Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér þykir gríðarlega vænt um þessa viður- kenningu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir sem í gærkvöldi hlaut heiðursverðlaun Sviðslista- sambands Íslands árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segir hún verðlaunin hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Ég hef gegn- um tíðina aðallega verið upptekin af því að njóta þess að sinna dansinum frá ansi mörg- um hliðum,“ segir Ingibjörg sem starfað hef- ur sem dansari, danshöfundur, kennari, skólastjóri og fræðimaður á löngum og far- sælum ferli. Spurð af hverju dansinn hafi orðið fyrir valinu sem lífsstarf á sínum tíma segir Ingi- björg hluti oft tilviljunum háða. „Eins og allir krakkar hafði ég mjög gaman af því að dilla mér við músík,“ segir Ingibjörg sem elti vin- konu sína í barnaskóla í dansnám hjá Sigríði Ármann. „Eftir árið fór ég í inntökupróf hjá Listdansskóla Þjóðleikhússins sem var þá að byrja sitt annað starfsár haustið 1953,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að hún hafi verið að- eins ellefu ára þegar hún tók strætó niður í bæ til að fara í inntökuprófið og ekki sagt foreldrum sínum neitt fyrr en hún gat til- kynnt þeim að hún hefði komist inn í skól- ann. Kennarar hennar þar voru hjónin Erik Bidsted, ballettmeistari Þjóðleikhússins, og Lise Kæregaard, sem voru aðaldansarar Tívólí-ballettsins á sumrin. Það var alltaf eitthvað að gera Ingibjörg var dansari við Þjóðleikhúsið frá 1956-60 og aftur frá 1964-85 þar sem hún dansaði í barnasýningum, leikritum, söng- leikjum, óperettum og óperum. „Það var allt- af eitthvað að gera sem hélt okkur við efnið,“ segir Ingibjörg, sem haustið 1960 hélt til Ed- inborgar til náms. „Ætlunin var að fara í enskunám í þrjá mánuði, en þetta endaði sem þriggja ára dansnám þegar ég komst inn í ballettskólann,“ segir Ingibjörg sem lauk prófi frá Scottish Ballet School. „Ég byrjaði að sækja tíma í ballettskólanum til að halda mér við meðan ég væri úti, en fljótlega tók dansinn yfir og enskunámið sat á hak- anum.“ Að námi loknu sinnti Ingibjörg kennslu hjá Sigríði Ármann og víðar þar til hún réð sig sem listdanskennara við Listdansskóla Þjóð- leikhússins frá 1965. Árið 1985 tók hún við starfi skólastjóra sem hún sinnti meðfram kennslu til 1991 þegar skólinn var lagður nið- ur og Listdansskóli Íslands var stofnaður, en þar var Ingibjörg skólastjóri og kenndi dans til 1997. „Meðan skólinn tilheyrði enn Þjóð- leikhúsinu samdi ég iðulega dansa fyrir sýn- ingar þar,“ segir Ingibjörg sem hefur einnig samið dans fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Sjónvarpið. Ingibjörg vann ásamt fleirum að stofnun Íslenska dansflokksins (Íd) 1973. „Frá því Félag íslenskra listdansara var stofnað 1947 var það stóra málið að stofna ætti atvinnu- dansflokk hérlendis sem starfaði við Þjóðleik- húsið,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að vel- vild Sveins Einarssonar, sem var ráðinn þjóðleikhússtjóri 1972, í garð dansins hafi skipt sköpum. Gott að upplifa gróskuna Sjálf var Ingibjörg aldrei í Íd, en þjálfaði lengi með honum á morgnana áður en kennslu- og skólastjórastörfin tóku við. „Ég var því ávallt í góðri þjálfun og dansaði oft með þeim, sem var mjög gaman,“ segir Ingi- björg og tekur fram að hún hafi alltaf notið þess að semja dansa. „Mér fannst undirbún- ingstíminn alltaf skemmtilegastur, þegar ver- ið er að búa til formið, munstrið og undirbúa sporin,“ segir Ingibjörg sem samdi seinast sviðshreyfingar fyrir uppfærslu Leikhús- listakvenna50+ á Dansandi ljóðum. „Dansinn á Íslandi hefur alltaf þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum,“ segir Ingi- björg og tekur fram að ástæður þessa séu margar. „Ein þeirra er sú að dansinn hefur að miklu leyti verið verk kvenna og konur hafa staðið í forsvari fyrir þessa listgrein. Önnur ástæða er að dansarar eru oft fremur ungir og nánast litið á þetta sem skemmtun fyrir unglinga sem engin alvara sé í. Þriðja ástæða sem mætti nefna er að dans var okk- ur Íslendingum ekki mikið í blóð borinn,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að kirkjan hafi fyrr á tímum haft horn í síðu dansins. „Sem betur fer er öldin önnur núna og við- horfið hefur breyst til batnaðar með tilkomu Íslenska dansflokksins. Það er afar ánægju- legt að upplifa þá miklu grósku sem er í dansinum hér á landi nú um stundir. Stórir hópar hæfileikaríkra barna og ungra kvenna og karla dansa í söngleikja- og barnasýn- ingum leikhúsanna og á hverju ári eru sýnd mörg verk íslenskra atvinnudanshöfunda og dansara, þar með taldar reglulegar sýningar Íslenska dansflokksins,“ segir Ingibjörg og tekur fram að sér þyki afar vænt um það hversu útbreiddur dansinn er orðinn. „Þann- ig eru það ekki aðeins þeir sem hafa stundað dansnám í lengri eða skemmri tíma sem dansa. Út um allt má sjá krakka æfa nýjustu danssporin,“ segir Ingibjörg og nefnir sem dæmi hversu dansinn er áberandi á Skrekk á hverju ári. „Dansinn á að vera sjálfsagður hluti af tilverunni og fólk ófeimið við að hreyfa sig við tónlist.“ Mest gefandi að kenna börnum Í ljósi þess að Ingibjörg hefur á löngum og farsælum ferli starfað sem dansari, danshöf- undur, kennari og skólastjóri ásamt því að miðla danssögunni liggur beint við að spyrja hvaða hlutverk henni hafi fallið best. „Ég hef alltaf haft mest gaman af blessuðum börn- unum. Síðustu árin sem ég kenndi var ég að- allega að kenna yngstu kynslóðinni. Það er ofboðslega gefandi þegar maður sér krakka sem lofa góðu taka framförum í náminu,“ segir Ingibjörg, sem er að mestu hætt að kenna nema dansa frá miðöldum, endurreisn og barokk, en þeir dansar ásamt þjóðdönsum voru meðal þess sem hún lærði hjá Scottish Ballet School á sínum tíma. Seinustu misseri hefur Ingibjörg sinnt kennslu við Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur leiðbeint leiklistar- og tónlistar- nemum um dansana sem iðkaðir voru á valdatíma Elísabetar fyrstu Englandsdrottn- ingar. „Á þessum tíma voru dansar samdir við ákveðna tónlist, sem er mjög upplýsandi fyrir hljóðfæraleikara samtímans. Dansinn var mjög nákvæmur og hreyfing og tónlist nátengd. Hver einasti hljómur er útfærður í dansi eins og sjá má á rituðum heimildum frá þessum tíma þar sem dansarnir voru skrá- settir mjög nákvæmlega,“ segir Ingibjörg. Innt eftir því hvaða þýðingu það hefði fyrir danslistina hérlendis að fá sitt eigið hús segir hún að það myndi miklu breyta. „Það væri gífurlega mikilvægur áfangi ef Íslenski dans- flokkurinn fengi sitt eigið heimili sem einnig myndi nýtast sem æfinga- og sýningar- aðstaða fyrir sjálfstæða dansara og dans- hópa,“ segir Ingibjörg. Hún er níunda konan sem tekur við heiðursverðlaunum Sviðslista- sambands Íslands frá því þau voru fyrst veitt árið 2003, en samtals eru verðlaunahafarnir orðnir 20 talsins. „Fljótlega tók dansinn yfir“  Ingibjörg Björnsdóttir hlýtur heiðursverðlaun ársins  „Dansinn á að vera sjálfsagður hluti af tilverunni og fólk ófeimið við að hreyfa sig við tónlist“  Verðlaunin komu ánægjulega á óvart Morgunblaðið/Arnþór Gleði Ingibjörg Björnsdóttir var þakklát og hrærð þegar hún tók við verðlaununum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.