- arfélögum niður í einstaklinga sem láta sig Eftir Örn Þórðarson » Finna þarf áhugasama og drífandi aðila innan borgarinnar, kynna hugmynd- ina og laða að enn þá áhuga- samari og meira drífandi aðila. Ekki flókið. Örn Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þekkingarsetur í úrgangsmálum vegferð. Tillagan fellur vel inn í hugmynd borgarinnar sem nýlega var kynnt, um græna planið. Tillagan fellur líka ágætlega að þeim hugmyndum borgarinnar sem kynntar hafa verið um að bjóða aðstöðu fyrir hugmyndaríka aðila. Allir græða Tillagan er ekki flókin og henni fylgir lítill sem enginn kostnaður. Finna þarf áhugasama og drífandi aðila innan borgarinnar, kynna hugmyndina út á við og laða að enn þá áhuga- samari og meira drífandi aðila. Nóg er af hús- næði til að bjóða sem aðstöðu í upphafi. Í grein- argerðinni sem fylgir tillögunni segir meðal annars; fjölmargar stofnanir á vegum borg- arinnar hafa með umhverfis- og úrgangsmál að gera, sem og ríkisstofnanir, félagasamtök, áhugahópar og fjöldinn allur af einstaklingum. Hlutverk borgarinnar yrði að vera í forystu um að leiða þessa aðila saman, meðal annars í þeim tilgangi að verða bakhjarlar nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs í þessum málaflokkum. Hver samstarfsaðili kæmi með sína sérþekkingu og sitt hlutverk til að aðstoða frumkvöðla sem vilja láta til sín taka í málaflokknum með nýj- um, frumlegum og skapandi hætti. Fyrir- myndir að slíku frumkvöðlasetri eru víða, jafnt innanlands sem utan. Ekki er gert ráð fyrir beinu fjárframlagi borgarinnar á fyrstu stigum verkefnisins, annað en að nýta, annars autt, húsnæði á hennar vegum. Á þessari tillögu græða allir. Vinnum hana áfram og látum hana stækka. 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 Austurstræti Vegfarendur reyndu margir að verjast vætu á gangi um borgina í gær. Þá getur regnhlíf komið að góðum notum. Búast má við dálitlum skúrum í dag, en stytta á upp í kvöld. Eggert Borgin hefur byggt mörg bíla- stæðahús, væntanlega með það að markmiði að þau verði nýtt sem best. Nýting þeirra er hins vegar alls ekki góð. Í umsögn vegna afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um að hafa bílastæða- húsin opin allan sólarhringinn segir „að nýting húsanna á þess- um tíma sé almennt lítil, 10-15% nýting ef langtímanotendur með mánaðarkort eru taldir með.“ Ef gjaldfrjálst verður í bíla- stæðahúsin frá kl. 22.00 til kl. 8.00 segja skipu- lagsyfirvöld að gróflega megi áætla að tekjur af rekstri þeirra dragist saman um 5-10 m.kr. á ári. Það er erfitt að skilja þessa röksemdafærslu í ljósi slakrar nýtingar bílastæðahúsa. Ef notk- un bílastæðahúsa er eins lítil og raun ber vitni ætti það ekki að valda miklum kostnaði þótt þau (eitt eða fleiri) verði gjaldfrjáls á nóttunni. Slík tilhögun myndi eflaust skila samfélaginu meiri ábata en sá 5-10 m. kr. tekjumissir sem borgin kann að verða af. Í dag, þriðjudaginn 16. júní, er umræða í borgarstjórn um bílastæðahús Reykjavíkur- borgar að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Kallað er eftir umræðu um aðgerðir til að gera bílastæða- húsin aðgengilegri, einfaldari, meira aðlaðandi og skilvirkari m.a. með tilliti til neyðarþjónustu. Það er nefnilega fleira en gjald- heimtan sem veldur því að ekki hefur tekist að nýta bílastæðahús betur og verða nokkur atriði nefnd hér. Ef fólk lendir í vandræðum með að koma bílnum sínum út, t.d. ef fólk hefur ekki áttað sig á lok- unartíma bílastæðahússins, getur það hringt í Reykjavíkurborg. Eftir lokun þjónustuvers er sím- svari sem segir að sé um neyðartilvik að ræða skuli hringt í 112. Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar leggja margir á enda meta þeir að- stæður kannski ekki sem slíkt neyðartilvik. Þegar spurst var fyrir um þessi mál hjá Bíla- stæðasjóði kom fram að ef beðið væri lengur á línu þjónustuversins, fram yfir tilkynninguna um að hringja í 112 í neyðartilvikum, segði í símsvara að hægt væri að velja númer ákveð- innar deildar, þar á meðal bilanadeildar. Af annarri aðstoð í boði má sjá, þegar rýnt er gaumgæfilega í merkingar á greiðsluvélum, bendingu á hnapp sem á stendur „aðstoð/help“. Hvorugt þessara hjálparúrræða er nægjanlega sýnilegt eða skýrt. Hér þarf að gera betur. Hagkvæmara að leggja bílnum úti en inni Gjalds í bílastæðahúsum er krafist allan opn- unartímann en gjald í bílastæðum á götum fylgir nokkurn vegin opnunartíma verslana. Bílastæðahús taka heldur ekki við greiðslum frá snjallkerfum. Bílastæðahús eru lokuð að nóttu en bílastæði á götum eru alltaf tiltæk. Næturlokun veldur því að sækja þarf bílinn fyrir kl. 24.00 ella bíða til morguns. Síðast en ekki síst eru mörg bílastæðahús illa lýst og kuldaleg. Sterkar vísbendingar eru um að fólk sem komið er á og yfir ákveðinn aldur noti ekki bílastæðahús. Margt eldra fólk segist heldur ekki treysta sér að eiga við miðakerfi greiðslu- vélanna. Þetta má bæta með einföldum aðgerðum sem kosta lítið miðað við byggingarkostnað húsanna. Til að laða að fólk sem er óvant bíla- stæðahúsum lagði Flokkur fólksins til að starfsmaður yrði tiltækur hluta dags t.d. um helgi til að fræða og leiðbeina þeim sem vilja verða öruggari í bílastæðahúsi. Með þessari einföldu aðgerð gætu fleiri viljað nota bíla- stæðahús. Almennt þarf að bæta upplýsingar og merkingar og gera allar leiðbeiningar skýr- ari og skilvirkari. Fólk sem lendir í einhvers konar vandræðum með bíl sinn í bílastæða- húsum borgarinnar þarf að fá aðstoð strax. Auk tillögu um næturopnun bílastæðahúsa hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt til að bjóða ókeypis stæði í t.d. 90 mínútur í bílastæða- húsum um helgar. Það myndi hvetja bílaeig- endur sem ekki aka rafbílum til að leggja í bíla- stæðahúsi fremur en í götustæði. Bygging bílastæðahúsanna var veruleg fjár- festing og það er því öfugsnúið að reyna ekki að nýta þau sem best. Fjölmargar aðgerðir sem í hinu stóra samhengi kosta lítið falla á dauf eyru meirihlutans vegna þess eins að þær miða að því að bæta hag bifreiðareigenda. Það er t.d. rökleysa að halda því fram að bílastæða- sjóður muni tapa tekjum þótt boðið sé upp á fá- einar ókeypis klukkustundir í bílastæðahúsi eða næturopnun. Taka á tillit til ábata borgar- búa af auknu aðgengi að bílastæðahúsum. Vill borgarmeirihlutinn fækka bílum á götum eða ekki? Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Það er rökleysa að halda því fram að Bílastæða- sjóður muni tapa tekjum þótt boðið sé upp á fáeinar ókeypis klukkustundir í bílastæðahúsi eða næturopnun. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Umræða um bílastæðahús í borgarstjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.