Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 1
10
13
15
12
Kostnaður
vegna rúðubrota
Grunnskólar Reykjavíkurborgar
2016-2019, milljónir kr.
2016 2017 2018 2019
H
e
im
ild
: R
ey
kj
av
ík
u
rb
o
rg
Verulegur kostnaður er af
skemmdarverkum af ýmsu tagi á
byggingum skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar að því er fram
kemur í skýrslu starfshóps um ör-
yggismál í skóla- og frístundastarfi.
Nemur kostnaður við viðgerðir á
brotnum rúðum í skólum um 50
milljónum króna á árunum 2016-
2019. Í þeim þremur skólum þar
sem kostnaður er hæstur er ekki
öryggismyndavélakerfi. Kostnaður
vegna rúðubrota reyndist 5,2 millj-
ónir í einum skóla á umræddu tíma-
bili. »6
Rúðubrot kostuðu
50 milljónir á 4 árum
F Ö S T U D A G U R 2 6. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 149. tölublað 108. árgangur
ÞRJÁTÍU ÁRA
BIÐ LAUK
Í SÓFANUM GENGIÐ Á HÓLMATIND
SKÓGRÆKTIN
ENDURSPEGLAST
Í LJÓÐUNUM
DÝRÐLEG FJALLGANGA 11 LJÓÐABÓK HALLGRÍMS 28LIVERPOOL MEISTARI 27
Pétur Magnússon
Ragnhildur Þrastardóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Sex voru flutt á slysadeild í kjölfar eldsvoða í
íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vest-
urgötu sem kom upp á fjórða tímanum í gær.
Endurlífgun var beitt á vettvangi, að sögn
Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Jón Viðar segir að slökkviliðið hafi náð
nokkrum út úr húsinu með því að nota stiga og
aðrir hafi komist út af sjálfdáðum. Þá stukku
tveir út um glugga hússins.
Sex bjuggu á efri hæð hússins en óljóst er
hversu margir bjuggu á neðri hæð þess. 6-10
manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp.
Fólkið er misjafnlega mikið slasað. Heimildir
Morgunblaðsins hermdu að manntjón hefði
hlotist af brunanum, en það fékkst ekki stað-
fest áður en blaðið fór í prentun.
Þrír voru handteknir á vettvangi en Ásgeir
Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að hin-
ir handteknu hafi verið á og við vettvanginn og
nú sé skoðað hvaða tengingu þeir hafi við hús-
ið. Ekki er ljóst hvort um íbúa hússins sé að
ræða. Skömmu eftir að útkallið barst var lög-
reglan kölluð að rússneska sendiráðinu og
karlmaður handtekinn þar innandyra, en ekki
var ljóst hvort það mál tengdist brunanum.
SEX FLUTTIR Á SLYSADEILD
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Manntjón varð í brunanum Óvíst hversu margir bjuggu í húsinu Rannsókn lögreglu hófst strax
MEldsvoði við Vesturgötu »4
Rafbílavæðingin hér á landi er ekki
talin með, þegar hlutur endurnýjan-
legra orkugjafa í samgöngum er
reiknaður út, þrátt fyrir að hlutur
hennar sé nú nægur til þess að mæta
þeim kröfum sem lög gera ráð fyrir.
Þetta kemur fram í grein Sigríðar Á.
Andersen, er birtist í blaðinu í dag.
Sigríður nefnir í grein sinni að í
lögum sé kveðið á um að 5% orku-
gjafa í samgöngum skuli vera end-
urnýjanleg. Þá kveði reglugerð frá
2016 á um 6% minnkun á losun gróð-
urhúsalofttegunda frá samgöngum
og vinnuvélum.
Reglurnar séu hins vegar miðaðar
við aðstæður innan Evrópusam-
bandsins og taki því eingöngu mið af
einstökum seljendum orku en telji
ekki með þegar bílar eru hlaðnir við
heimahús. Segir Sigríður þetta hafa
kostað þjóðarbúið milljarða. »15
Rafbílavæðingin
ekki talin með
Reglur miðaðar við aðstæður úti
Björn H. Hall-
dórsson, fyrrver-
andi fram-
kvæmdastjóri
Sorpu, telur að
ólöglega hafi
verið staðið að
uppsögn hans hjá
fyrirtækinu í
febrúar. Hefur
hann stefnt
Sorpu og krefur
fyrirtækið um 167 milljónir króna í
skaðabætur, miskabætur og vegna
uppgjörs námsleyfis. Í stefnunni
segir að uppsögnin hafi verið „sak-
næm og ólögmæt og valdið honum
fyrirsjáanlegu tjóni.“ »4
Krefur Sorpu um
167 milljónir króna
Björn H.
Halldórsson