Morgunblaðið - 16.06.2020, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
Ferna Uppfærsla Þjóðleikhússins á Atómstöðinni – endurliti hlaut fern
Grímuverðlaun. Magnús Geir Þórðarson veitti verðlaununum viðtöku.
Eyður Saga Sigurðardóttir og Katrín Gunnarsdóttir
tóku við verðlaunum fyrir hönd hópsins Marmarabarna.
Atómstöðin – endurlit eftir Halldór
Laxness Halldórsson og Unu Þor-
leifsdóttur byggt á skáldsögu Hall-
dórs Laxness í leikstjórn Unu í Þjóð-
leikhúsinu hlaut flest verðlaun þegar
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Grím-
an, voru afhent í 18. sinn við hátíðlega
athöfn í Borgarleikhúsinu í gær. Sýn-
ingin var tilnefnd til tólf verðlauna og
hlaut alls fern, sem sýning ársins, fyr-
ir leikstjórn, leikkonu ársins í aðal-
hlutverki og lýsingu. Uppfærsla
sviðslistahópsins Marmarabarna á
Eyðum hlaut næstflest verðlaun eða
þrenn, fyrir búninga, tónlist og dans-
og sviðshreyfingar. Alls skiptu ellefu
sýningar með sér verðlaununum 18
auk þess sem Ingibjörg Björnsdóttir
hlaut heiðursverðlaun Sviðslista-
sambands Íslands árið 2020 fyrir ævi-
starf sitt í þágu sviðslista á Íslandi.
Birna Hafstein, forseti Sviðslista-
sambands Íslands, minnti í ávarpi
sínu á að fjöldi listamanna hefði verið
sviptur starfsvettvangi sínum og
framfærslumöguleikum um óákveð-
inn tíma þegar samkomubann var
sett á hérlendis út af kórónuveiru-
faraldrinum. „En listin lætur ekkert
stoppa sig. Enginn veirufaraldur,
hversu skæður sem hann kann að
vera, getur gert út af við listina. Af
hugsjón og ástríðu hélt listafólk sköp-
uninni áfram og fann með mikilli út-
sjónarsemi nýjar aðferðir til að miðla
henni. Listin sameinar okkur, gefur
okkur kraft, vitsmunalega og tilfinn-
ingalega örvun og hugrekki. Óeigin-
gjarnt framlag íslensks listafólks –
við skulum kalla það gjafir – til sam-
félagsins á erfiðum vetri verður seint
fullþakkað. Við lifum ekki án listar-
innar, hún er sannarlega súrefnið í
samfélaginu,“ sagði Birna og kallaði í
framhaldinu eftir því að ráðamenn
sæju til þess að menning, listir og
skapandi greinar skipuðu hærri sess í
framtíðarsýn þjóðarinnar.
„Það er löngu tímabært að stofna
sérstakt ráðuneyti utan um listir,
menningu og skapandi greinar,
nýsköpun ætti sömuleiðis vel heima í
slíku ráðuneyti. Þessar greinar eru
sannarlega lykillinn að framtíðinni og
því að við séum samkeppnishæf þjóð
meðal þjóða. Í þessum greinum
leynist dýrmætasti auður okkar
Íslendinga.“ silja@mbl.is
Ellefu sýningar verðlaunaðar
Níu af 19 verðlaunum kvöldsins til Þjóðleikhússins Ebba Katrín Finnsdóttir og Sveinn Ólafur
Gunnarsson verðlaunuð fyrir leik í aðalhlutverki Una Þorleifsdóttir verðlaunuð fyrir leikstjórn
Morgunblaðið/Arnþór
Atómstöðin Ebba Katrín var verðlaunuð fyrir Uglu. Kröftugur Sveinn Ólafur var verðlaunaður fyrir Rocky!
Barnasýning Gosi, ævintýri spýtustráks í leikstjórn
Ágústu Skúladóttur var valin barnasýning ársins.
Sýning ársins
Atómstöðin – endurlit í svið-
setningu Þjóðleikhússins
Leikrit ársins
Helgi Þór rofnar
eftir Tyrfing Tyrfingsson
Leikstjóri ársins
Una Þorleifsdóttir –
Atómstöðin – endurlit
Leikari ársins í aðalhlutverki
Sveinn Ólafur Gunnarsson – Rocky!
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Ebba Katrín Finnsdóttir –
Atómstöðin – endurlit
Leikari ársins í aukahlutverki
Hilmir Snær Guðnason –
Vanja frændi
Leikkona ársins í
aukahlutverki
Kristbjörg Kjeld –
Er ég mamma mín?
Leikmynd ársins
Finnur Arnar Arnarson – Engillinn
Búningar ársins
Guðný Hrund Sigurðardóttir –
Eyður
Lýsing ársins
Ólafur Ágúst Stefánsson –
Atómstöðin – endurlit
Tónlist ársins
Gunnar Karel Másson – Eyður
Hljóðmynd ársins
Nicolai Hovgaard Johansen – Spills
Söngvari ársins
Karin Björg Torbjörnsdóttir –
Brúðkaup Fígarós
Dans- og sviðshreyfingar
ársins
Marmarabörn – Eyður
Dansari ársins
Shota Inoue – Þel
Danshöfundur ársins
Katrín Gunnarsdóttir – Þel
Sproti ársins
Reykjavik Dance Festival
Barnasýning ársins
Gosi, ævintýri spýtustráks
Heiðursverðlaun
Sviðslistasambands Íslands
Ingibjörg Björnsdóttir
Atómstöðin – endurlit hlaut
fern Grímuverðlaun 2020
HANDHAFAR GRÍMUVERÐLAUNANNA 2020
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Áhrifamikil Ebba Katrín Finnsdóttir sem
Ugla í sýningunni Atómstöðin – endurlit.
Við erum sérfræðingar
í malbikun