Morgunblaðið - 16.06.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
Þýskaland
Úrslitakeppnin, B-riðill:
Alba Berlín – Ludwigsburg ............... 97:89
Martin Hermannsson lék í sex mínútur
með Alba Berlín, skoraði fjögur stig og átti
eina stoðsendingu.
Lokastaðan: Alba Berlín 8, Ludwigsburg
6, Bamberg 4, Frankfurt 2, Vechta 0. Í 8-
liða úrslitum leikur Alba Berlín við Gött-
ingen.
KNATTSPYRNA
4. deild karla:
Grýluvöllur: Hamar – KM ................... 19.15
Borgarnes: Skallagrímur – Samherjar ... 20
Víkingsvöllur: Berserkir – KFB .............. 20
Í KVÖLD!
1. UMFERÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Norðankonan Karen María Sigur-
geirsdóttir átti stórleik fyrir Þór/KA
og skoraði tvívegis þegar liðið vann
4:1-sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð
úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-
deildarinnar, á Þórsvelli á Akureyri á
laugardaginn síðasta.
Karen María, sem er 18 ára gömul
en verður nítján í næstu viku, er upp-
alin á Akureyri og byrjaði að æfa
knattspyrnu með KA í sjöunda
flokki.
Hún á að baki 29 leiki í efstu deild
með Þór/KA þar sem hún hefur skor-
að sex mörk, tvö þeirra á laugardag-
inn, en Karen María fékk tvö M fyrir
frammistöðu sína í leiknum gegn
Stjörnunni og er sá leikmaður sem
þótti skara fram úr í fyrstu umferð
deildarinnar að mati Morgunblaðs-
ins.
„Ég er uppalin hjá KA og þar spil-
aði ég upp alla yngri flokkana,“ sagði
Karen María í samtali við Morgun-
blaðið. „Í 2. flokki sameinast svo KA
og Þór í Þór/KA og árið 2017, þegar
Donni [Halldór Jón Sigurðsson], var
með liðið tók hann mig upp í meist-
araflokkinn. Ég var á bekknum
fyrstu tímabilin mín þar og það var
ekki fyrr en í fyrra sem ég varð í
raun fastamaður í liðinu.
Síðasta sumar var því í raun mitt
fyrsta alvöru tímabil í efstu deild.
Þegar ég var að stíga mín fyrstu
skref með meistaraflokknum þá get
ég alveg viðurkennt það að ég fann
fyrir miklu stressi í leikjunum og var
hrædd við að gera mistök. Pressan
núna fyrir þetta tímabil er því mun
minni finnst mér en fyrir síðasta
tímabil sem dæmi. Ég er reynslunni
ríkari og mér líður mjög vel, farandi
inn í þetta tímabil sem hófst um síð-
ustu helgi,“ sagði Karen María sem
hefur leikið þrettán leiki með yngri
landsliðum Íslands og skorað fjögur
mörk fyrir U19 ára landsliðið.
Leikplanið gekk upp
Andri Hjörvar Albertsson tók við
Þór/KA-liðinu af Halldóri Jóni Sig-
urðssyni eftir síðasta sumar og segir
Karen að úrslitin gegn Stjörnunni
hafi ekki komið sér á óvart.
„Það hafa alveg átt sér stað ein-
hverjar áherslubreytingar eftir þjálf-
araskiptin en að sama skapi var
Andri aðstoðarþjálfarinn hans
Donna þannig að breytingarnar eru
kannski ekki miklar. Við erum vissu-
lega að vinna mikið með þá hluti sem
Donni kenndi okkur og svo hefur
Andri sett sinn svip á liðið líka.
Þetta voru ekki óvænt úrslit fyrir
okkur. Við lögðum leikinn vel upp og
við gerðum okkur grein fyrir því að
Stjarnan væri ekki að fara að gefa
okkur neitt. Stjarnan er með mjög
flott lið en leikplanið okkar gekk full-
komlega upp í þetta skiptið.“
Trúin skiptir öllu
Þór/KA er spáð köflóttu gengi í
sumar en liðið hefur verið að berjast í
og við toppinn í rúman áratug.
„Það eru ekki margir leikmenn í
liðinu sem eru með reynslu af efstu
deild og þar af leiðandi þá finn ég
kannski fyrir aðeins meiri pressu
núna að þurfa að leiða með fordæmi
og standa mig. Það er ákveðinn sökn-
uður að Mexíkóunum sem voru með
okkur síðasta sumar, þeim Biöncu
Sierra og Stephany Mayor, en þetta
er líka tækifæri fyrir aðra leikmenn
til þess að stíga upp.
Við gerum okkur grein fyrir því að
við erum ekki með jafn sterkt lið og
undanfarin ár. Það eru margar ungar
og efnilegar í hópnum hjá okkur og
við þurfum að nota þá leikmenn sem
eru til taks. Ég hef engar áhyggjur af
því að við séum að fara að falla eða
neitt slíkt. Ég hef mikla trú á hópn-
um hjá okkur og ég tel okkur geta
farið eins langt og við viljum, ef við
höfum trú á okkur sjálfum.“
Háleit framtíðarmarkmið
Karen María er að ljúka námi í
Menntaskólanum á Akureyri og set-
ur stefnuna á atvinnumennsku í
framtíðinni.
„Ég kláraði MA í vor og er að út-
skrifast 17. júní. Í sumar er ég svo að
vinna í Kirkjugörðum Akureyrar og
planið í vetur er svo bara að taka sér
smá frí frá námi og finna sér góða
vinnu. Ég var aðeins að skoða há-
skólanám í Bandaríkjunum en ég
hugsa að af því verði ekki.
Ég hef mikinn hug á því að reyna
fyrir mér í atvinnumennsku og ég tel
að Svíþjóð gæti verið mjög góður
staður til þess að byrja á. Það er hins
vegar eitthvað sem kemur með tím-
anum og ég er ekki að drífa mig neitt
en það er ekkert leyndarmál að ég er
með háleit markmið fyrir framtíð-
ina,“ bætti Karen María við í samtali
við Morgunblaðið.
„Tel okkur geta farið
eins langt og við viljum“
Karen María Sigurgeirsdóttir 18 ára er komin í hóp leiðtoganna í liði Þórs/KA
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Stórsigur Karen María Sigurgeirsdóttir, númer sex, fagnar einu markanna gegn Stjörnunni ásamt liðsfélögum sín-
um í Þór/KA. Akureyrarliðið verður aftur á heimavelli næsta laugardag þegar það tekur á móti ÍBV.
1. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2020
3-4-3
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Fylki
Karlena Miksone
ÍBV
Sveindís Jane Jónsdóttir
Breiðabliki
Karen María
Sigurgeirsdóttir
Þór/KA
Hlín Eiríksdóttir
Val
Alexandra
Jóhannsdóttir
Breiðabliki
Elín Metta
Jensen
Val
Katla María
Þórðardóttir
Fylki
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Miyah Watford
ÍBV
Lillý Rut Hlynsdóttir
Val
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir
Annerud kastaði 61,24 metra á móti
í Svíþjóð á sunnudaginn en þetta er
hennar lengsta kast frá árinu 2017.
Íslandsmet hennar í greininni er
63,43 metrar en það setti hún árið
2017. Þetta er sjöunda lengsta kast
ársins í heiminum og setti hún einn-
ig vallarmet og mótsmet. Ásdís
verður 35 ára á árinu og er því orð-
in gjaldgeng í flokk öldunga en hún
bætti Norðurlandamet öldunga
með kastinu í gær. Ásdís hefur
ákveðið að leggja spjótið á hilluna
eftir þetta keppnistímabil.
Besta kastið hjá
Ásdísi í þrjú ár
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lokaárið Ásdís Hjálmsdóttir kemur
sterk til leiks á síðasta tímabilinu.
Handboltavefmiðillinn Handball
Planet stendur þessa dagana fyr-
ir kjöri á efnilegasta handbolta-
manni heims fyrir keppnis-
tímabilið 2019-20. Tveir íslenskir
leikmenn eru meðal þeirra sem
eru tilnefndir en kosningin er í
gangi á vefnum til 25. júní. Teit-
ur Örn Einarsson, örvhenta skytt-
an hjá Kristianstad í Svíþjóð, er
einn af fjórum sem eru tilnefndir
í sína stöðu og sama er að segja
um Viktor Gísla Hallgrímsson,
landsliðsmarkvörðinn unga hjá
GOG í Danmörku.
Tveir í hópi þeirra
efnilegustu
Ljósmynd/Kristianstad
Sterkur Teitur Örn Einarsson vakti
athygli í Meistaradeildinni.
Knattspyrnumaðurinn Stefan Alex-
ander Ljubicic er genginn til liðs við
HK og hefur skrifað undir þriggja ára
samning við Kópavogsfélagið. Stefan,
sem er tvítugur framherji, var búinn
að semja við Riga FC í Lettlandi en
spilaði ekkert með liðinu þar sem
keppnin þar í landi var ekki hafin þeg-
ar útbreiðsla kórónuveirunnar stöðv-
aði fótboltann. Stefan á að baki 17
leiki með yngri landsliðum Íslands en
hann lék þrjá leiki 15 ára með Keflavík
í efstu deild áður en hann fór til
Brighton þar sem hann lék með ung-
linga- og varaliðum í þrjú ár. Hann
sneri aftur til Íslands síðasta sumar og
lék átta leiki með Grindavík á loka-
spretti úrvalsdeildarinnar þar sem
hann skoraði eitt mark, einmitt gegn
HK.
Rúnar Kristinsson þjálfari Íslands-
meistara KR í knattspyrnu sagði við
mbl.is í gær að tvísýnt væri með mið-
verðina Arnór Svein Aðalsteinsson og
Finn Tómas Pálmason fyrir leik liðsins
gegn HK næsta laugardag. Báðir fóru
meiddir af velli gegn Val á laugardags-
kvöldið, Finnur fékk högg á rist og
Arnór gæti verið tognaður í baki, að
sögn Rúnars.
Í dag verður dregið í riðla fyrir und-
ankeppni Evrópumóts karla þar sem
úrslitakeppnin fer fram í Ungverjalandi
og Slóvakíu í janúar 2022. Ísland er í
fyrsta styrkleikaflokki ásamt Noregi,
Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Frakk-
landi, Slóveníu og Tékklandi og mun
því ekki þurfa að mæta neinu af allra
sterkustu landsliðum Evrópu í undan-
keppninni.
Iker Casillas, fyrrverandi markvörð-
ur spænska landsliðsins, er hættur við
að gefa kost á sér í kjöri til forseta
spænska knattspyrnusambandsins.
Casillas skýrði frá því á Twitter að
hann hefði ákveðið að draga sig í hlé
vegna hinnar erfiðu stöðu sem væri í
landinu vegna útbreiðslu kórónuveir-
unnar en rúmlega 27 þúsund manns
hafa látist á Spáni af völdum hennar.
„Þetta setur kosn-
ingarnar aftar í for-
gangsröðina,“
sagði hinn 39
ára gamli Ca-
sillas. Þar með
verður Luis Ru-
biales vænt-
anlega endur-
kjörinn forseti
sambandsins
án mótfram-
boðs til næstu
fjögurra ára í
ágústmánuði.
Eitt
ogannað