Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta hafa verið dýrðlegir dagar og fátt veit ég skemmtilegra en ganga á fjöll þegar gott er veður. Þriðjudag- urinn var að því leyti alveg frábær og útsýnið af Hólmatindi er stór- kostlegt,“ segir Sævar Guðjónsson á Eskifirði. Nú í vikunni hefur verið á dag- skránni gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð, en undir þeim merkj- um eru á dagskrá skipulagðar ferðir á fjöll í þessu sveitarfélagi landsins sem austast liggur. Að dagskránni standa Fjarðabyggð, Ferðafélag Fjarðamanna og síðast en ekki síst Ferðaþjónustan á Mjóeyri í Eski- firði sem Sævar og Berlind Ingv- arsdóttir kona hans eiga og reka. Gönguvikan hófst með fjölmenn- um leiðangri um Barðsnesið sl. laug- ardag. Morgungöngurnar hófust svo á mánudag þegar gengið var á Hóla- fjall í Seldal inn af Norðfirði og á þriðjudag á Hólmatind sem gnæfir yfir Eskifjörð; foldgnár og fallegur. Frá Karlsskála í Vöðlavík Fleiri fjöll á svæðinu hafa verið klifin nú í vikunni; miserfið en öll áhugaverð. Gönguvikunni lýkur svo á morgun, laugardag, með leiðangri um Gerpissvæðið þegar gengið er frá svonefndum Karlsskála út að fjallinu Snæfugli. Þaðan verður farið yfir í Vöðlavík og til baka. Gönguvikan í Fjarðabyggð, sem jafnan er síðast í júní ár hvert, var nú á dagskránni í 13. sinn. Hefð hef- ur því skapast fyrir þessum viðburði. Margir göngugarpar mæta árlega og sumir koma langt að. „Já, nokkrir þátttakendur nú komu af höfuðborg- arsvæðinu og einnig voru Akureyr- ingar og Eyjafólk í hópnum,“ segir Sævar Guðjónsson, sem er alvanur fjallagarpur. Hefur víða farið og er alvanur til dæmis sem leiðsögu- maður hreindýraveiðimanna, en sú vertíð hefst innan tíðar. Hæð Hólmatinds er á reiki „Hólmatind er ekkert mál að ganga á. Þetta var dæmi sem allir höfðu gaman af,“ segir Sævar. „Við lögðum af stað um klukkan 10 á þriðjudagsmorgninum frá Sóma- stöðum í Reyðarfirði, sem eru skammt frá álverinu. Alls voru 94 í hópnum og allir náðu takmarkinu, enda þótt stundum væri þetta klöng- ur til dæmis í skriðum í fjallinu sunnanverðu. Alls tók það okkur um þrjár og hálfa klukkustund að kom- ast á toppinn, þaðan sem er ein- staklega víðsýnt. Austfjarðafjöllin sem eru nánast óteljandi blöstu við okkur, við sáum langt út á haf. Í fjarskanum inni á hálendinu djarfaði fyrir Snæfelli.“ Nokkuð er á reiki hve hár Hólma- tindur raunverulega sé. Samkvæmt opinberri mælingu er hæðin 985 metrar, en Sævar telur hins vegar að fjallið sé 1.030 metra hátt og miðar þar við niðurstöður úr GPS-tækjum sem í dag eru orðin almenningseign. Hver rétt hæðatala sé þurfi að kom- ast á hreint og því eigi starfsfólk Landmælinga Íslands næsta leik. Stórkostleg útsýni „Gangan á Hólmatind var skemmtileg. Þetta var svolítið bratt, sérstaklega neðstu brekkur, en svo var þetta bara þægilegt og útsýnið af toppnum er stórkostlegt,“ segir Benedikt Jóhannesson, stærðfræð- ingur og fyrrverandi fjármálaráð- herra. Hann kom gagngert austur til að taka þátt í gönguvikunni og hefur tekið þátt í flestum ferðunum sem á dagskránni hafa verið. „Eftir þessa viku verð ég á tveimur sumrum bú- inn að ná á milli 10 og 15 fjöllum á Austurlandi. Ég er svo með margt á dagskrá sumarsins, mörg áhugaverð fjöll eru á listanum víða um landið hjá mér,“ segir Benedikt sem hefur gaman af útivist. Gengur reglulega á Esjuna og Úlfarsfell, en fer hingað og þangað um landið í gönguferðir. Í sumar stefnir hann til dæmis á Tröllakirkju á Holtavörðuheiði og að ganga með dr. Gylfa Ólafssyni, sjúkrahússtjóra á Ísafirði, gömlu þjóðleiðina úr Hestfirði í Ísafjarð- ardjúpi, um Glámuhálendi Vest- fjarða. Þaðan er svo komið niður í Dýrafjörðinn sem öll vötn falla til, rétt eins og segir frá í Gísla sögu Súrssonar. Hólmatindur er ekkert mál  Fjallgöngur í Fjarðabyggð í göngu- viku  Austfjarðafjöllin eru óteljandi  Barðsnesið, Hólafjall og Snæfugl Ljósmynd/Sævar Guðjónsson Valkyrjur Að komast á toppinn er sálrænn sigur og þá er sjálfsagt að skella í svo sem eina myndatöku. Garpar Tæplega 100 manns voru í hópnum sem gekk á Hólmatind sl. þriðjudag. Í baksýn sér út Reyðarfjörðinn. Göngumenn Benedikt Jóhannesson, fv. fjármálaráð- herra, til vinstri og Sævar Guðjónsson frá Eskifirði. Hólmatindur Gnæfir yfir byggðina á Eskifirði og er um 1.000 metra hár. Ljósmynd/Sævar Guðjónsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Vefverslun komin í loftið! mostc.is Gerið verðsamanburð FULL BÚÐ AF NÝJUM OG FALLEGUM VÖRUM 5.990 kr. Túnika 7.990 kr. Kápa Af öllum sem voru atvinnulausir í seinasta mánuði var ungt fólk 16 til 24 ára alls 40,4% atvinnulausra og var atvinnuleysi á meðal þess 23,3%. Þetta kemur fram í niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands sem birtar voru í gær en at- vinnuleysi á landinu öllu mældist 9,9%. Atvinnuleysið er sérstaklega mikið á vormánuðum meðal ungs fólks sem er í atvinnuleit eftir að skólum lýkur. Fram kom á yfirliti Vinnumála- stofnunar fyrr í þessum mánuði yfir skráð atvinnuleysi í maímánuði að samtals voru 2.142 hefðbundnir at- vinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok maí, sem samsvarar um 7,0% skráðu atvinnuleysi. Hafði þá atvinnulausum ungmennum fjölgað um 1.356 frá maí í fyrra þeg- ar fjöldi atvinnulausra á þessu ald- ursbili var 786. Jafnast á við ástandið sem var á árunum 2009 til 2011 Í umfjöllun Hagstofunnar í gær um niðurstöður vinnumarkaðskönn- unarinnar segir að atvinnuleysi í maí hafi verið nokkuð hærra en það sem alla jafna sést í maímánuði og megi þar líklega kenna áhrifa kórónu- veirufaraldursins á íslenskan vinnu- markað. „Leita þarf aftur til áranna 2009-2011, þegar atvinnuleysi jókst í kjölfar efnahagskrísunnar, til þess að finna svipað hlutfall mánaðarlegs atvinnuleysis. Í mars, þegar áhrifa faraldursins fór fyrst að gæta á Ís- landi, mældist atvinnuleysi 3,3% og hefur hlutfall atvinnulausra aukist um 6,6 prósentustig síðan,“ segir í frétt Hagstofunnar. Þegar atvinnuleysið í maí er borið saman við mælingar síðustu tveggja ára kemur í ljós að hlutfall atvinnu- lausra er nú 3,9 prósentustigum hærra en í sama mánuði 2019 og 6,9 prósentustigum hærra en í maí 2018. „Atvinnulausum fjölgar um 8.000 frá maí 2019 og um 14.600 frá maí 2018.“ Ungt fólk er 40,4% allra atvinnulausra  Atvinnuleysi í maí 9,9% yfir landið að mati Hagstofunnar Morgunblaðið/Ásdís Sumarstörf 23,3% atvinnuleysi var meðal fólks á aldrinum 16-24 í maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.