Morgunblaðið - 16.06.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
og hjólreiðum núna. Ég var með
hrossin þegar dæturnar voru ung-
lingar og voru með í þessu, en einn
daginn þegar ég uppgötvaði að ég
væri alltaf einn í hesthúsinu þá
hætti ég. Ég byrjaði fyrir tíu árum í
golfinu og undanfarin ár höfum við
hjónin farið með hópi fólks vikuferð
erlendis að hjóla. Það verður ekkert
úr því í sumar en við erum að und-
irbúa skemmtilega hjólaferð hér
innanlands í staðinn.“
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars er Ragna
Ragnars, f. 20.8. 1963, geislafræð-
ingur á Landspítalanum. Þau eru
búsett í Garðabæ. Foreldrar Rögnu
eru hjónin Karl Ragnars, f. 17.2.
1941, verkfræðingur, og Emilía
Jónsdóttir, f. 7.12. 1940, húsmóðir.
Þau eru búsett í Garðabæ.
Dætur Gunnars og Rögnu eru: 1)
Þórhildur Edda, f. 26.7. 1986, verk-
fræðingur og eigandi ráðgjafar-
fyrirtækisins Parallel, búsett á
Álftanesi. Maki: Arnór Ólafsson,
tölvunarfræðingur. Börn þeirra eru
Gunnar Karl, f. 24.5. 2011, Margrét
Ólafía, f. 30.1. 2015, og Bríet Emilía,
f. 18.4. 2017; 2) Emilía, f. 4.4. 1991,
markaðsfræðingur hjá Kosmos &
Kaos, búsett í Garðabæ. Maki:
Engilbert Aron Kristjánsson við-
skiptafræðingur.
Systkini Gunnars eru Sólveig
Guðlaugsdóttir, f. 15.3. 1957, skrif-
stofumaður í Reykjavík; Hannes
Guðlaugsson, f. 5.12. 1958, mat-
sveinn í Hafnarfirði, og Hólmfríður
Guðlaugsdóttir, f. 13.1. 1963, bóndi á
Svínafelli í Öræfum.
Foreldrar Gunnars voru hjónin
Guðlaugur Gunnarsson, f. 17.9.
1924, d. 7.6. 2013, bóndi á Svínafelli,
og Ingibjörg Ester Einarsdóttir, f.
16.5. 1931, d. 17.3. 1985, húsmóðir á
Svínafelli.
Gunnar Guðlaugsson
Jón Jónsson
bóndi á Svínafelli
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja á Svínafelli
Gunnar Jónsson
bóndi á Svínafelli
Sólveig Pálsdóttir
húsfr. á Svínafelli
Guðlaugur Gunnarsson
bóndi á Svínafelli
Páll Þorláksson
bóndi í Prestbakkakoti
Guðrún Halldórsdóttir
húsfreyja í Prestbakkakoti
á Síðu, V-Skaft.
Davíð Scheving
Thorsteinsson
héraðslæknir, síðast á Ísafirði
Þórunn Stefánsdóttir
Stephensen
húsfreyja á Ísafirði og í Rvík.
Einar Scheving
Thorsteinsson
verslunarmaður í Rvík
Hólmfríður Hannesdóttir
starfsstúlka í Kaupmannahöfn
Hannes Sveinbjörnsson
bóndi á Sólheimum
Ingibjörg Kristjánsdóttir
húsfreyja á Sólheimum við Svínavatn,A-Hún.
Úr frændgarði Gunnars Guðlaugssonar
Ingibjörg Ester Einarsdóttir
húsmóðir á Svínafelli í Öræfum
„MÉR LÍÐUR EINS OG ÉG BERI ALLAR
ÁHYGGJUR HEIMSINS Á ÖXLUNUM”
„VERST AÐ ÞÚ ERT ATVINNULAUS. ÞÚ
ÞARFT AÐ VERA Í VEIKINDALEYFI NÆSTA
HÁLFA MÁNUÐINN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að taka honum
fagnandi við
heimkomuna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR, ÞAÐ ER
NÓVEMBER …
HVAÐ ERTU AÐ GERA
MEÐ BUSLULAUGINA?
ÁTTU VIÐ
SÓSU-
SKÁLINA
MÍNA?
ÞEGAR ÉG HÆTTI MEÐ
FYRRVERANDI KÆRASTANUM
MÍNUM SAGÐI HANN AÐ ÉG ÆTTI
EFTIR AÐ IÐRAST ÞESS!
VO
FF
VO
FF
VO
FF
ÉG HEFÐI ALDREI ÁTT
AÐ VERA MEÐ DÁVALDI!
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum frammi á Seltjarnarnesi
á sunnudaginn, þar sem hann
horfði til Snæfellsjökuls. Hann fór
að tala um Snjódrífurnar, þessar
vösku ungu konur sem voru í þann
mund að ljúka 150 km skíðagöngu
sinni eftir endilöngum Vatnajökli.
Með því vilja þær safna fé fyrir
samtökin Líf og Kraft, sem hvor
tveggja styðja við krabbameins-
sjúka, en í hópnum eru konur sem
hafa greinst með krabbamein. Um
þetta var karlinn að tala, leit síðan
til mín og sveigði höfuðið aftur og
út á vinstri hliðina í kunnuglega
stellingu og kvað:
Allar hressar eins þótt hvessi á jökli
eru á göngu uppi þar
ellefu Snjódrífurnar.
Davíð Hjálmar orti í Krossanes-
borgum á laugardag:
Blikar stör í bleytupolli,
blæs á flautu ýlustrá.
Brosmild Flóra kankvís kolli
kinkar gul og rauð og blá.
Þetta minnir mig á stöku, sem ég
orti fyrir margt löngu þar sem ég
gekk niður Oddeyrargötu:
Hver er þessi eina á
sem aldrei frýs
gul og rauð og græn og blá
og gjörð af SÍS?
Helgi Ingólfsson yrkir á Boðnar-
miði um tíðindi helgarinnar:
Nú smitandi lið er við lýði
og líka einn hópur, sem flýði,
en raun af því hlýst.
Svo reynist það víst
að Rúmenar hlýða’ ekki Víði.
Er ráð til við rúmenskum lúða
sem ruplar og skýst milli búða?
Ef vondan skal hræða
þá verður að klæða
hann Víði í einkennisskrúða.
Indriði á Skjaldfönn yrkir og
kallar „mikilvægan innflutning“:
Eftir þjófa brot og bax
brátt sig kóvíd herðir
þó settir verði í sóttkví strax
sextán lagaverðir.
Kristján H. Theódórsson yrkir
„eftir tíðindi dagsins“:
Erfðagreining einkar djörf,
og ekki þeirra viskan rengd.
En skyldi ei núna skýrust þörf,
að skima meinta fingralengd?
Pétur Stefánsson lítur yfir farinn
veg á Leir:
Um ævina hef ég unnið nóg
ýmis störf á landi og sjó
sem gáfu mér gigtarmeinin.
Er nú í sælli sálarró
sestur í helgan steininn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á jökli og mikilvægur
innflutningur
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is